Mosdal vill einangrað haftarsamfélag.

1c9289ff06b782d2af1d61f4a8725734_300x225Steingrímur Mosdal og Heilög Jóhanna lentu í orðaskaki á rúv í gærkvöldi, ekki byrjar ballið vel. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að ekki verði stjórn Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar langlíf.

Hvað er Steingrímur að flækja málið ? Þetta er sára einfalt. Farið í aðildarviðræður og leggið síðan kosti og galla þess að ganga í ESB á borðið og þjóðin fær að kjósa um hvor við förum inn eða ekki.

Ekki held ég að það yrði fýsilegt að búa á Íslandi á næstu árum ef Steingrímur yrði einráður Fróni. Úff Himin háir skattar, vaxtarbyrgði og verðtrygging sliga þjóðina, það yrði mikið atvinnuleysi svo mikið er víst, nú hér yrðu gjaldeyrishöft sem mun meðal annars valda því að við yrðum einangrað haftasamfélag, ég hef grun um að framtíðar sýn Steingríms felist í Eignarsýslufélagi Ríkisins. Já Steingrímur Mosdal er maður framtíðarinnar.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Já, kaldhæðni örlaganna - á vakt Sjálfsstæðisflokks og Samfylkingar lenda 70%-80% fyrirtækja á Íslandi í eigu ríkisins og síðan þarf okkar vinstrisinnaðasti leiðtogi að einkavæða þessi fyrirtæki aftur ;)

Róbert Viðar Bjarnason, 27.4.2009 kl. 01:12

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Róbert Viðar.

Heldur þú að Steingrímur hafi áhuga á að einkavæða fyrirtæki ? Neiiiiiiiiiii Neiiiii ekki Steingrímur.

Jens Sigurjónsson, 27.4.2009 kl. 01:27

3 identicon

Og þú heldur að atvinnuleysi muni hverfa með inngöngu í ESB? Afhverju hefur þá verið landlægt 12-15% atvinnuleysi á Spáni í fjölda ára, og afhverju er það núna farið að slaga í 20% afhverju reddar ESB þeim ekki? Heldur þú að skattar þurfi ekki að hækka ef við göngum í ESB? Hvað í ósköpunum fær þig til þess að halda það að við þurfum ekki að borga skuldir auðmanna ef við göngum í ESB? Haftasamfélag útaf myntinni, hefur þér ekki dottið í hug að það séu til aðrar myntir en Evra og jafnvel að það séu til aðrar mjög raunhæfar lausnir á vandamálum okkar íslendinga en að fórna sjálfstæðinu?

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:12

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Heimir.

Hvar hef ég sagt að ESB reddi öllu ?

Ég persónulega er ekki hrifin af því að ganga í ESB.

Það eru aðrar myntir en Evra í gangi og því ekki að athuga það ? Atvinnuleysi á landinu ef VG ráða ? Jú þú veist mætavel hvernig VG haga sér í þeim málum, þá er ég að tala um stóriðjur og hvað var sagt í síðustu viku um Drekasvæðið sem gæti skapað þúsundir starfa ?

Jens Sigurjónsson, 27.4.2009 kl. 13:14

5 identicon

Hæ hæ Jenni minn þú veist að við þurfum aðeins að flækja málin í þessari ætt. En það þarf nú ekki að vera svo slæmt og getur endað vel. Ekki er ég nú viss um að ESB reddi öllu en það kemur nú bara allt í ljós. Bestu kveðjur Kidda Sævars

Kidda Sævarsg (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:01

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn.

Sjáðu fréttina: Þjóðin verður að ráða.

"Ögmundur segir að engum dyljist að flokkarnir séu á öndverðum meiði í Evrópumálum. Samfylkingin telji aðild mikilvæga til að reisa landið við en VG og hann sjálfur telji að það hafi aldrei verið vitlausara en nú að ganga í Evrópusambandið. Hann segist vilja ganga mjög langt til að nálgast þjóðina í þessum efnum."

Mögnuð setning sem ég strikaði undir. Mátti til að lita setninguna græna.

Guð veri með þér kæri félagi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband