Er þetta sanngjarnt ?

icelandickrona_ipaHugmynd Tryggva Þórs er ansi brött en kannski er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag.

En hvað með sanngirnina ?

Jón og Gunnar vinna á sama vinnustað og hafa sömu laun og greiða sömu skattana af sínum launum.

Jón eyddi úr hófi fram á síðustu árum, hann keypti sér stórt hús á margföldu yfirverði eins og svo margir aðrir gerðu. Og auðvitað varð hann að kaupa sér jeppa líka og hjólhýsi til að hengja aftan í hann. Þannig er hann búinn að skella sér í 50 miljóna skuld en Tryggvi vill lækka hana um 10 miljónir þannig að eftir standa 40 miljónir.

En Gunnar vinnufélagi Jóns var skynsamur og datt ekki í hug að versla sér íbúð á yfirverði og hvað þá að fara að kaupa bíl á brjálæðislegum bílalánum. Nei hann lét ekki glepjast af öllum þessum gylliboðum sem voru í gangi, heldur fór hann vel með sína aura.

Er það réttlætanlegt að þeir sem voru skynsamir eigi að borga niður húsin og jeppana fyrir þá sem eyddu úr hófi fram ?

Er réttlætanlegt að veðlauna menn fyrir óhófið ?

 


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tel þessa hugmynd um 20% niðurfellingu skulda vera afspyrnu slæma. Þeir sem borga þessa niðurfellingu er væntanlega almenningur í gegn um ríkissjóð, eða bankana. Þá er enn eina ferðina verið að verðlauna skuldarana. Þar að auki er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) búinn að hafna þessu.

Til er mikið betri lausn , sem kemur öllu hagkerfinu til góða. Þetta er upptaka nýs innlends gjaldmiðils undir myntráði. Ef US Dollar er metinn á 90 Krónur í stað 112 Krónur, sem er núverandi gengi, erum við að keyra verðbólguna til baka um 20% (90/112= 80%).

Með þessu móti erum við að lækka um 20% allar skuldir sem eru gengistryggðar og vísitölutryggðar skuldir um eitthvað í áttina að 20%. Að auki getum við skilað mestu af lánum AGS og losnað við þann gríðarlega vaxtakosnað sem þau munu valda okkur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Nei það er ekki sanngjarnt en ég vil sjá niðurfellingu vísitölutryggðra lána. Ef eitthvað hefði hallað á bankana gegn lántakanda væri löngu búið að semja einher lög svo bankarnir myndu ekki tapa neinu en að lánin hækki um helming hjá almenningi á meðan launin standa í stað, lækka eða einstaklingarnir búnir að missa vinnuna er að sjálfsögðu út í Hróa Högg. Ég vona að einhver fari með svona mál fyrir mannréttindadómstólsins. Tek það fram að ég á engin svona lán sem betur fer.

Ferðalangar frá London komnir heim í snjóinn á Vopnafirði.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Loftur. Takk fyrir athugasemdina þína sem er athyglisverð.

Sæl Rósa. Já þetta er ekkert annað en óréttlæti ef þetta nær fram að ganga. Já sælir og glaðir eftir góða ferð.

Bestu Kveðjur og munið að ganga á Guðs vegum/Jenni

Jens Sigurjónsson, 17.3.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband