Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2009 | 23:28
X-D
Traust efnahagsstjórn undirstaða velfarnaðar.
Þetta er eitt af því sem við erum nokkuð örugg með ef við kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Þetta var aðal slagorð spjallanna fyrir síðustu kosningar,,, já og hvernig gekk ? Jú ekkert smá vel í þeirra augum.
Sjálfstæðisflokkurinn gerir vel við sína.
Vinir og velunnarar Sjálfstæðisflokksins eiga sjóinn og allt sem í honum er. Ekki nóg með það flokkurinn á dómstólana líka og það er ekkert smá.
Sjálfstæðisflokkurinn er góður við alla sem minna mega sín. Alveg sérstaklega gamalmenni, öryrkja, barnafólk og ég tala nú ekki um verkalýðinn. Og í því ljósi mun sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að auka skattbyrgði á lágar og millitekjur. Eins mun flokkurinn gera allt sem hann getur til að skerða bætur öryrkja og ellilaun, eins er flokknum mikið í mun að hækka lyf til muna, eins þarf að rukka mun meira fyrir læknisþjónustu en áður hefur verið gert.
Flokkurinn mun koma lögfræðingum til aðstoðar og gera þeim kleift að ráðast með hörku á óbreyttan almúgann í innheimtu aðgerðum. En bara almúgann.
Ef flokkurinn kemst aftur til valda er mjög mikilvægt að hann fari með fjármálin. Enda hefur enginn flokkur verið með eins opið, heiðarlegt og fullkomið heimilisbókhald og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft til langs tíma.FL hvað.
Sjálfstæðismenn halda því fram að allir séu jafnir nema sumir eru jafnari en aðrir.
Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og höldum þannig við stöðugu SIÐLEYSI, SPILLINGU og VALDHROKA. Jú hvað er betra en stöðuleikinn ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2009 | 16:22
Ekki benda á mig.
Þessi yfirlýsing Guðlaugs er ansi skondin eiginlega bráðfyndin.
Guðlaugur segist ekkert vita, en segist samt hafa hvatt nokkra aðila til að ganga í verkið. Heldur Guðlaugur virkilega að hann komist svona auðveldlega frá drullunni ?
Hvað er eiginlega að í þessum blessaða flokki engin þykist vita neitt um fjármál flokksins, maður spyr sig er kannski ekkert bókhald ? Jú auðvitað er bókhald þar. Og það vita allir að framkvæmdastjóri, Fjármálastjórn flokksins, Formaður og varaformaðurinn vissu vel um þessa styrki, að halda öðru fram er hauga lygi.
Siðblindan er og hefur verið svakaleg í þessum stjórnmálaflokki, og sennilega á hún sér enga hliðstæðu í hinum stóra heimi. Og alveg er stórmerkilegt að fólk skuli vilja þetta lið áfram á þing. Þessir stjórnmálamenn hafa verið að þiggja nammi hjá stórfyrirtækjum og hvað fá fyrirtækin í staðin. Fór ekki Þorgerður Katrín í lúxus veiðiferð í boði Kaupþings í Norðurá í Júlí 2007 ? Og svo vita nú allir um stóra kúlulánið sem spillingar frúin fékk frá sömu aðilum. Hvaða heiðarlegur þingmaður í siðmenntuðu landi þiggur slíkt ?
Jú rifjum þetta aðeins upp.
Vísir, 20. ágú. 2008 11:32
Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls
Skömmu áður en vinna við fyrirhugaðan samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) hófst fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs.
Veiðiferðin var farin 11 - 14 ágúst í fyrra, einum og hálfum mánuði áður en fundargerðir Orkuveitunnar sýna fyrst hugmyndir um sameiningu REI og GGE.
Í ferðina fóru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og fyrrverandi sjónarformaður OR, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður OR og Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi varfaraformaður stjórnar OR og REI. Lárus Welding, forstjóra Glitnis var boðið í ferðina en hann boðaði forföll.
Fyrir hönd Baugs var Stefán H. Hilmarsson fjármálastjóri með í för. Baugur var á þessum tíma þriðji stærsti hluthafi FL Group, aðaleiganda GGE.
Rúmum mánuði eftir að veiðiferðinni lauk sjást fyrst merki í fundargerðum um hugmyndir um að sameina REI og GGE. Sú sameining varð hinsvegar aldrei að veruleika enda klofnaði borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna í málinu með þeim afleiðingum að fyrsti borgarstjórnarmeirihluti kjörtímabilsins sprakk.
Hin umrædda veiðiferð var farin í Miðfjarðará. Baugur tók frá tíu veiðileyfi í ánni og útvegaði mannskapnum sjö leiðsögumenn. Veiðileyfi í Miðfjarðará eru ein þau dýrustu á landinu.
Eiginkonum Guðlaugs Þórs, Vilhjálms Þ. og Björns Inga var einnig boðið í ferðina og þáðu þær það boð. Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs, veiddi til að mynda sinn fyrsta lax á flugu í ferðinni.
Þetta er alveg magnaður andskoti.
Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín eru eru sennilega sóðalegustu spillingardæmin í sjálfstæðisflokknum. Og það er með ólíkindum hvað siðblindan nær tökum á hinum almenna flokksmanni því þessir berserkir eru enn í efstu sætum til þings. En Þorgerður tekur þetta bara með 7 hægri og málið er dautt.
En eins og Álftarnestrúðurinn sagði hér um árið "YOU AIN´T SEEN NOTHING YET" Ég er hræddur um að það sé rétt og margt eigi enn eftir að koma upp úr drullupollinum.
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2009 | 00:10
Flottir saman vinirnir.
Þannig var að Davíð Oddson var á gangi í miðbænum og hitti þar á förnum vegi Lalla Johns og tóku þeir tal saman eins og þeir eru vanir.
Áður en þeir kveðjast þá spyr Lalli Davíð hvort hann geti séð af 5oo krónum svona upp á kunningsskapinn og segir Davíð það ekki málið og fer í vasa sinn og dregur upp 5000 kr og réttir Lalla.
Lalli varð hugsi stutta stund og segir svo, Davíð minn ekki skal mig undra þótt allt sé eins og það er í dag ef þú gerir ekki greinarmun á 500 kr og 5000 kr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2009 | 19:51
Álfur út úr hól.
Foringinn.
Davíð Oddsson er ræðusnillingur svo mikið er víst og það verður ekki af honum tekið. Hann flutti alveg magnaða ræðu á landsfundi Sjálfstæðismanna um síðustu helgi, sú ræða á eftir að verða klassík er fram líða stundir. Hann sagði meðal annars að Jóhanna Sigurðar væri eins og álfur út úr hól, og líkti sjálfum sér við sjálfan Jesú Krist.
Kveðskapur frægasta flakkara Íslandsögunar meistara Sölva Helgasonar á vel við eftir ræðu Davíðs.
Ég er gull og gersemi,
gimsteinn elskuríkur,
ég er djásn og dýrmæti,
Drottni sjálfum líkur.
Enn svona í alvöru, hver er eins og álfur út úr hól ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.4.2009 | 15:38
Á fáránleikinn sér engin takmörk ?
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann. Sagði Jón Hreggviðsson, þessi orð sögupersónunnar eiga svo sannarlega vel við núna.
Nú virðis sem FME hafi loksins fundið sökudólga og nú skal koma hyskinu á bak við lás og slá sem allra fyrst.
Glæpamennirnir eru blaðamenn Morgunblaðsins þau Agnes Bragadóttir og Þorbjörn Þórðarson. Glæpirnir eru þeir að Agnes sagði þjóðinni SANNLEIKANN um spillinguna í grein sem hún skrifaði þann 23 nóv 2008. Greinin " Sjónarspil og sýndarleikir Glitnis og FL" fjallaði um félagið Stím. Glæpur Þorbjörns var grein sem var birt þann 7 mars síðastliðinn og nefnist "500 miljarðar til eiganda". Glæpurinn hjá þessum ágætu blaðamönnum er sá að koma sannleiks upplýsingum til þjóðarinnar um þá brjálæðislegu spillingu sem hér hefur átt sér stað.
Hver braut leynd og hver braut ekki leynd ?
Ég vil meina að glæpurinn er hjá Bönkunum og FME þessir aðilar brutu bankaleyndina. Hvernig þá ? Jú þeir leyndu almenningi, stjórnvöldum, innlendum og erlendum stofnunum um efnahagslegan styrk bankanna og ég tala nú ekki um siðferðið sem þar tíðkaðist. Þessar bankaleyndir hafa verndað auðhringa, spillta stjórnmála og embættismenn sem hafa rænt og svikið sína eigin þjóð og einnig nágranna þjóðir okkar.
Á fáránleikinn sér engin takmörk ?
Í staðinn fyrir að hrósa þessum blaðamönnum fyrir upplýsa þjóðina um skítinn, þá finnst FME best að senda þessa hugrökku blaðamenn austur fyrir fjall að búa til númeraplötur í nokkur ár á Hrauninu.
Þessir hugrökku blaðamenn eru í vinnu við að upplýsa okkur um hvað sé að gerast í þjóðfélaginu okkar og heiminum öllum. Og það er undarlegt samfélag sem sendir fólk í steininn fyrir að upplýsa um stórglæpi sem eru framdir í samfélaginu. Við verðum öll sem einn að standa vörð um réttlætið og passa upp á að sendiboðinn verði ekki hengdur eins og á að gera í þessu tilfelli. Hengjum frekar þann sem fremur glæpinn.
Það verður fróðlegt að sjá þessa svo kölluðu Hvítbók.
![]() |
Brutu þau bankaleynd? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2009 | 12:54
Fínt að vera gangster á Íslandi í dag.
Það var hörmulegt að horfa á Ísland í dag á Stöð tvö í gær. Maður getur ekki með nokkru móti skilið hvað er í gangi á þeim bænum.
Það virðist vera orðið fínt í þeirra augum að vera GANGSTER á Íslandi í dag miðað við glansmyndina sem dregin var upp af Björgólfi Thor Björgólfssyni í þættinum. Hreinsanirnar þær sem hafa gengið undanfarin misseri á starfsmannahaldi stöðvar tvö eru greinilega að virka og hljóta eigendurnir að vera mjög glaðir með árangurinn, nú eru þeim sem stærstu ábyrgðina bera á hruni efnahagskerfis Íslands ekki lengur gagnrýndir heldur hampað sem hetjum og dýrlingum.
Maðurinn á bak við Icesave orðin dýrlingur er þetta Ísland í dag ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2009 | 16:57
Svikamilla Björgólfsfeðga.
- Samson ehf
- Samson global holding
- opal glopal invest
- Bell glopal
- Grettir ehf
- Árvakur
- Eimskip
- Icelandic group.
Þessi Fyrirtæki í eigu feðgana eiga kröfur í hvert öðru, það er auðvitað verið að torvelda að hægt sé að rekja viðskiptin og sjá hvar peningarnir enda för sína.
Vonandi tekst Evu Joly að koma böndum á þessa menn sem fyrst. Þessi Blekkingarvefur feðgana er ótrúlegur.
![]() |
Dapurlegar fréttir af Samson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.3.2009 | 05:03
þjófnaðarkapitalismi Framsóknar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sat fyrir svörum á morgunvaktinni á rás 1 í gær. Og var völlur á kalli eins og ævinlega, skemmtilegur karakter hann Simmi ég held að hann slái Ladda við í skemmtilegheitum.
Hann lýsti því yfir að hann væri alveg að missa þolinmæðina gagnvart minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Og taldi að það væri ekki heillavænleg að þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu eftir kosningar. (ekki alvitlaus).
Síðan baðst karlinn afsökunar fyrir hönd Framsóknarflokksins á því hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna.
Ég held að ef Framsóknarflokkurinn ætlar að fara að biðjast afsökunar á misgjörðum sínum gegnum tíðina þá entist þeim ekki dagurinn til þess.
En Sigmundur stígur fram og biðst afsökunar á þjófnaðarkapítalismanum sem Framsókn hefur haft að leiðarljósi undanfarin ár. GOTT OG VEL. Einkavæðing bankanna var rosalegur gjörningur og sennilega einn mesti glæpur Íslandsögunnar.Í þeim ljóta gjörningi lenti Kaupþing í höndunum á nokkrum Framsóknarhetjum. Finnur Gráðugi Ingólfsson var arkitekt spillingarhóps er kenndi sig við bókstafinn S, og höfðingi hópsins var og er Ólafur Tort Ólafsson. þessir töffarar fengu prímadonnuna Völu Sverris til liðs við sig því Vala var á þessum tíma Bankamálaráðherra, Já og Vala var betri en engin og ESS liðið fékk bankann á röngum forsendum.
En Sigmundur hvers vegna minnist þú ekkert á sjóð sem kallast Gift ? Þar fóru nokkrir frammámenn í Framsókn hamförum og stálu 30 miljörðum frá fólkinu í landinu.
Eins 90% íbúðarlánin sem flokkurinn barðist fyrir og kom í gegn, Þessi gjörningur varð til þess að einhver mesta þensla fyrr og síðar varð til í landinu, og margir hentu sér útí flottræfilshátt og við vitum nú hvernig staðan er.
Svo væri gaman að vita hvað Sigmundi finnst um ferlið þegar sumir eignuðust Kögun sem var eign ríkisins fyrir smáaura.
Eitt er víst að hann er djúpur drullupollurinn sem Framsóknarflokkurinn hefur búið til á undanförnum árum. Ég held að það verði aldrei nóg að biðjast afsökunar á þessum glæpum sem voru framdir það verður að draga gerendur til ábyrgðar og láta lög þessa lands dæma þá ranglátu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2009 | 17:33
Góðar fréttir.
Jæja þá hefur Margeir Pétursson eignast SPRON.
Þetta eru vonandi góðar fréttir, sérstaklega að með þessu er verið að tryggja að minnsta kosti 45 störf sem er alveg frábært, ekki veitir af. Og það er ánægjulegt að útibúin á Skólavörðuholtinu, í Borgartúni og á Seltjarnarnesinu verða opin. Búið var að færa allar innistæður í SPRON hreppaflutningum yfir til Kaupþings, nú er bara að koma peningunum yfir í SPRON aftur.
Margir aðilar vildu taka yfir eignir SPRON og vonandi verður valið á MP banka til heilla fyrir SPRON og viðskiptavini sem og starfsfólkið. En ég var nú samt að vona að Færeyja banki fengi pakkann.
![]() |
MP banki eignast SPRON |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2009 | 03:26
Skyri formaður bullar og bullar.
Hvað er Bjarni að bulla ?
Bjarni talar um að ný kynslóð sé tekin við stjórnartaumunum hjá Sjálfstæðisflokknum og henni sé treyst til verks.
Er Þorgerður Katrín í þessari nýju kynslóð ? Ég veit ekki betur en að Þorgerður Katrín hafi verið varaformaður flokksins undan farin ár. Og svo mikið er víst þó svo flokkurinn treysti henni þá gerið stór hluti þjóðarinnar það ekki. Ég er gáttaður á því að landsfundurinn hafi ekki farið fram á að hún kæmi með skýringar á kúluláninu sem þau hjónin tóku hjá Kaupþingi, og upplýsi okkur um hvort þau borgi lánið eða þjóðin.
Bjarni er komin af þessari svo kallaðri frjálshyggju kynslóð sem setti landið okkar á hausinn. Er það kynslóðin sem bjargar hlutunum ? Ísland hefur farið mjög flatt á þessari ungliða dýrkun, ungliðarnir settu landið á hliðina. Hverjir muna ekki eftir litlu strákunum í bankastjórastólunum og litlu víkingunum. Er þetta liðið sem SKYRI FORMAÐUR á við ?
Ég held að það hefði verið nær að kalla til eldri og reyndari menn til að leiða þjóðina út úr þessum þrengingum. Samfylkingin velur löggillt gamalmenni til forustu og VG er ekkert að yngja upp. Það eru hefðir fyrir því í Evrópu að stjórnmálamenn sem voru sestir í helgan stein voru kallaðir til á erfiðum tímum, dæmi um það eru Adenauer í Þýskalandi, Churchill í Bretlandi og De Gaulle í Frakklandi.
Ég held að Sjálfstæðisflokkunin hafi dæmt sig í stjórnarandstöðu með því að samþykkja Þorgerði Katrínu sem varaformann, en ég vona að Skyri komi til með að standa sig vel sem formaður en hann verður að hætta þessu bulli með þetta kynslóðar kjaftæði.
![]() |
Nýrri kynslóð treyst til verks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)