Ekki er öll vitleysan eins.

med__DSC6504

 Kolbrún vill gegna embætti Umhverfisráðherra áfram.

Er Kolbrún ekki í lagi ? Voru ekki kosningar á laugardaginn ? veit hún ekki að þjóðin hafnaði henni og hennar starfskröftum alfarið ?

Þjóðin hafnaði starfskröftum Kolbrúnar Halldórsdóttur, það er alveg skýrt.

 Ég vil ekki trúa því að félagar hennar í Vinstri Grænum samþykki það að hún fái að gegna Ráðherraembætti áfram og hvað þá að Samfylkingin fari að samþykkja það. Þjóðin samþykkti hana ekki. Nei Kolbrún á ekki að koma nálagt stjórnsýslu ríkisins. Burt með hana strax úr ráðuneytinu.

Þetta er alveg ótrúleg veruleikafirring sem Kolbrún sýnir, hún virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir því að þjóðin vill ekki sjá hana lengur í pólitík. Hún fékk tækifæri, og hún sýndi og sannaði að hún er með öllu óhæf. Og þjóðin dæmdi hana af verkum sínum .

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ekkert liggur á stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Gorgeir í Kolbrúnu. Hef ekki heyrt hvað hún fékk margar útstrikanir en ef kjörið hefði verið á landsvís hefði hún fengið fleiri útstrikanir.

Í hádegisfréttum kom aftur á móti fram að í Suðvesturkjördæmi hafi Þórunn Sveinbjarnardóttir fengið 1200 útstrikanir og hefðu örugglega fleiri viljað strika yfir hana á landsvís. Hún er því miður hundleiðinleg. Þorgerður Katrín fékk 900 útstrikanir og hún hefði sko fengið fleiri ef landið hefði verið eitt kjördæmi, Siv fékk 360 og Ögmundur 150.

Sagt var að Þórunn hefði þurft 2000 útstrikanir hefðu þurft til að fella hana niður um sæti og í sömu frétt var sagt að Þorgerður Katrín hefði þurft 1700 útstrikanir til að falla niður um eitt sæti. Þvílíkt lýðræði.

Þessar kerlingar vonandi skilja þessi skilaboð. Það verður fróðlegt að sjá heildina um útstrikanir og eins held ég að það hljóti að hafa verið óvenjumikið um auða seðla en ég hef ekki heyrt þess getið en það er ekki að marka.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.4.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þetta er nú ekki alveg svona sem ég túlka þessa frétt.Heyrði ekki betur en Heimir Péturson hafi spurt hana hvort hún hefði áhuga á að halda áfram sem Umhverfismálaráðherra,get ekki ímyndað mér að sú afstaða sé hjá vinstri grænum að halda henni í embætti þar áfram.

Hún kolfell í prófkjöri og náði ekki heldur inn á þing í framboðinu,og það hlýtur að telja eitthvað þessi vilji fólks í landinu.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.4.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband