Færsluflokkur: Bloggar

Spillingin aukaatriði.

thorgerdur-katrin-gunnarsdottirEru sjálfstæðismenn gjörsamlega búnir að tapa sér ?

Hvað eru flokksmenn að hugsa með því að samþykkja hana enn á ný sem varaformann flokksins ?

Þorgerður Katrín talar um kynslóðaskipti í flokknum og um mikinn hreinsunareld, og nú komi ný forusta sem mun skapa traust til frambúðar.

Ný stjórn!!! Þorgerður varst þú ekki í síðustu stjórn flokksins ?

Sjálfstæðisflokkurinn er með 24% fylgi núna í síðustu skoðanakönnun sem þýðir að flokkurinn fær 17 þingmenn en hann var með eftir síðustu kosningar 25 menn, hann er að tapa 8 mönnum.

Þorgerður Katrín á mikinn þátt í þessum trúnaðarbresti sem hefur orðið á milliþjóðarinnar og flokksins. Til að mynda hvar eru þessar 500.000 millur sem teknar voru að láni hjá kaupþingi af henni og eiginmanni hennar hversvegna er það mál ekki komið upp á borðið ? Enginn er búinn að gleyma þegar frúin snobbaði til Kína með fríðu föruneyti ekki einu sinni nei heldur tvisvar, og það var enginn smá peningur sem fór í þetta bruðl hennar.

Því miður virðist sem að spilling sé orðið aukaatriði hjá sjálfstæðisflokknum, svo framalega að það sé kona í varaformannsætinu.

 


mbl.is Skattmann er mættur aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafísinn er kominn inn í höfn.

Í morgun var hafís kominn inn í höfnina hjá okkur.

Ég setti inn fleiri myndir í albúmið merkt hafís í Harbour Grace.

027 028 025 042 045 034


Hér mátti litlu muna.

27. febrúar árið 2003 kom Andvari til hafnar í Harbour Grace á Newfoundland eftir veiðiferð á Flæmska hattinum, báturinn lenti í mikilli ísingu á landleiðinni eins og sést vel á þessum myndum.

Við aðstæður sem þessar er mikill hætta á ferðinni.

Ég setti inn fleiri myndir af þessu inn í albúmið merkt MIKIL ÍSING.

 DSC01171 DSC01172 DSC01190 DSC01193


Börn og dýr.

 Hér koma nokkrar skemmtilegar myndir af börnum og dýrum.

tr h x t e j ww ss lec k pf o 


Nú er ekki hægt að kenna Davíð um.

256px-Seðlabanki_Íslands.svgJæja þá er loksins búið að lækka stýrivextina já og um heilt 1% og eru þeir núna 17%. Síðast var stýrivöxtunum breytt þann 28 október síðastliðinn.

Hvar er nú liðið sem var að úthrópa Davíð ?

Nú  er komin vinstristjórn eins og svo margir þráðu, og heilög Jóhanna taldi það vera patentlausn að henda Davíð úr Seðlabankanum, og þá yrði allt miklu betra, en hvað er betra, er Seðlabankinn að gera eitthvað annað en Davíð var að gera ?

Við vitum öll að það er ekkert hægt að keyra niður vextina einn tveir og þrír. Við erum í alvarlegri gjaldeyriskreppu með handónýtan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í kreppu þolir ekki neikvæða raunvexti svo vextirnir þurfa að elta verðbólguna niður og það tekur tíma. 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrópagemlingar.

big-Alingi_jpg_340x600_q95Það er með ólíkindum að Forseti Alþingis þurfi að beina því til formanna þingflokkana að þeir hafi aga á sínu liði. Eru þetta smákrakkar eða hvað ?

Það er orðið ansi hart ef Forsetinn þarf að hafa kladda og skrá inn í upphafi þingfundar hvaða þingmenn eru mættir til starfa. En mér sýnist að hjá því verði ekki komist. Og svo ætti að birta á síðu Alþingis hvernig menn hafa mætt á þingfundi, þá getur þjóðin séð hverjir eru mestu skrópagemlingarnir.

Þetta hátterni þingmanna er mikil vanvirðing við þjóðina og hið háa Alþingi.


mbl.is Þingmenn mæta illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið á bryggjunni.

Ég var að þvælast á bryggjunni í  dag eins og venjulega, og tók ég nokkrar myndir i góða veðrinu. Rækjutogarinn Atlantic Enterprise var kominn inn til löndunar, og nóg var að gera hjá smábáta körlunum sem voru að dytta að hinu og þessu.

002 001 003 004 005 006 007 008 009 010


Engin siðferðleg stefnumörkun.

7b0d3fd98c63262f678658959f074d7e_300x225Er hægt að ætlast til að fólk beri mikið traust til dómstólanna á Íslandi eftir þennan gjörning Héraðsdóms Reykjavíkur að skipa lögmann lögmannstofunnar LOGOS sem skiptastjóra í stærsta gjaldþroti Íslandsögunnar ?

Lögmannstofan hefur unnið margvísleg störf fyrir Baug sem og önnur fyrirtæki og einstæklinga tengd Baugi.

Annað er líka nokkuð skondið með þennan lögmann það er að hann og konan hans höfðu verið skráð saman í húsinu sínu í 10 ár. En fyrir tilviljun skráði maðurinn húsið alfarið á konuna á síðustu metrunum fyrir bankahrunið. HEPPINN.

Maður bara spyr sig, er virkilega engin siðferðileg stefnumörkun hjá hinu opinbera ?


mbl.is Víðtæk tengsl við Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta sanngjarnt ?

icelandickrona_ipaHugmynd Tryggva Þórs er ansi brött en kannski er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag.

En hvað með sanngirnina ?

Jón og Gunnar vinna á sama vinnustað og hafa sömu laun og greiða sömu skattana af sínum launum.

Jón eyddi úr hófi fram á síðustu árum, hann keypti sér stórt hús á margföldu yfirverði eins og svo margir aðrir gerðu. Og auðvitað varð hann að kaupa sér jeppa líka og hjólhýsi til að hengja aftan í hann. Þannig er hann búinn að skella sér í 50 miljóna skuld en Tryggvi vill lækka hana um 10 miljónir þannig að eftir standa 40 miljónir.

En Gunnar vinnufélagi Jóns var skynsamur og datt ekki í hug að versla sér íbúð á yfirverði og hvað þá að fara að kaupa bíl á brjálæðislegum bílalánum. Nei hann lét ekki glepjast af öllum þessum gylliboðum sem voru í gangi, heldur fór hann vel með sína aura.

Er það réttlætanlegt að þeir sem voru skynsamir eigi að borga niður húsin og jeppana fyrir þá sem eyddu úr hófi fram ?

Er réttlætanlegt að veðlauna menn fyrir óhófið ?

 


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir.

Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í albúmið merkt Newfoundland.

Hér er smá sýnishorn.

014 019

027 008

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband