Bullið í siðmennt.

jesus21

Nú er orðið varasamt að ungt fólk í dag þekki söguna um Jesú Krist.

Hope Knutsson formaður siðmenntar, sem er félag siðrænna húmanista á íslandi.

Segir að trúarlegi þátturinn eigi ekki að vera hluti af skólastarfinu.

Og að trúarlegt uppeldi barna sé á ábyrgð foreldra.

Erum við ekki kristinn þjóð ?

Eru ekki flest allir foreldrar í þessu landi sem vilja að börnin sín fái kristilegt uppeldi ?

Og eru skólarnir ekki partur af uppeldi barnanna ?

Það á ekki að hlusta á þetta rugl í siðmennt.

Ég held að engu barni hafi orðið meint af því að heyra sögurnar og boðskapinn sem Jesú

færði okkur.

Ef eitthvað ætti að gera, þá ætti að efla kristinfræðina í skólunum.

Er ekki möguleiki að siðmennt hefði sín börn í sérskólum þar sem ekki væri minnst á Jesú ?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Er ekki trúfrelsi í landinu?

Vilja ekki flest allir foreldrar að börn þeirra séu upplýst og taki afstöðu í samræmi við það?

Eiga skólarnir ekki að mennta þess börnin til að þau verði hæf til að vega og meta og síðan að taka upplýsta ákvörðun?

Það á ekki að hlusta á þrugl og sleggjudóma, heldur viti bornar samræður.

Hefur einhveju barni orðið meint af því að fræðast um trúarbragðasögu án þess að hagsmunaðilar liti frásögnina?

Ef eitthvað er þá ætti að efla kærleika og mannskilning í skólum án þess að sérhagsmunagæslumenn komi þar að málum.

Er ekki möguleiki á að kristin trúfélög ali á fordómum í garð annara, t.d. siðmenntar?

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Viðar.

Jú allir foreldrar vilja að börnin þeirra séu vel upplýst og geti afstöðu til málanna.

Og ég held líka að nánast allir foreldrar hér á landi vilji að börnin fá gott kristilegt uppeldi.

Þó að komi barn í skólann sem á trúlausa foreldra, þá er ekki réttlætanlegt að banna öðrum

börnum að hlusta á trúfræðslu.

Ef það gerist þá er hætta á fordómum.

En svona hefur þetta verið í skólum landsins í gegnum árin, og ég held að engum hafi orðið meint af því

að fræðast um Jesú og hans fallega boðskap.

Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 01:43

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

Það yrði heldur engum meint af að fræðast um Budda og þann fallega kærleiksboðskap sem er fólginn í Buddisma, svo ég bara nefni ein önnur trúarbrögð. Það er oft talið að öll helstu trúarbrögð heims komi af sama meiði. En mér finndist ekki rétt að prestar þjóðkirkjunnar annist almenna trúarbragðafræðslu.

Trúarbragðafræðsla á að vera óvilhöll sérstakri kirkjudeild. Öll börn eiga að fá hana, hvort sem foreldrarnir eru "trúlausir", múslimar, vottar jehóar eða eitthvað annað.

Það sem að þú kallar kristið uppeldi er væntanlega kennsla í góðum siðum eins og náungakærleika, umburðarlyndi, víðsýni... en það þarf ekki kristinn prest til þess og ekki heldur að kenna það við kristna kirkju.

Nýjustu skoðanakannanir sýna að íslendingar eru ekkert sérstaklega kristnir, þeir láta sig bara hafa það að hafa verið skráðir í Þjóðkirkjuna. Minnst "vesen" að láta það bara vera svoleiðis áfram.

En það hefur nú ekki allt verið gott í trúaruppeldi presta í gegnum tíðina, eins og þú veist sigldur maðurinn. Má ég minna á spænska rannsóknarréttinn, misnotkun kristinna presta á börnum víða um heim... meðferð sumra presta á þrautpíndri alþýðu hér á miðöldunum...

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 02:01

4 Smámynd: Hilmar Einarsson

Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Siðmenntar kemur skýrt fram að upphaflegur tilgangur starfseminnar hafi verið að halklda utan um ýmsar borgaralegar athafnir þar sem upphafið var "borgaraleg ferming".   Slík athöfn er reyndar óskiljanlegt fyrirbæri.  Aðrar "athafnir" sem taldar eru upp eru: "gifting"? "nafngjöf"? útfarir.Þarf einhvern sérstakan félagsskap til að hjálpa fulltíða fólki að gifta sig?  Er einhver sem hefur heyrt um það að þurfi einhverja sérstaka athöfn til að gefa barni nafn?  Útfarir eru sérstakur kapítuli.

 Með tímanum hefur siðmenntarfólk fengið á heilann þorf fyrir að berjast HATRAMLEGA gegn lúthersk evangelískri þjóðkirkju og eru það beinlinis yfirlýst markmið félagsskaparins nú tiol dags. 

Ég skil ekki hvað skynsamur maður eins og Viðar Eggertsson er að meina með svona spurningu,   Er ekki möguleiki á að kristin trúfélög ali á fordómum í garð annara, t.d. siðmenntar?"

Viðar Eggertsson, ef tekið er mið af framantoldum markmiðum Siðmenntar verður ekki bannað séð en að Siðmenntarfólk upp til hópa ásamt svokölluðum "trúleysingjum" séu þau fordómafyllstu fyrirbæri sem land okkar elur um þessar mundir.

Hilmar Einarsson, 11.12.2007 kl. 02:03

5 Smámynd: Óli Jón

Þetta er prýðileg grein hjá greinarhöfundi þar sem hann færir nokkra góða punkta í mál. Hann spyr nokkurra spurninga:

Erum við ekki kristin þjóð?
Sumir Íslendingar játa kristna trú, aðrir ekki. Það er ekki hægt að setja alla Íslendinga undir sama hatt í dag og segja að við séum kristin. Kannski væri það fínt ef við játuðum bara öll kristna trú og værum öll eins. Hugsanlega værum við þá öll sjálfstæðisfólk og keyrðum um á Suzuki Jimny. Því er bara ekki til að dreifa, sem betur fer.

Eru ekki flest allir foreldrar í þessu landi sem vilja að börnin sín fái kristilegt uppeldi?
Líklega vilja flest allir foreldrar sem játa kristna trú að börnin þeirra njóti kristilegs uppeldis. Hinir foreldrarnir hafa að öllum líkindum ekki slíkar hugmyndir um uppeldi barna sinna.

Eru skólarnir ekki partur af uppeldi barnanna?
Skólar koma óumflýjanlega að uppeldi barna, einfaldlega sakir þess að börnin eru þar löngum stundum. Hins vegar má ekki leggja að jöfnu almennt uppeldi annars vegar og innrætingu trúar hins vegar. Skólinn á að snúast í kringum vísindalega og hlutlæga fræðslu þar sem gott siðgæði er í fyrirrúmi. Foreldrar eiga sjálfir að sjá um trúarlega fræðslu og innrætingu eftir sínu höfði utan skólatíma.

Engu barni hefur orðið meint af því að heyra sögurnar og boðskapinn sem Jesú færði með sér
Þetta má til sanns vegar færa, en hefur ekki sjálfkrafa í för með sér að skólinn eigi að segja þessar sögur. Það eru til fjölmargir hlutir sem börnum verður ekki meint af að heyra eða upplifa, en skólanum er ekki sjálfkrafa ætlað að fjalla um þá.

Ef eitthvað ætti að gera, þá ætti að efla kristinfræðina í skólanum
Það á að endurskipuleggja kynningu á hinum ýmsu trúarbrögðum í skólanum og tryggja jafnrétti þar. Kristnir foreldrar geta gert það upp við sig hvort þeir auki kristinfræði á heimilum sínum eða fari með börn sín í sunnudagaskóla.

Er ekki möguleiki á því að Siðmennt hefði sín börn í sérskólum þar sem ekki væri minnst á Jesú?
Er það virkilega sanngjarnt í opnu og frjálsu þjóðfélagi að borgararnir verði að neyta réttar síns með slíkum hætti? Er ekki eðlilegra að opinberir skólar haldi sig við almenna, vísindalega og hlutlæga námsskrá sem allir geta sætt sig við og foreldrar sinni sjálfir valkvæmum hlutum á borð við trúarlega innrætingu?

Óli Jón, 11.12.2007 kl. 02:11

6 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ágæti Hilmar,

þú spyrð mig hvað mér gangi til að varpa fram spurningu. Kveikjan var að ég var að velta fyrir mér hvernig maður sem skrifar pistil sem heldur fram kærleiksgildum fái sig til að setja í fyrirsögn "Bullið..." Bara þessi fordæming að tala um að málflutningur annara sem eru ekki á sömu skoðun og maður sjálfur sé "Bull" er ekki í samræmi við þann kærleiksboðskap og umburðarlyndisstefnu kristninnar sem ég hélt að ég hefði verið alinn uppí. Né heldur samræmist það málflutningi pistahöfundar um kærleika sem engum verður meint af. Mér svelgdist hreinlega á þessari kærleiksfyrirsögn! Ef þetta er hans kærleikur, hvernig er þá hans hatur?

Ég vil taka fram að ég er ekki félagi í "Siðmennt". En ég get ekki séð að að ég eða nokkur annar þurfi að agnúast út í það hvort þau bjóði fram meinlausar athafnir og aðstoð ef það er einhver sem hana vill þiggja. Það hlýtur að vera einkamál hvers og eins sem þiggur þá aðstoð að meta sig í þörf fyrir hana.

Margir þeir sem kalla sig "kristna" sem og margir sem viðurkenna að þeir séu ekkert sérstaklega trúaðir, biðja prest kristins safnaðar að "aðstoða" sig við nafngiftir, greftrun, nafngiftir o.fl. og er þeim það að sjálfsögðu frjálst. Við þessar "athafnir" má fólk skríða á hnjánum, syngja misvel uppúr eins mann hljóði, karlar klæðast kjólum o. sv. frv. Hver flokkur eftir því hvað honum finnst við hæfi.

Ekki ætla ég að hæða fólk fyrir það né agnúast út í það fyrir sína trú eða lífsskoðanir. Af hverju ættir þú að gera það Hilmar? Er búið að finna stórasannleik? Ert þú umkominn þess að kveða upp þann dóm?

Kannski, en eitt veit ég, að ég er bara dauðlegur maður, hvað svo sem má segja um þig. Ekki veit ég það og dettur ekki í hug að kveða uppúr um eitt né neitt í því sambandi, ekki einu sinni hvort þú ert skynsamur eða ekki,....

En ég er mikið að velta fyrir mér að biðja eitthvað fallega þenkjandi fólk um að aðstoða við útför mína... og biðst undan að það verði kallað einhverjum ónöfnum, hvort sem það er kristið eða ekki.

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 02:22

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þeir trúlausu vilja banna trúfræðslu í skólum og segja að þetta sé verk foreldra.

En foreldrar eru misjafnir, sumir gefa sér ekki tíma til að fræða börnin sín og vilja að skólarnir sjái um það.

Hvernig verður það í framtíðinni ef börnin okkar meyga ekki heyra Jesú nefndan á nafn í dag, þegar þau

eignast börn sjálf, geta þau þá frætt sín börn um Jesú ef þau hafa aldrei fengið að kynnast honum sjálf ?

Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 02:33

8 Smámynd: Viðar Eggertsson

Spurningin sem ég varpaði fram og var kveikja að svari Hilmars, vil ég minna á að er ekki fullyrðing, heldur spurning.

Ég spyr fullgildrar spurningar: "Er ekki möguleiki á að kristin trúfélög ali á fordómum í garð annara trúfélaga?"

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 02:33

9 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Viðar finnst þér ekki BULL að halda því fram að það sé slæmt fyri börn að kynnast þeim boðskap og góðum siðum sem Jesú kenndi okkur ?

Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 02:36

10 Smámynd: Viðar Eggertsson

Þeir trúuðu og þeir trúlausu vilja að börnin fræðist um trúarbrögð og trúarbragðasögu heimsins (er að prófa að nota fullyrðingastíl Jens)

En foreldrar eru misjafnir, sumir gefa sér ekki tíma til að fræða börnin sín og vilja að skólarnir fræði börn á fordómalausan hátt um hin ýmsu trúarbrögð heims, svo þau megi fyllast vitnsekju um fjölbreytileika kærleiksins í heiminum. Ekki slæmt það!

Hvernig verður það í framtíðinni ef börnin okkar mega ekkert heyra af öðrum trúarbrögðum en það sem prestar þjóðkirkjunnar boða? Hvað gerist þegar þau eignast börn sjálf, geta þá börnin þeirra einhversstaðar fræðst um aðra trú og trúmál?

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 02:40

11 Smámynd: Viðar Eggertsson

Bull er orð sem ég get ekki tekið mér í munn um skoðanir fólks sem er mér ósammála, það bara samræmist ekki þeirri virðingu sem manni ber að hafa fyrir öðru fólki. Það er kannski heiðið viðhorf?

En ég get ómögulega séð að vel gerð börn eins og öll börn eru sem ég veit um hér á landi, skaðist nokkuð af því að heyra fallegar sögur af guðum og mönnum ýmissa trúarbragða, hvort sem þeir heita Jésú eða annað.

En þessar sögur efast ég um að prestar þjóðkirkjunnar séu bestir til að segja. Til þess eru þeir of hlutdrægir

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 02:45

12 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hverjir hafa verið að banna kennslu um önnur trúabrögð Viðar ?

Ég hef ekkert á móti því að fræða börnin um önnur trúarbrögð en krisni.

En ég er á móti því að stöðva þá fræðslu sem hefur verið í skólunum í gegnum tíðina.

Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 02:48

13 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hvað sem öllu líður finnst mér það BULL Viðar.

Á að banna Lögreglumönnum að koma í skólanna og kenna börnum umferðarfræðslu og svo framvegis ?

Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 02:53

14 Smámynd: Viðar Eggertsson

Deilan hefur verið fyrst og fremst um það hvort prestar kirkjunnar eigi að hafa beinan aðgang að skólum við trúaruppeldi og uppfræðslu eða hvort trúarbragðakennsla eigi að vera kennd af kennurum sem taka hlutlausar á málum og gera ýmsum trúarbrögðum skil. Það er fræðsla um kærleika ýmsissa trúarbragða svo nemendur geti sjálfir upplifað og vegið og metið hvaða trú er þeim að skapi.

Eða finnst þér að prestar allra trúfélaga eigi hver að fá svona 3 kennslustundir í viku að uppfræða og kenna sína fögru trú og fallegu sögur? Það gæti tekið tímann sinn af skólastarfinu og hætt við að trúarbrögðin færu á einskonar uppboð. Hver býður best!!

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 02:54

15 Smámynd: Viðar Eggertsson

Miðað við komment 13 kæri Jens, þá veitti nú ekki af að kenna meira í kristilegu umburðarlyndi fullorðnu fólki. Ég segi nú bara ef þetta er kærleikurinn og umburðarlyndið þá er það ekki það sama og mig minnti að Jésú boðaði, Allavega ekki sá Jésú sem ég lærði um. En það var að vísu breyskur prestur sem kenndi mér á sínum tíma.

Það eru bara til umferðarreglur sem settar voru af dauðlegum mönnum sem einum flokki manna ber að framfylgja að séu í heiðri hafðar, nefnilega lögregluþjónar. Það er mjög hæpið að líkja trúarbrögðum við mannasetningar eins og umferðareglur.

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 03:00

16 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Er ekki gott að hafa boðskap Krist með sér út í umferðina ?

Ef við þekkjum boðskap Krist og förum eftir honum, er þá ekki mjög sterkar líkur á því að við förum eftir og virðum mannlegar reglur og lög, eins og til að mynda umferðarlög ?

Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 03:25

17 Smámynd: Viðar Eggertsson

Jú það er gott að hafa boðskap Jésús og Búdda út í umferðina.

En finnst þér ekki að lögregluþjónar ættu að kenna lögfræði við Háskólana? Þeir eru nú sérfræðingar í einni gerð laga, umferðarlaga! Þurfum varla að láta aðra rugla í að kenna laganemum.

annars hafa orð ykkar Hilmars rekið mig í það að fletta upp á heimasíðu siðmenntar og þar fann ég þessa skoðun þeirra:

"Siðmennt er hvorki á móti kristinfræði né trúarbragðafræði og telur eðlilegt að kristinfræði fái stóran hluta í kennslunni í ljósi sögu þjóðarinnar og stærð kristninnar hér. Þá á ásatrú einnig að fá sinn sess af sögu- og menningarlegum ástæðum."

Þá hefurðu það, "bullið" í Siðmennt er að þeir vilja gera kristni hærra undir höfði en öðrum trúfélögum! Reyndar er ég ekki sammála þeim, en virði það sem þeir segja og ásaka hvorki þig um að bulla né þá.

En ég er víst líklega kristnari en bæði þú og Siðmennt!

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 03:38

18 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ég held að við komumst ekkert lengra í þessum rökræðum, væntanlega báðir búnir að koma sínum hugmyndum á framfæri og rökstutt sínar skoðanir á hlutlægan og skynsamlegan hátt.

Þar sem þér er mikið í mun að börn og annað fólk breyti í öllu samkvæmt hinum góða Kristni, þá þykir mér rétt að koma hér til þín bréfi sem mér var að berast frá heitum trúbróður þínum þar sem hann biður um kristilegan kærleika og hjálp. Ég þykist vita að þú sért heitari í trúnni en ég og sért því betur umkominn þess að hjálpa þessum nauðum stadda kristna manni, sem er prestur.

Hér kemur bréfið:

St Edmund's Catholic Church

115 Hertford Road

Edmonton

London N9 7EN

UK.

Parish Office: 070457 45422

Fax Number: 0870 1336 944

Email: saintedmundschurch@yahoo.co.uk

Dear Beloved

Greetings from Edmonton, London!

During this coming time of celebration of the birth of our wonderful Master Jesus, my prayer is that His glory and presence will intensify greatly on your life and on the lives of your loved ones as you draw closer to our lovely Redeemer.

How are you doing, I hope all is well with you? We are doing very well here in Edmonton by His grace!

I write to bring to your kind notice on behalf of the Board of Trustees and executors to the estate and will of the late leader of Britain's Conservative Party, Prime Minister Sir Edward Richard George Heath, KG, who made you a beneficiary to his (will). He bequeathed the sum of £550, 000.00 GBP, Five Hundred and Fifty Thousand British Pound Sterling, only to you in Item (3) of the Codicil and Last Testament to his (will). Well, I know that this news may be quite surprising and astonishing to you, but it is real and true, Sir Edward must have been in contact with you in the past or you must have been nominated to him by one of his numerous friends here or aboard that wished you well, and as a Child of God that has been of help to the people, this is our Lord's doing and we don't have to say or do anything than to say "Alleluia" to the risen Lord and glorify his marvelous name.

The Right Honorable Sir Edward Richard George Heath, KG died in Salisbury, England, July 17, 2005 at the age of (89) years. He served in the Royal Artillery during World War II, rising to the rank of colonel. He was elected to Parliament as a Conservative in 1950, and held several posts in the party whip's office (1951-55) before becoming government chief whip and parliamentary secretary to the treasury (1955-59), He was minister of Labour (1959-60) that led the Tory government as prime minister between 1970 and 1974, and was responsible for bringing Britain into what was then the European Economic Community before losing the leadership of the Conservative Party to Margaret Thatcher in 1975.

Sir Edward Heath, until his death was a Christian who loved to give out. Quoting former Labour Chancellor Roy Jenkins, a friend of Sir Edward, Mr. Tony Blair added: "He was a great lighthouse which stands there flashing out beams of light, indifferent to the waves which beat against him. He was also a member of several non-governmental organizations here in UK and beyond, his great Philanthropy earned him numerous awards during his lifetime. Sir Edward, the author writer of; Old World, New Horizons (1970), Music (1976), and British Approach to European Foreign Policy (1977).

This Bequest is for the support of your Christian activities, humanitarian services and help to the less privileged in your local community and country.

As a member of the Board of Trustees and executors of this estate, I wish to inform you that the (will) was read at the Probate Division of Her Majesty's Royal Crown Court on August 29, 2007 in line with the provisions of the British inheritance laws. Please if I reach you as I am hopeful, endeavor to get back to me as soon as possible to enable the lawyer executing the (Will) conclude his job. You should forward along your telephone and fax numbers including your present mailing address.

I look forward to hearing from you soon.

Fraternally in Christ,

Rev. Father Seán Carroll

Priests of the Parish

Fr Seán Carroll (Parish Priest)

Fr David Barrow

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 03:52

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eitt atriði sem menn ættu að hafa í huga í þessari umræðu um uppfræðslu um kristna trú:

Prestur einn sem ég þekki, góður maður, benti á að viðvera barna í skólum hefur aukist, en að sama skapi hefur tíminn sem foreldrar hafa með börnum sínum, dregist saman, vegna aukins vinnuálags.

Að kasta kristni út úr skólum myndi þannig verða til að líkur á að börn fræddust um okkar kristna arf minnkuðu til muna.

Theódór Norðkvist, 11.12.2007 kl. 12:01

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Að kasta kristni út úr skólum myndi þannig verða til að líkur á að börn fræddust um okkar kristna arf minnkuðu til muna."

Það er ekki verið að kennslu um "kristni úr skólunum", það er verið að kasta boðun "kristni úr skólunum".  Börnin munu áfram fræðast.

Furðulegt hvað margir geta ekki gert greinarmun á þessu.

Matthías Ásgeirsson, 11.12.2007 kl. 13:51

21 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Blessaður Jens og velkominn aftur á bloggið Ég las einhverja færslu frá þér þar sem þú varst í siglingum í annarri heimsálfu. En allavega er ég algjörlega sammála þínum pistli, og bendi þér á pistil  sem ég er með í gangi um Skólaljóðin og Siðmennt

En gangi þér vel í siglingunum og bið ég Guð um að veita þér og skipinu þínu blessun og vernd

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.12.2007 kl. 15:20

22 identicon

Sæll Jens. Þetta bréf sem þú last hjá Guðrún barst mér fyrir helgi í tölvupóst. Ég var sjálf búin að senda þetta bréf út og súður 2002. Veit ekki hver þýddi það en fékk staðfestingu að þessi frásögn var á síðunni hennar Anne Graham. Set bréfið hér fyrir neðan því ég sé ekkert e-mail. Þetta bréf segir allt sem þarf. Guð blessi þig. Kær kveðja. Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Umhugsunarvert

Anne Graham, dóttir Billy Graham, var í viðtali í morgunnþætti Jane Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center.  Jane Clayson spurði hana. "Hvernig gat Guð leyft þessu að  gerast?"

 Og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt...; "Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er "heiðursmaður" þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega stígið til hliðar. Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við krefjumst þess að hann láti okkur í friði? " Í ljósi liðanna atburða... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...

Ég held að þetta hafi einmitt byrjað þegar Madeline Murray O ' Hare ( sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu ) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum : "Allt í lagi." Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum. Biblíuna sem segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum "Allt í lagi." Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu : " Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum vissulega ekki verða lögsótt. " ( Það er stór munur á ögun og snertingu barnsmíðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv. ) Og við sögðum :  "Allt í lagi."

Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: " Það skiptir ekki málið hvað við gerum í okkar einkalífi svo framalega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: " Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar gerir, þar á meðal forsetinn gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: "Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti ( ljótu orðbragði ), ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, eiturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við sögðum :


"Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og þið viljið." Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa enga samvisku, og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu, og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga, skólafélaga sína, og sig sjálf. Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við "UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM." "Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki  litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? " Einlægur og áhyggjufullur nemandi.... OG SVARIÐ:

"Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt inn í skólana. " Yðar einlægur, Guð. Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið út Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis. Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við efumst um það sem stendur í Biblíunni.

Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framalega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja, eða gera neitt sem Biblían segir.
Skrítið hvernig sumir geta sagt: "Ég trúi á Guð" en samt fylgt Satan, (sem "trúir" að vísu líka á Guð ).

Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd.
Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir berast um eins og eldur í sinu, en þegar þú ferð að senda tölvupóst þar sem talað er um Drottinn, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það sendir hann áfram.
Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð niður í skólum og vinnustöðum.

Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á Sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir lifir vikunnar.
Hlærðu?
Skrítið hvernig þú ferð að framsenda þennan póst, þá sendir þú hann ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki viss um hverju þeir trúa, eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að senda sér þennan póst.
Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur hvað öðru fólki finnst um mig heldur en hvað Guði finnst um mig.

Hefur þetta fengið þig til að hugsa?

Ef þér finnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki, hentu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir þessum hugsunum frá þér, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því í hversu slæmum málum heimurinn er !

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:25

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Á heimasíðu Siðmenntar er þetta að finna, orðrétt:

Hér að neðan birtum við þau atriði sem teljast til trúarathafna og tilheyra EKKI skólastarfi samkvæmt áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna:

- að læra og fara með bænir
- að syngja sálma og trúarleg lög
- að taka þátt í trúarathöfnum
- að fara í skoðunarferðir í kirkjur
- hverskonar trúarlegar yfirlýsingar
- lita eða teikna trúarlegar myndir
- þátttaka í helgileikjum

Þetta er allt iðkun kristni. Að banna þetta í skólum jafngildir því að banna kristni.

Theódór Norðkvist, 11.12.2007 kl. 18:16

24 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þakka þér fyrir bréfið Rósa gaman að heyra frá þér.

Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 18:38

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Theódór, þú segir...

"Þetta er allt iðkun kristni. Að banna þetta í skólum jafngildir því að banna kristni. "

 Þetta er því miður alls ekki sannleikanum sannkvæmt, en kannski skiptir sannleikurinn ekki máli?

Má ég pent benda á allar kristnu kirkjur landsins og að fólk iðkar trú utan skólanna? Það er ekki bannað! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 18:49

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Anna, ekki rugla saman trúariðkun fullorðins fólks við uppfræðslu og menntun barna.

Ég er að benda á að þessi upptalning sem Siðmennt vill út úr skólunum, er iðkun kristinnar trúar, en jafnframt hluti af því að fræða börn um kristilegar rætur sínar.

Að hvaða leyti er það sem ég sagði ekki sannleikanum samkvæmt?

Theódór Norðkvist, 11.12.2007 kl. 19:01

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Theódór...þetta er ósatt!

"Að banna þetta í skólum jafngildir því að banna kristni. "

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:03

28 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...annars er ég er nú svo alsæl með stefnu Siðmenntar í málefnum skólanna (vil reyndar ganga lengra) að ÉG SKRÁÐI MIG Í SIÐMENNT Í GÆR...öll þessi umræða hefur verið frábær og frábært að svona samtök séu til, nóg er nú af hinu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:18

29 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Theódór,

"Þetta er allt iðkun kristni. Að banna þetta í skólum jafngildir því að banna kristni."

Kristni og það að vera kristinn tilheyrir einkalífi fólks og börn eru líka fólk. Það væri engan veginn verið að banna neinum að vera kristinn þó þessum hlutum yrði sleppt úr skólastarfinu. Ég er reyndar sammála fyrri hluta setningarinnar, þetta er iðkun kristni, en það að láta börn iðka kristni í opinberum skólum er að mínu mati lúmskt trúboð. Að banna þetta í skólum jafngildir því að banna trúboð í skólum, og ég er fylgjandi því.

En ég get engan vegin samþykkt það sem mér virðist þú vera að segja, að iðkun sé það sama og fræðsla. Það er engan veginn nauðsynlegt að iðka hluti til að fræðast um þá.

Ari Björn Sigurðsson, 11.12.2007 kl. 21:56

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta sem Siðmennt telur upp og túlkar einhvert áit Mannréttindanefndar SÞ þannig að verði að kasta út úr skólum er að læra og fara með bænir, syngja sálma, að fara í skoðunarferðir í kirkjur, lita eða teikna trúarlegar myndir og þátttaka í helgileikjum.

Allt er þetta hluti af kristilegri iðkun, en líka hluti af menningararfi okkar Íslendinga.

Í 14. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. Í 29. gr. segir að menntun barna skuli m.a. beinast að því að:

Móta með því virðingu fyrir foreldrum þess, menningarlegri arfleifð þess, tungu og gildismati, þjóðernislegum gildum þess lands er það býr í og þess er það kann að vera upprunnið frá...

Ég get ekki séð betur en að það sé brot á barnasáttmála SÞ að meina alla framangreinda trúarþætti í skólum. Hvernig eiga börn að læra að meta kristilegan menningargrunn þjóðarinnar án þess að syngja sálma, læra bænir o.s.frv., ef það er hluti af þeim sama grunni?

Theódór Norðkvist, 11.12.2007 kl. 23:42

31 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Hvernig eiga börn að læra að meta kristilegan menningargrunn þjóðarinnar án þess að syngja sálma, læra bænir o.s.frv., ef það er hluti af þeim sama grunni?"

Á sama hátt og þau læra um aðra hluta menningararfs okkar eins og t.d. heiðni og fornsögurnar, með því að lesa kennslubækur,  og hlusta á útskýringar kennaranns o.s.frv.

Ari Björn Sigurðsson, 11.12.2007 kl. 23:52

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sömuleiðis læra börnin þá badminton með því að lesa ævisögu Brodda Kristjánssonar og fiðluleik með því að lesa ævisögu Sigrúnar Eðvaldsdóttur?

Áttu við að það eigi bara að mega kenna í skólum: "Á 20. og 21. öldinni sungu menn sálminn "Heims um ból" en það sé síðan mannréttindabrot að fá börn til að syngja hann?

Gerirðu þér grein fyrir því á hvaða villigötur þú ert kominn með málflutning þinn? Hvernig er hægt að læra að bera virðingu fyrir menningargrunn sem er bannaður? 

Theódór Norðkvist, 12.12.2007 kl. 00:19

33 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Nei, það er ekki hægt að læra tæknilega krefjandi íþróttir eða hljóðfæraleik einungis af bókum, þetta er útúrsnúningur.

Ég er nú persónulega ekkert fanatískur á þetta að banna söngtexta þó minnst sé á einhverja guði í þeim, en að láta börnin fara með bænir og taka þátt í trúarathöfnum hefur ekkert með fræðslu að gera, það er innræting.

Og nei, mér finnst ég ekki vera á neinum villigötum, en við erum greinilega ekki sammála um þetta,  ég get alveg borið virðingu fyrir hlutum sem ég stunda ekki sjálfur.

Ari Björn Sigurðsson, 12.12.2007 kl. 00:44

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það má ekki banna menningargrunn á neinn hátt, en það er ekki nauðsynlegt að blóta þegar kennt er að Ásatrú hafi verið iðkuð við landnám og langt fram eftir öldum (er reyndar enn).  Sama gildir um kaþólskuna (sem hefur reyndar ríkt lengur á Íslandi en Lútherskan) og svo síðast lútherskuna.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 11:19

35 identicon

Við eigum að bera þá virðingu fyrir börnum að kenna þeim um trúarbrögð og trúleysi.Kenna þeim að virða trú eða trúleysi annara. Semsagt umburðarlyndi. Gera þeim kleift að taka sjálf afstöðu.Prestar eiga ekkert erindi inn í skólastarfið. Ég fæ ekki séð að kirkjan sýni mikið umburðarlyndi td gagnvart samkynhneigðum.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband