Hvað eru bifhjólamenn að pæla ?

 

 brendon

Þetta eru töffarar, hafa stöðvunarmerki lögreglunnar að engu.  Hluti bifhjólamanna hunsa lög og reglur og þá auðvita lögregluna líka.  Þetta er orðið hel sjúkt. Hvað er eiginlega að þessu liði ? Ég hef sagt það áður og segi það enn að þetta var ekki svona slæmt. Mér finnst mikið meira orðið um ofsahraða bifhjóla en fyrir örfáum árum, þetta bara versnar. Og þessi heimska að hunsa lögregluna er út í hött, það er bara glæpur og ekkert annað.

Eitthvað verður að gera í þessum málum og það rótækt og þá sem allra fyrst.

829194-00009

Er svona hjól ekki bara málið ? Þá hverfur ofsahraðinn.

 


mbl.is Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er bara hneisa..og svo dirfast þeir að væla yfir einelti lögreglunnar.  Eins og bloggvinur minn noiblomm  vitnar í á síðu sinni, þá eru bara hreint fáránleg skrif bifhjólamanna. Ef einhver er með réttu ráði innan Sniglanna, ættu þeir að þagga í þessum fíflum sem fyrst og senda þá öfuga heim til föðurhúsa. Að kenna háum  sektum um að þeir neyðist til að stinga lögguna af sem endar svo með ósköpum..og kenna löggunni um alvarlegt slys þar sem félagi þeirra hálsbrotnar?!! Ég er svoooo hneysksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér frekar en fyrri daginn.

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.6.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er hrædd um að það góða starf sem margir Sniglar stóðu fyrir fari forgörðum, Almenningur er gjörsamlega búinn að missa allt álit á bifhjólafólki. Vonandi taka þeir sig á nú er aðalumferðartími þeirra, við höfum fengið nóg af slysum og ofsaakstri hjá þeim

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er hraðafíklar.

Svava frá Strandbergi , 14.6.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband