Tíska nýfæddra barna.

Hafa þingmenn ekkert orðið að gera eða hvað ?

bilde?Site=XZ&Date=20071205&Category=FRETTIR01&ArtNo=71205107&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=260&NoBorder=1

Kolbrún.

Ég er ekki búinn að vera á landinu í nokkuð langan tíma eða í rúma 5 mánuði.

Þannig að ég hef verið að forvitnast um hvað hafi verið að gerast í þjóðfélaginu

síðustu misserin.

Allir eru að segja mér frá ansi spaugilegu máli sem kom upp í þinginu fyrir nokkru.

Fyrst hélt ég að fólk væri að skrökva upp á þingmann sem kom með fyrirspurn um

klæðnað nýfæddra barna.

Er ekki í lagi með hana Kolbrúnu Halldórs eða hvað ?

Að standa upp í Þinginu og spyrja ráðherra hvort hann muni beita sér í því að

nýfædd börn verði ekki klædd í bleikt eða blátt , er alveg ótrúlegur gjörningur.

Hún vill breyta til og klæða þau í hlutlausa liti.

Skiptir einhverju máli hvaða litur er á fatnaði ungbarna ? Hvað er að fólki ?

Kolbrún vill kannski hafa áhrif á tískuna strax í upphafi ?

Hugsa sér vitleysuna, að blanda pólitík í klæðaburð hvítvoðunga.

Ég þakka bara fyrir að Kolbrún komist ekki til meiri valda en að vera óbreittur þingmaður.

Hugsa sér ef hún væri ráðherra.

Þetta er eitthvað það heimskulegasta sem ég hef heyrt koma úr þingheimi, og kemur nú

margt spaugilegt þaðan.

Hvað verður næst ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, í mínum huga hefur þetta komið óorði á Vinstri græna, sem annars virtist einblína á baráttuna fyrir réttlæti. Hvað kemur litur á fötum barna fæðingardeildar réttlæti við? Eru femínista virkilega vísvitandi að versla strákaföt á börnin sín í þeirri trú að það stuðli að einhverju jafnrétti kynja? Held að þær hafi alvarlega misst þráðinn einhverstaðar fyrir löngu....

Bryndís Böðvarsdóttir, 12.12.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband