Börn og dýr.

 Hér koma nokkrar skemmtilegar myndir af börnum og dýrum.

tr h x t e j ww ss lec k pf o 


Nú er ekki hægt að kenna Davíð um.

256px-Seðlabanki_Íslands.svgJæja þá er loksins búið að lækka stýrivextina já og um heilt 1% og eru þeir núna 17%. Síðast var stýrivöxtunum breytt þann 28 október síðastliðinn.

Hvar er nú liðið sem var að úthrópa Davíð ?

Nú  er komin vinstristjórn eins og svo margir þráðu, og heilög Jóhanna taldi það vera patentlausn að henda Davíð úr Seðlabankanum, og þá yrði allt miklu betra, en hvað er betra, er Seðlabankinn að gera eitthvað annað en Davíð var að gera ?

Við vitum öll að það er ekkert hægt að keyra niður vextina einn tveir og þrír. Við erum í alvarlegri gjaldeyriskreppu með handónýtan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í kreppu þolir ekki neikvæða raunvexti svo vextirnir þurfa að elta verðbólguna niður og það tekur tíma. 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrópagemlingar.

big-Alingi_jpg_340x600_q95Það er með ólíkindum að Forseti Alþingis þurfi að beina því til formanna þingflokkana að þeir hafi aga á sínu liði. Eru þetta smákrakkar eða hvað ?

Það er orðið ansi hart ef Forsetinn þarf að hafa kladda og skrá inn í upphafi þingfundar hvaða þingmenn eru mættir til starfa. En mér sýnist að hjá því verði ekki komist. Og svo ætti að birta á síðu Alþingis hvernig menn hafa mætt á þingfundi, þá getur þjóðin séð hverjir eru mestu skrópagemlingarnir.

Þetta hátterni þingmanna er mikil vanvirðing við þjóðina og hið háa Alþingi.


mbl.is Þingmenn mæta illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið á bryggjunni.

Ég var að þvælast á bryggjunni í  dag eins og venjulega, og tók ég nokkrar myndir i góða veðrinu. Rækjutogarinn Atlantic Enterprise var kominn inn til löndunar, og nóg var að gera hjá smábáta körlunum sem voru að dytta að hinu og þessu.

002 001 003 004 005 006 007 008 009 010


Erfitt að fyrirgefa.

Það eru margir sem eru reiðir út í þá sem bera ábyrgðina á bankahruninu og þeirri óráðsíu sem hefur ríkt á landinu undanfarin ár, og er það ekkert skrítið, og sumt fólk á erfitt með að fyrirgefa og jafnvel sumir geta það bara alls ekki.

Þá er gott að lesa eitthvað gott. þennan texta fann í hinni stórgóðu bók "Ég hef augu mín til fjalla" sem er eftir Sigurbörn Þorkelsson. En ég bætti inn nokkrum myndum.

jesu2b

Pétur gekk til Jesú og spurði:

"Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum,
ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?"

Jesús svaraði:

"Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu og sjö sinnum.
Því að líkt er um himnaríki og konung,
sem vildi láta þjóna sína gjöra skil.
Hann hóf reikningsskilin, og var færður til hans maður,
er skuldaði tíu þúsund talentur.
Sá gat ekkert borgað, og bauð konungur þá,
að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum
og öllu, sem hann átti, til lúkningar skuldinni.
Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði:
"Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér allt."
Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann,
lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
Þegar þjónn þessi kom út, hitti hann einn samþjón sinn,
sem skuldaði honum hundrað denara.
Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði:
"Borga það, sem þú skuldar!"
Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann:
"Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér."
En hann vildi ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi,
uns hann hafði borgað skuldina.
Þegar samþjónar hans sáu, hvað orðið var,
urðu þeir mjög hryggir
og sögðu herra sínum allt, sem gjörst hafði.
Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann:
"Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig.
Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum,
eins og ég miskunnaði þér?"
Og konungurinn varð reiður og afhenti hann böðlunum,
uns hann hafði goldið allt, sem hann skuldaði honum.

Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður,
nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.
(Matteus 18:21-35)

Jesus-dies-on-cross-prose


Jesús sagði á krossinum:
Faðir fyrigef þeim,
því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
(Lúkas 23:34)


Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni,
heldur það eitt, sem er til uppbyggingar,
þar sem þörf gjörist,
til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.
Hryggið ekki Guðs heilaga anda,
sem þér eruð innsiglaðir með til endurlausnardagsins.
Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði,
hávaða og lastmæli
vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt.
Verið góðviljaðir hver við annan,
miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum,
eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.
(Efesusbréfið 4:29-32)

hug1

Verum góð við hvort annað og þá verður lífið miklu skemmtilegra.


Engin siðferðleg stefnumörkun.

7b0d3fd98c63262f678658959f074d7e_300x225Er hægt að ætlast til að fólk beri mikið traust til dómstólanna á Íslandi eftir þennan gjörning Héraðsdóms Reykjavíkur að skipa lögmann lögmannstofunnar LOGOS sem skiptastjóra í stærsta gjaldþroti Íslandsögunnar ?

Lögmannstofan hefur unnið margvísleg störf fyrir Baug sem og önnur fyrirtæki og einstæklinga tengd Baugi.

Annað er líka nokkuð skondið með þennan lögmann það er að hann og konan hans höfðu verið skráð saman í húsinu sínu í 10 ár. En fyrir tilviljun skráði maðurinn húsið alfarið á konuna á síðustu metrunum fyrir bankahrunið. HEPPINN.

Maður bara spyr sig, er virkilega engin siðferðileg stefnumörkun hjá hinu opinbera ?


mbl.is Víðtæk tengsl við Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta sanngjarnt ?

icelandickrona_ipaHugmynd Tryggva Þórs er ansi brött en kannski er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag.

En hvað með sanngirnina ?

Jón og Gunnar vinna á sama vinnustað og hafa sömu laun og greiða sömu skattana af sínum launum.

Jón eyddi úr hófi fram á síðustu árum, hann keypti sér stórt hús á margföldu yfirverði eins og svo margir aðrir gerðu. Og auðvitað varð hann að kaupa sér jeppa líka og hjólhýsi til að hengja aftan í hann. Þannig er hann búinn að skella sér í 50 miljóna skuld en Tryggvi vill lækka hana um 10 miljónir þannig að eftir standa 40 miljónir.

En Gunnar vinnufélagi Jóns var skynsamur og datt ekki í hug að versla sér íbúð á yfirverði og hvað þá að fara að kaupa bíl á brjálæðislegum bílalánum. Nei hann lét ekki glepjast af öllum þessum gylliboðum sem voru í gangi, heldur fór hann vel með sína aura.

Er það réttlætanlegt að þeir sem voru skynsamir eigi að borga niður húsin og jeppana fyrir þá sem eyddu úr hófi fram ?

Er réttlætanlegt að veðlauna menn fyrir óhófið ?

 


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir.

Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í albúmið merkt Newfoundland.

Hér er smá sýnishorn.

014 019

027 008

 


Gideon fer á botninn.

Hér eru koma nokkrar myndir af Gideon þegar hann var að sökkva á Flæmska Hattinum.

GIDEON 342GIDEON 159

GIDEON 156GIDEON 158

GIDEON 338GIDEON 339

GIDEON 162GIDEON 163

Það koma fleiri myndir af þessum atburði í myndaalbúmið.

 

 


'A skíðum skemmti ég mér tralla tralla.

210px-Straumur.svgBjörgólfur Thor Björgólfsson hefur lítið sést hér á landi síðan bankarnir hrundu í haust. Hann hefur víst samkvæmt fréttum verið að leika sér á skíðum í Aspen sem er dýrasta skíðasvæði í heimi, það dugar ekkert minna fyrir þessa höfðingja.

Straumur fjárfestingabanki sem var að mestu í eigu Björgólfs Thor fór á hliðina á mánudaginn, það vantaði 18 miljónir evra í kassann til að bjarga bankanum, en því miður fengust engir peningar og því fór sem fór.

En nú spyrja margir, hvers vegna kom ekki Björgólfur Thor með sitt eigið fé og bjargaði bankanum ?

Björgólfur Thor virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því þótt bankinn yrði gjaldþrota og þjóðin sæti uppi með enn eina skuldasúpuna eftir hann.

En gat Bjöggi eitthvað gert ?

Hann var jú nokkrum dögum áður búinn að selja sinn hlut í Pólska símafélaginu Netia fyrir 158 millur evra. Ekki neinir smá peningar það og einungis smá brot hefði dugað fyrir Straum til að halda velli.

En ekki vildi strákurinn koma með peninga í Straum og sína smá snefil af ábyrgð nei ó nei, en þá er spurningin hvað gerði hann við þessa aura sem hann fékk fyrir Netia ?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband