Spilin minna á trúnna.

 

bible

Úr dagbók prestsins í Danmörku

 Í gamla daga átti fólk það til að segja í gamni; “Nú skulum við fletta svolítið í sálmabókinni.” Þetta þótti nokkuð skemmtilegur leikur. Þá höfðu spilin margs konar merkingu, ekki síður trúarlega en veraldlega. Trúræknir menn töldu þó allt til vorra tíma spilamennsku vera af hinu illa, og beinlínis syndsamlegt að stytta sér stundir með spilaleikjum. Í dagbók sína skrifar presturinn eitthvað á þessa leið. Nýlega rakst ég á gamla sögu hjá vini mínum, sem mig langar til þess að segja frá.: “Hermaður var í kirkju. Meðan á guðsþjónustunni stóð, tók hann upp spil og skoðaði þau nákvæmlega. Svo óheppilega vildi til, að einn af yfirmönnum hans var í kirkjunni og sá til hans. Kærði hann hermanninn fyrir herforingjanum, en hann var enginn annar en sá sem síðar varð Friðrik konungur sjöundi. Hermaðurinn var tekinn til yfirheyrslu þegar í stað. Hann sagði prinsinum að hann hefði aldrei lært að lesa, en móðir sín hefði kennt sér, hvað spilin táknuðu. Prinsinn vildi fá nánari skýringu á því, og fékk hana skilmerkilega hjá hermanninum.

playcard

 Þegar ég sé Ás minnir það mig á, að það er bara einn Guð og hann hefur skapað himin og jörð. Tvistur segir mér, að Jesús sé bæði guðlegur og mannlegur. Þristur segir mér, að það séu þrjár persónur í trúnni, Faðir, sonur og heilagur andi. Fjarkinn minnir mig á guðspjöllin, Mattheusar-, Markúsar-, Lúkasar-, og Jóhannesarguðspjöll. Fimman táknar fimm kraftaverk Jesú. Sexan segir mér, að það séu sex vinnudagar í vikunni. Sjöan að halda hvíldardaginn heilagan. Áttan, að það voru aðeins átta sem komust af í syndaflóðinu. Nían og Tían segir frá því, þegar Jesús læknaði tíu líkþráa og níu voru vanþakklátir. Laufagosann setti setti hermaðurinn til hliðar og sagði að hann væri einskis nýtur. Kóngarnir táknuðu vitringana þrjá frá Austurlöndum, sem tilbáðu Jesúbarnið. Drottningarnar táknuðu Maríu mey og konurnar þrjár sem fóru til grafarinnar. Gosarnir þrír voru böðlarnir sem krossfestu Jesú. Það eru 12 mannspil spilunum og jafnmargir mánuðir í einu ári. Spilin eru 52 og jafnmargar vikur eru í árinu. Það eru 365 punktar í spilunum eins og dagarnir í einu ári. Lauf þýðir kross Krists. Spaði gröf hans. Tígull höfuðáttirnar fjórar. Hjarta segir að maður eigi að sækja kirkju af trú og gleði. Gott sagði prinsinn, en hvað með laufagosann? Hann táknar Júdas sem sveik Jesú – eða yfirmanninn sem kærði mig. Hermanninum var ekki refsað, heldur var honum launað fyrir útskýringarnar á spilunum, sem hinn hái herra hafði aldrei heyrt fyrr.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

töff

halkatla, 14.6.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband