Ribbaldar.

                                                                            getfile"Tími til að ég hvíli mig á Íslandi og Ísland á mér"

Þetta sagði Jón Geislabaugur í viðtali við vísi í dag, þetta er alveg mögnuð setning hjá kvikindinu.

Hann segir að þetta hafi engin áhrif á aðrar eignir fjölskyldunnar,þar á hann við húsasmiðjuna, Bónus, Hagkaup, Útilíf,Debenhams,10-11,365 miðlar og fleiri fyrirtæki sem komið var burt úr Baugi í tæka tíð þannig að fjölskyldan þurfi nú ekki að svelta.

Ríkið á auðvitað að taka öll þessi fyrirtæki eignarnámi og reikninganna á Tortolu og allar aðrar eignir sem Baugsfjölskyldan hefur skutlað undan réttvísinni.

Þetta lið kann ekki að skammast sín fyrir að koma öllum þessum skuldum yfir á þjóðina, það er skömm af þessum ribböldum.

Auðvitað á fólk að sniðganga þessi fyrirtæki á meðan þau eru í höndum þessara ribbalda.


mbl.is Ósk um gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Geislabaugur.

islandMargur verður að aurum api.

Jæja þá er Baugsveldið loksins fallið, græðgin sem hafði heltekið eigendur fyrirtækisins varð þess valdandi að Baugur féll.

En nú verður að skoða sjónhverfingarnar sem áttu sér stað með Haga.

Jón Geislabaugur Tók félagið Haga og kom því fyrir í Gaum, en nú er Jón búinn að taka Haga út úr Gaumi og setja inn í nýtt félag sem nefnist 1998 ehf.

Það verður að stoppa þessa viðskiptaglæpi sem stundaðir eru af þessum kumpánum, Baugur skuldar 148 milljarða umfram skuldir, og þjóðin á að borga brúsann takk fyrir.

Frysta verður eignir þessara glæpona strax og taka af þeim öll fyrirtæki sem þeir hafa enn á sinni könnu, er réttlátt á Jón Geislabaugur og fjölskylda fá áfram að sjúga spenana á Högum sem malar enn gull og eftir að vera búinn að henda fleiri hundruðum miljörðum skulda á þjóðina ?

Nei og aftur nei.

 


mbl.is Búast við að Baugur óski eftir gjaldþrotaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 daga Dagur er enginn leiðtogi.

b17ca4676da290fcEkki hef ég trú á því að 100 daga Dagur verði næsti formaður Samfylkingarinnar.

Hann hefur sannað það svo rækilega í Borgarstjórn Reykjavíkur að sem leiðtogi er hann með öllu óhæfur. Það er ekkert sem liggur eftir hann í borgarstjórn nema froðusnakk og væll.

En Ingibjörg Sólrún er horfin af vettvangi stjórnmálanna, ég vona bara að hún nái fyrri heilsu og eins vona ég að þjóðarbúskapurinn nái líka fyrri heilsu fyrst hún er farin.

Það sem furðar mig mest er að Össur skuli ekki fara að fordæmi Ingibjargar og vera þá maður með meiru.

 


mbl.is Rökrétt að Jóhanna taki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína veikir listann.

samfylkinginAumur er listi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Ég held að fólkið á Norðurlandinu verði ekkert yfir sig spennt að kjósa þennan lista. Með Guðbjart í forustunni og stelpurnar frá Ísafirði í 2 & 3 sæti listans.

Mín skoðun er sú að hin "geðgóða" Ólína sé mjög slæmur kandídat fyrir Samfylkinguna


mbl.is Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er til háborinnar skammar.

VG-RN-1-Katrin_Jakobsdottir_069

Vonandi verður þessi vitleysa sem Katrín var að leggja á borð ríkisstjórnarinnar aldrei samþykkt.

Þetta er ljóti dónaskapurinn við hinn almenna skattborgara landsins, að leggja það til á þessum þrengingar tímum að það verði fjölgað í liðinu sem hangir á spena ríkisins.

Það væri nær að leggja niður þessi listamannalaun á þessum erfiðu tímum sem nú eru.

Ég get ekki komið auga á nokkuð sem getur réttlætt það að þeir sem kalla sig listamenn fái sér meðferð hjá hinu opinbera á meðan hinn vinnandi maður borgar skatta og gjöld af sínum launum með von um að peningarnir verði notaðir skynsamlega þannig að við komumst sem fyrst út úr kreppunni.

Nei þá vill Kata auka peningaflæðið til listamanna. Sumir listamenn hafa verið áskrifendur af þessum launum í mörg ár, þetta fyrirkomulag er til háborinnar skammar.

 


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn með húmor.

geir-og-katrin

Ég get ekki hætt að hlægja þegar ég horfi á þetta auglýsingaplagg sem sjálfstæðismenn hömpuðu svo mikið fyrir síðustu kosningar.

Við getum aldrei kallað síðustu ríkisstjórn trausta efnahagsstjórn.

Og ekki er þetta forustupar traustir stjórnmálamenn sem við getum lagt okkar traust á.


Þetta er ástæðan.

c_documents_and_settings_hp_owner_my_documents_my_pictures_c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictur_739457

Þetta er ástæðan fyrir því að Bretarnir settu á okkur hryðjuverkalög.


Kreppusveinarnir þrettán.

Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.

Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.

2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.

Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.

3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.

Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.

4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.

Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.

5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.

Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.

6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.

7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.

8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.

Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.

9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.

Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.

10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.

Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.

Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.

12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.

Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.

13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.

Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.

Höfundur óþekktur


Bjórdagurinn tuttugu ára í dag.

birthday_beer

Til hamingju með daginn.

Í dag eru tuttugu ár síðan sala á áfengum bjór var leyfð á Íslandi.


Hún á að axla ábyrgð á Þingvallakossinum með reisn.

ingibjrg_slrn__jpg_550x400_q95Ljótar urðu afleyðingar Þingvallakossins fyrir þjóðina, og ekki er allt búið enn. Ingibjörg Sólrún sér enga ástæðu til að feta í fótspor Geirs Haarde og axla pólitíska ábyrgð á kossinum og stíga til hliðar.

Er hugsun Ingibjargar að hafa Jóhönnu sem strengjabrúðu fyrir sig og sína ?

Jóhanna á auðvitað að stíga skrefið til fulls og verða formaður flokksins og Forsætisráðherraefni hans um leið. En ekki vera strengjabrúða fyrir útbrunninn leiðtoga sem er rúinn öllu trausti.

En Jón Baldvin tekur formannsætið i flokknum fyrst Jóhanna vill það ekki. Nokkuð er ég viss um að Ingibjörg tapar í formannsslagnum við Jón Baldvin, og verður það mikill niðurlæging fyrir hana. Hún á þess vegna að yfirgefa skútuna með smá reisn og hætta núna.

"Þið eruð ekki Þjóðin."

Hvernig getur stjórnmálaleiðtogi reiknað með því að hann njóti traust kjósenda eftir að komið þessum skilaboðum til þeirra. Þessi setning ein og sér segir allt sem þarf að segja um valdahroka Ingibjargar Sólrúnar, og svo eru menn að tala um hrokann í Davíð Oddsyni.

Samfylkingin verður að gera sömu kröfu til sín og annarra.

Og það geta flokksmenn gert með því að hafna Ingibjörgu Sólrúnu sem formanni flokksins og þar með látið hana axla ábyrgð. Verst fyrir hana að sjá þetta ekki sjálf. 


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband