Hér mátti litlu muna.

27. febrúar árið 2003 kom Andvari til hafnar í Harbour Grace á Newfoundland eftir veiðiferð á Flæmska hattinum, báturinn lenti í mikilli ísingu á landleiðinni eins og sést vel á þessum myndum.

Við aðstæður sem þessar er mikill hætta á ferðinni.

Ég setti inn fleiri myndir af þessu inn í albúmið merkt MIKIL ÍSING.

 DSC01171 DSC01172 DSC01190 DSC01193


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jens.

Þetta eru magnaðar myndir,og maður segir nú bara.

 Hvar er þyngdarpunkturinn ?

,hinn almenni landkrabbi veit ekkert um hvað þetta snýst

hvað stutt er á milli lífs og dauða á höfunum í norðri !.

Takk fyrir myndbirtinguna og frásögnina

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Þórarinn.

Ég hef grun um að þyngdapunturinn GMT sé kominn talsvert upp yfir Andvara þarna, en það getur skeð að GMT sé ekki inn í skipinu og þá sérstaklega við aðstæður sem þessar, Skipin fluttu síldartunnurnar til okkar voru gott dæmi um að GMT fór langt upp úr skipunum.

Kveðja / Jenni.

Jens Sigurjónsson, 22.3.2009 kl. 18:33

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Við vitum að hásetarnir hafa þurft að höggva og höggva ís þegar skip hafa lent í svona mikilli ísingu svo að þau haldi áfram að fljóta.  Þetta er hrikalega flottar myndir, segir allt sem segja þarf.

Sniðugt að sjá brúnna. Skipstjórinn hefur átt í erfiðleikum með að sjá út. Hásetarnir hafa þurft að fara út að höggva ís frá gluggunum í brúnni. Svo er ein myndin þarna eins og úr íshelli. Var komin í huganum uppá hálendi Íslands í návist við jöklana. 

Hef séð þætti í sjónvarpi þar sem var verið að sýna frá skipum sem lentu í mikilli ísingu og voru þessi skip að sigla í Norður-Íshafi um miðja síðustu öld. Skipsverjar voru í mikilli lífshættu en dugnaðurinn og áræðni urðu til þess að skipsverjar komust allir heilir heim.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband