27.6.2009 | 17:47
við Svalbarða.
Ég setti inn nokkrar myndir inn í albúmið merkt Svalbarð.
En við vorum að veiða rækju við Svalbarða í síðasta túr, vorum við inn í fjörðum eða nánast í upp í fjörum og alltaf vorum við með þrjú troll úti.
Bilið á milli hlerana er um 210 m og stundum voru bara 250 metrar í land þannig að ekki var hlerinn langt frá fjörunni. En það er mjög aðdjúpt víða þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2009 | 21:15
Friðurinn úti.
Jæja þá er friðurinn úti að þessu sinni og kominn tími til að koma sér á hafið að nýju.
En það er dá góður spotti sem tekur að koma sér í vinnuna. Ég þarf að taka 5 flug.
Þetta er leiðin. St.Johns - Halifax - London - Reykjavík - Oslo - Tromsö þar sem skipið kemur til löndunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2009 | 22:54
Jóna Hrönn telur sig syndlausa.
Jóna Hrönn Bolladóttir kom fram í sjónvarpsfréttum í kvöld og réðst harkalega á séra Gunnar Björnsson. Mér blöskraði hvernig hvernig Jóna Hrönn hagaði sér. Og maður velti fyrir sér á hræsnin sér engin takmörk ?
Er Jóna Hrönn syndlaus eða siðlaus ?
Séra Gunnar er kannski enginn engill. En Hæstiréttur sýknaði séra Gunnar af ákærum um kynferðislega áreitni gagnvart unglings stúlkum, og þar með er maðurinn saklaus. En Jóna Hrönn og nokkrir kirkjunnar menn telja Gunnar sekan og vilja að biskup komi í veg fyrir að séra Gunnar taki við starfi sóknarprest á Selfossi á nýjan leik. Það er alveg ótrúlegt að vera vitni af þessum ofsa fengnum árásum Jónu á starfsfélaga sinn. Þetta er framkoma sem ég átti ekki von á frá þjóni Guðs sem ég hélt að séra Jóna Hrönn væri. Jóna Hrönn virðist telja sig syndlausa með öllu, já hún er eina manneskjan sem getur kastað fyrsta steininum.
Jóna Hrönn Bolladóttir skammastu þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2009 | 17:04
Ekki er öll vitleysan eins.
Kolbrún vill gegna embætti Umhverfisráðherra áfram.
Er Kolbrún ekki í lagi ? Voru ekki kosningar á laugardaginn ? veit hún ekki að þjóðin hafnaði henni og hennar starfskröftum alfarið ?
Þjóðin hafnaði starfskröftum Kolbrúnar Halldórsdóttur, það er alveg skýrt.
Ég vil ekki trúa því að félagar hennar í Vinstri Grænum samþykki það að hún fái að gegna Ráðherraembætti áfram og hvað þá að Samfylkingin fari að samþykkja það. Þjóðin samþykkti hana ekki. Nei Kolbrún á ekki að koma nálagt stjórnsýslu ríkisins. Burt með hana strax úr ráðuneytinu.
Þetta er alveg ótrúleg veruleikafirring sem Kolbrún sýnir, hún virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir því að þjóðin vill ekki sjá hana lengur í pólitík. Hún fékk tækifæri, og hún sýndi og sannaði að hún er með öllu óhæf. Og þjóðin dæmdi hana af verkum sínum .
![]() |
Ekkert liggur á stjórnarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2009 | 15:35
Styrkir á styrki ofan.
Margir eru argir út í Þráinn Bertelsson, vegna þess að hann ætlar sér að þiggja ölmusu frá Ríkinu á sama tíma og hann er á þingfarakaupi. Ölmusan eða heiðurslaun listamanna eins og þetta heitir á fínna máli er um 200.000 kr á mánuði, og þingfarakaupið er um 550.000 kr á mánuði þannig að kallinn er kominn með allavega 750.000 kr á mánuði. En Það kemur manni ekkert á óvart að Þráinn vilji alls ekki hafna Ölmusunni, því hann er ekkert annað er Framsóknarmaður inn við beinið.(Úbbs)
En það eru fleiri en Þráinn sem eru á tvöföldum launum á þingi. Til að mynda er Kristján Þór Júlíusson í bæjarstjórn Akureyrar og ég held að hann sé Forseti bæjarstjórnar, og sem slíkur fær hann 206.946 kr á mánuði frá Akureyrarbæ. Og eins Birkir Jón Jónsson hann sinnir sveitastjórnarmálum í Fjallabyggð. Mér finnst þetta svo mikil skömm. Kristján Þór lítur á starf Alþingismans sem auka djobb, þetta er svo mikil vanvirðing við kjósendur, enda ekki furða að margir strikuðu yfir nafnið hans á Laugardaginn var. Mér finnst að þeir sem eru kosnir á þing eigi að sinni því starfi eingöngu og láta önnur störf á hilluna á meðan.
Á laugardaginn voru sex sveitastjórnarmenn kosnir á þing, það verður fróðlegt að sjá hvað þeir gera í framhaldinu af því, ætla þeir verði á tvöföldum launum ?
- Svandís Svavarsdóttir oddviti Vinstri Grænna í Borgarstjórn
- Ásbjörn Óttarsson í bæjarstjórn Snæfellsbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn
- Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri í Rangárþingi eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn
- Oddný G Harðardóttir er bæjarstýra í Garði fyrir Samfylkinguna
- Jónína Rós Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs Fljótdalshéraðs fyrir Samfylkinguna
- Gunnar Bragi Sveinsson Í sveitastjórn sveitafélagsins Skagafirði fyrir Framsóknarflokkinn.
Annars afgreiddi Steinn Steinarr þetta svona í öðru af tveimur kvæðum hans um skáldastyrki:
AÐ FENGNUM SKÁLDALAUNUM
Svo oft hef ég grátið og harmað mitt hlutskipti í leynum
og horft inn í framtíð, sem beið mín þögul og myrk.
Þetta fallega kvæði er ort í þeim tilgangi einum
að óska mér sjálfum til lukku með skáldastyrk.
Hér áður fyrr. Það er satt, ég var troðinn í svaðið.
Hvar sáuð þið mannkynið komast á lægra stig?
Ég var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið,
og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig.
Ég var úrkastsins táknræna mynd, ég var mannfélagssorinn,
og mér var hvarvetna synjandi vísað á braut,
en þrjóskan, sem lágvöxnum manni í blóðið er borin,
kom bágindum mínum til hjálpar, ef allt um þraut.
Í kulda og myrkri ég kvað og ég baðst ekki vægðar,
og kvæðið var gjöf mín til lífsins, sem vera ber.
Ég veit hún er lítil, og þó var hún aldrei til þægðar
þeim, sem með völdin fóru á landi hér.
En eitthvað er breytt, og annaðhvort ég eða þjóðin
er ekki jafn trúföst sem fyrr við sín markmið og heit,
því nú hefur íslenska valdstjórnin launað mér ljóðin
eins og laglega hagorðum framsóknarbónda í sveit.
Samt þakka ég auðmjúkur þetta, sem ég hefi fengið,
en þrálát og áleitin spurning um sál mína fer:
Er stríðinu lokið? Er loksins til þurrðar gengið
það litla af ærlegri hugsun, sem fannst hjá mér?
Því einnig ég man þann lærdóm, sem lífið mér kenndi,
hve lágt eða hátt sem veröldin ætlar mér sess:
Þau bláköldu sannindi, að allt, sem innt er af hendi,
í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 18:19
Glæpsamlegt ábyrgðarleysi.
Engin tímamörk !!!!!
Hvað eru þessir vitringar að hugsa ? Fyrr í dag var sagt að engin tímamörk væru á stjórnarmyndunarviðræðum, hvaða rugl er í gangi ?
Það er glæpsamlegt ábyrgðarleysi í þeim hremmingum sem þjóðin er í að foringjar VG og Samfylkingarinnar leyfa sér að koma á einhverskonar stjórnarkreppu. Nú er ekki tími til að karpa um einhver smá atriði, nei brettið upp ermarnar og farið að vinna vinnuna ykkar.
Þjóðfélagið sekkur dýpra og dýpra með hverjum deginum sem lýður þar sem ekkert er gert. Hvernig væri að leggja allt karp til hliðar og sameina þjóðina ? Við þurfum á þverpólitískri samstöðu að halda. Sennilega er best að mynda þjóðstjórn alveg í hvelli. Ef það á lufsast svona með hangandi hendi þíðir það sjálfsmorð íslensku þjóðarinnar.
Þetta er eins og foringjarnir væru á bát fyrir ofan stóran og mikinn foss og í bátnum væri fullt af börnum sem þeir væru ábyrgir fyrir, en báturinn rekur alltaf nær fossinum því foringjarnir eru ósammála því hvernig á að róa til lands.
![]() |
Evrópumálið sett í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2009 | 01:02
Mosdal vill einangrað haftarsamfélag.
Steingrímur Mosdal og Heilög Jóhanna lentu í orðaskaki á rúv í gærkvöldi, ekki byrjar ballið vel. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að ekki verði stjórn Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar langlíf.
Hvað er Steingrímur að flækja málið ? Þetta er sára einfalt. Farið í aðildarviðræður og leggið síðan kosti og galla þess að ganga í ESB á borðið og þjóðin fær að kjósa um hvor við förum inn eða ekki.
Ekki held ég að það yrði fýsilegt að búa á Íslandi á næstu árum ef Steingrímur yrði einráður Fróni. Úff Himin háir skattar, vaxtarbyrgði og verðtrygging sliga þjóðina, það yrði mikið atvinnuleysi svo mikið er víst, nú hér yrðu gjaldeyrishöft sem mun meðal annars valda því að við yrðum einangrað haftasamfélag, ég hef grun um að framtíðar sýn Steingríms felist í Eignarsýslufélagi Ríkisins. Já Steingrímur Mosdal er maður framtíðarinnar.
![]() |
Elítan vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2009 | 21:58
Ofurframbjóðandi.
Góðar fréttir fyrir Ástþór.
Ofurframbjóðandinn Ástþór Magnússon ætti að vera kátur og glaður í bragði, því stjórnmálaspekingarnir vilja meina að það verði jafnvel þrjár kosningar á næsta ári. Sveitastjórnarkosningar, kosningar um Evrópu aðild og svo jafnvel Alþingiskosningar, já já það gæti orðið fjör hjá Ástþóri.
Það er ekkert orðið varið í kosningar ef Ástþór er ekki með svo mikið er víst.Hann er án efa einn okkar ástsælasti skemmtikraftur fyrr og síðar. Hann minnir mig oft á ofvaxið barn, já barn, hegðun hans minnir oft á ærslafullann krakka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2009 | 20:33
Steingrímur út á túni.
Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri Grænna er alveg út á túni þegar kemur að því að ræða um Drekasvæðið. Hann sagði í gær í viðtali við stöð 2 þegar hann var að reyna að klóra yfir vitleysuna hjá vitringnum Kolbrúnu Halldórs, hann segir "Ákvörðun um olíuvinnslu er síðari tíma ákvörðun".
Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra og Kristinn Einarsson verkefnastjóri olíuleitarinnar hafa sagt að það sé misskilningur að Íslensk stjórnvöld geti ákveðið síðar hvort farið verði í olíuvinnslu eða ekki.
Í Drekaútboðinu sem nú stendur yfir er ekki aðeins um olíuleit heldur einnig um rétt til vinnslu. Olíufélögum verður úthlutað í haust rannsóknarleyfi til 12 ára með möguleika á 4 ára framlengingu og ef olía finnst þá fá þau 30 ára vinnsluleyfi. Semsagt allt að 46 ár.
Annað væri nú heimskulegt, þessi félög koma til með að eyða hundruðum milljóna í leitina og svo ef eitthvað finnst þá segja Íslensk stjórnvöld "allt í plati engin vinnsla".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2009 | 20:08
Veruleikafyrtur stjórmálamaður.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Kolbrún Halldórsdóttir sé einhver sá mesti kjáni sem hefur tekið sæti á hinu há Alþingi. Og hún sannaði þá kenningu mína svo rækilega í dag.
Hugsið ykkur hún heldur því fram að það sé óðagotsaðgerð að fara í olíuleit á Drekasvæðinu og það samræmist ekki skuldbindingum Íslands í umhverfismálum, og svo segir þessi vitringur að Ísland sé ekki í stakk búið til að verða olíuríki.
Kolbrún Halldórsdóttir er skýrasta dæmið fyrr og síðar um veruleikafyrtan stjórnmálamann.
Hvað er að þessu liði ? Hefur hún engan skilning á því hvað er í gangi á Íslandi í dag ? Veit hún ekki að það eru mörg þúsund Íslendingar atvinnulausir og að horfurnar eru afar slæmar á atvinnumarkaðinum ? Hefur hún ekki grænan grun um að skuldarstaða Íslands er ekkert til að hrópa húrra fyrir ?
Vonandi hefur þjóðin vit á því að halda fólki eins og Kolbrúnu sem allra lengst frá hinu háa Alþingi.
![]() |
VG gegn olíuleit á Drekasvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)