Nú er ekki hægt að kenna Davíð um.

256px-Seðlabanki_Íslands.svgJæja þá er loksins búið að lækka stýrivextina já og um heilt 1% og eru þeir núna 17%. Síðast var stýrivöxtunum breytt þann 28 október síðastliðinn.

Hvar er nú liðið sem var að úthrópa Davíð ?

Nú  er komin vinstristjórn eins og svo margir þráðu, og heilög Jóhanna taldi það vera patentlausn að henda Davíð úr Seðlabankanum, og þá yrði allt miklu betra, en hvað er betra, er Seðlabankinn að gera eitthvað annað en Davíð var að gera ?

Við vitum öll að það er ekkert hægt að keyra niður vextina einn tveir og þrír. Við erum í alvarlegri gjaldeyriskreppu með handónýtan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í kreppu þolir ekki neikvæða raunvexti svo vextirnir þurfa að elta verðbólguna niður og það tekur tíma. 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband