Glæpsamlegt ábyrgðarleysi.

bb86771e6046669fe73184db4508141d_300x225Engin tímamörk !!!!!

Hvað eru þessir vitringar að hugsa ? Fyrr í dag var sagt að engin tímamörk væru á stjórnarmyndunarviðræðum, hvaða rugl er í gangi ?

Það er glæpsamlegt ábyrgðarleysi í þeim hremmingum sem þjóðin er í að foringjar VG og Samfylkingarinnar leyfa sér að koma á einhverskonar stjórnarkreppu. Nú er ekki tími til að karpa um einhver smá atriði, nei brettið upp ermarnar og farið að vinna vinnuna ykkar.

Þjóðfélagið sekkur dýpra og dýpra með hverjum deginum sem lýður þar sem ekkert er gert. Hvernig væri að leggja allt karp til hliðar og sameina þjóðina ? Við þurfum á þverpólitískri samstöðu að halda. Sennilega er best að mynda þjóðstjórn alveg í hvelli. Ef það á lufsast svona með hangandi hendi þíðir það sjálfsmorð íslensku þjóðarinnar.

Þetta er eins og foringjarnir væru á bát fyrir ofan stóran og mikinn foss og í bátnum væri fullt af börnum sem þeir væru ábyrgir fyrir, en báturinn rekur alltaf nær fossinum því foringjarnir eru ósammála því hvernig á að róa til lands.  


mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn

Pistill í anda feðra okkar. Ekkert slór, enga leti, drífa sig í að vinna og vinna.

Áfram með ykkur

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ hæ Rósa.

 já feður okkar þoldu ekki leti.

Guð blessi þig

KV/Jenni

Jens Sigurjónsson, 27.4.2009 kl. 19:27

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Það áttu þeir frændur sameiginlega og eiga enn.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband