Bullið í siðmennt.

jesus21

Nú er orðið varasamt að ungt fólk í dag þekki söguna um Jesú Krist.

Hope Knutsson formaður siðmenntar, sem er félag siðrænna húmanista á íslandi.

Segir að trúarlegi þátturinn eigi ekki að vera hluti af skólastarfinu.

Og að trúarlegt uppeldi barna sé á ábyrgð foreldra.

Erum við ekki kristinn þjóð ?

Eru ekki flest allir foreldrar í þessu landi sem vilja að börnin sín fái kristilegt uppeldi ?

Og eru skólarnir ekki partur af uppeldi barnanna ?

Það á ekki að hlusta á þetta rugl í siðmennt.

Ég held að engu barni hafi orðið meint af því að heyra sögurnar og boðskapinn sem Jesú

færði okkur.

Ef eitthvað ætti að gera, þá ætti að efla kristinfræðina í skólunum.

Er ekki möguleiki að siðmennt hefði sín börn í sérskólum þar sem ekki væri minnst á Jesú ?

 

 

 


Tíska nýfæddra barna.

Hafa þingmenn ekkert orðið að gera eða hvað ?

bilde?Site=XZ&Date=20071205&Category=FRETTIR01&ArtNo=71205107&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=260&NoBorder=1

Kolbrún.

Ég er ekki búinn að vera á landinu í nokkuð langan tíma eða í rúma 5 mánuði.

Þannig að ég hef verið að forvitnast um hvað hafi verið að gerast í þjóðfélaginu

síðustu misserin.

Allir eru að segja mér frá ansi spaugilegu máli sem kom upp í þinginu fyrir nokkru.

Fyrst hélt ég að fólk væri að skrökva upp á þingmann sem kom með fyrirspurn um

klæðnað nýfæddra barna.

Er ekki í lagi með hana Kolbrúnu Halldórs eða hvað ?

Að standa upp í Þinginu og spyrja ráðherra hvort hann muni beita sér í því að

nýfædd börn verði ekki klædd í bleikt eða blátt , er alveg ótrúlegur gjörningur.

Hún vill breyta til og klæða þau í hlutlausa liti.

Skiptir einhverju máli hvaða litur er á fatnaði ungbarna ? Hvað er að fólki ?

Kolbrún vill kannski hafa áhrif á tískuna strax í upphafi ?

Hugsa sér vitleysuna, að blanda pólitík í klæðaburð hvítvoðunga.

Ég þakka bara fyrir að Kolbrún komist ekki til meiri valda en að vera óbreittur þingmaður.

Hugsa sér ef hún væri ráðherra.

Þetta er eitthvað það heimskulegasta sem ég hef heyrt koma úr þingheimi, og kemur nú

margt spaugilegt þaðan.

Hvað verður næst ?

 


Kvedja fra Canada.

197727372_07970d2456

St.Johns

 

Nu styttist i ad madur fari ad koma ser heim aftur, èg er buinn ad vera sjonum sidan i Juli.

En èg kem heim i byrjun desember.

Nuna er èg vid bryggju i Harbor Grace i Newfoundland.

Eg er skipstjori og eini Islendingurinn um bord i tessu skipi, en adrir ur ahofninni eru fra

austur evropu og tala litla sem enga ensku, tannig ad madur er nu ekki ad kjafta sig i kaf

tessa dagana.

Bestu kvedjur til ykkar allra.

Jenni.


Ráðherravalið.

 althingishus

Þetta er eflaust hin ágætasta ríkisstjórn, en ég hefði viljað sjá hana aðeins öðruvísi.

Björn Bjarnason hefði ég ekki viljað sjá þarna inni, enda strikaði stór hluti kjósenda sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður hann út. Eins finnst mér Árni Matt ekki eiga að vera ráðherra hann er svo leiðinlegur og hrokafullur maður, en hann á auðvitað rétt á ráðherrasæti efstur á suðurlandi. Og Einar K. Guðfinns á bara ekki heima þarna SKANDALL. Jæja hjá Samfylkingunni Finnst mér furðuleg ákvörðun að gera Þórunni að ráðherra, maður spyr sig hvað er í gangi þegar hæfara fólk er fyrir ofan hana á lista. Spurning með Björgvin, hann inni en ekki Ágúst. hvað er að ?

Ég hefði viljað sjá þetta svona miðað við að skipting ráðuneyta er sú sama.

Geir H. Haarde......................................Forsætisráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir............Dómsmálaráðherra

Kristján Þór Júlíusson..........................Sjávarútvegs & Landbúnaðaráðherra

Illugi Gunnarsson...............................Fjármálaráðherra

Guðfinna S. Bjarnadóttir......................Menntamálaráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson..................Heilbrigðisráðherra

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir................Utanríkisráðherra

Össur Skarphéðinsson.......................Iðnaðarráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir.......................Félagsmálaráðherra

Ágúst  Ólafur Ágústsson.....................Viðskiptaráðherra

Katrín Júlíusdóttir...............................Umhverfisráðherra

Kristján L. Möller...............................Samgönguráðherra

 


mbl.is Innan við helmingur landsmanna sáttur við ráðherraval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búkolla veldur usla.

Angry_Cow

Nú er orðin áhætta fyrir bændur að taka börn í sveitina til sumardvalar. Dómstólar landsins hefðu nú lítið haft annnað að gera hér á árum áður ef öll börn hefðu kært bændur landsins fyrir skrámurnar sem þau fengu á líkama sýna eftir smá pústra við húsdýrin. Mér finnst þetta mál með ólíkindum vitlaust.

41683t0cy_w

Þetta er hin eina sanna heilaga kýr. (Holy Cow)

Hún stangar ekki börn.


mbl.is Slasaðist í viðskiptum við kú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglalíf í Hornbjargi er að fjara út.

16851_hornbjarg_resize

Hornbjarg.

Í Bændablaðinu sá ég grein um að fuglalíf í Hornbjargi væri á hröðu undanhaldi vegna ágangs refs.  Sagt er að um eitt hundrað þúsund fuglar hafi misst varpsvæði sín vegna þessa. Og að á tilteknum svæðum sé lundinn alveg horfinn, sömuleiðis hvítmáfurinn og fýlar séu bara á stangli. Í greininni er sagt frá eggjatöku í ferð á tiltekinn stað í bjarginu fyrir 30 árum síðan og fengust þá þúsund svartfuglsegg en á sama stað í vor aðeins 13 egg.

Þetta er gott dæmi þegar friða á algerlega eina tegund dýra, þá raskast lífríkið stórlega eins og er að gerast við Hornbjarg. Það er ekki nokkur spurning að afnema þessa friðun refsins og fækka honum allverulega strax svo ekki fjari út allt fuglalíf í Hornbjargi. Eins á að leggja mikla áherslu á að fækka minknum sem veður orðið um allt með miklu raski á lífríkið.

refur_230403

 


Líkflutningar.

bill_a_vegi

Ég skil ekki þennan æsi fréttaflutning stöðvar 2 um að lík séu send með flutningabílum milli landshluta. Hefur þetta ekki verið svona í mörg mörg ár ? Hvað er að því þó kista sé sett inn í kæli ? Hvað er málið ? Kannski mætti hafa sér hólf í þessum kæligeymslum undir kisturnar. En að heilbrigðiseftirlitið sé kallað til er fyndið, ætli hinir látnu mengi svo mikið matvælin að hætta stafi að ? Nei ég held ekki. Landflutningar - Samskip eru að sinna góðu verki að koma hinum látnu til átthaga sinna þar sem þeir ætla að leggjast til hinnar hinstu hvílu. Og sinnir flutningafyrirtækið því verki örugglega af mikilli virðingu við farþegana.


mbl.is Samskip segjast fylgja nákvæmlega reglum um líkflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælahald.

slavery

Er ekki kominn tími til að banna þrælahald á Íslandi, Það er jú árið 2007 og er ekki verið að banna allt hvort sem er ? Það er verið að tala um að stúlkur sem stundi svokallaðan listdans á þessum umtöluðu súlustöðum komi frá fyrrum austantjaldslöndum og séu hér sem þrælar, í það minnsta eru þær ekki frjálsar ferða sinna. Nú svo eru piltar frá sömu löndum fluttir hingað í verkamannavinnu, og er lítið sem ekkert borgað fyrir þá vinnu. Hafa verkamennirnir verið látnir sofa og hvílast í iðnaðarhúsum sem eru ekki mönnum bjóðandi sem vistarverur.

Hvað er eiginlega í gangi ? Ég bara spyr.


mbl.is Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður endir.

Hafsulan-B

Sem betur fer endaði þessi sjóferð með Hafsúlunni vel, en hún hefði getað endað mjög illa. Ekkert er verra á skipi en laus eldur, eldur um borð í skipi er það sem sjómenn óttast mest. Það sem ég tók eftir var hvað allt virkaði hratt og vel í björgunarferlinu allir voru komir á stað með það sama. En sem betur fer réð áhöfnin við vandan og leysti hann vel af hendi. En farþegarnir voru hressir og skelltu sér strax um borð í næsta bát sem heitir Elding og héldu áfram hvalaskoðun. Er ekki nafnið á seinni bátnum ansi kalhæðið eftir atvikið um borð í Hafsúlunni ? Wink

elding-1


mbl.is Hafsúlan komin í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

King of the road.

kindur_280503

Drottningar þjóðvegarins.

Ég held að hinn eini og sanni konungur (drottning) þjóðvegarins sé Íslenska sauðkindin. Við þekkjum öll þessa skemmtilegu og sérvitru skepnu sem við sjáum víða um landið. En hinn almenni ferðalangur sér hana ævinlega á miðjum þjóðvegum landsins og kemst auðveldlega í návígi við hana þar, því að þessar þjóðvegadrottningar vilja helst ekki gefa veginn eftir og þarf því oft að þeyta bílflauturnar til að þær fari út í vegarkant svo ferðalangarnir komist áfram.

Það getur oft verið varasamt að hitta á þessar elskur á vegum landsins, förum því varlega svo komast megi í veg fyrir slys á mönnum og sauðfé.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband