Ráðherravalið.

 althingishus

Þetta er eflaust hin ágætasta ríkisstjórn, en ég hefði viljað sjá hana aðeins öðruvísi.

Björn Bjarnason hefði ég ekki viljað sjá þarna inni, enda strikaði stór hluti kjósenda sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður hann út. Eins finnst mér Árni Matt ekki eiga að vera ráðherra hann er svo leiðinlegur og hrokafullur maður, en hann á auðvitað rétt á ráðherrasæti efstur á suðurlandi. Og Einar K. Guðfinns á bara ekki heima þarna SKANDALL. Jæja hjá Samfylkingunni Finnst mér furðuleg ákvörðun að gera Þórunni að ráðherra, maður spyr sig hvað er í gangi þegar hæfara fólk er fyrir ofan hana á lista. Spurning með Björgvin, hann inni en ekki Ágúst. hvað er að ?

Ég hefði viljað sjá þetta svona miðað við að skipting ráðuneyta er sú sama.

Geir H. Haarde......................................Forsætisráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir............Dómsmálaráðherra

Kristján Þór Júlíusson..........................Sjávarútvegs & Landbúnaðaráðherra

Illugi Gunnarsson...............................Fjármálaráðherra

Guðfinna S. Bjarnadóttir......................Menntamálaráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson..................Heilbrigðisráðherra

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir................Utanríkisráðherra

Össur Skarphéðinsson.......................Iðnaðarráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir.......................Félagsmálaráðherra

Ágúst  Ólafur Ágústsson.....................Viðskiptaráðherra

Katrín Júlíusdóttir...............................Umhverfisráðherra

Kristján L. Möller...............................Samgönguráðherra

 


mbl.is Innan við helmingur landsmanna sáttur við ráðherraval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jens.

Ekki er ég sammála þér þarna. Fyrir utan að þú tekur undir róg manna sem hefur verið fyrir kosningar og eftir kosningar að vera með róg og einelti  út í Björn Bjarnason.

Ég efast stórlega að þú þekkir Björn Bjarnason það er lámark krafa sem ég geri til þín að vera ekki með eineltis tilburði á hendur fólks sem þú þekkir ekki .

Eitt get ég upplýst þig um Björn Bjarnason er heiðarlegur maður og traustur Dómsmálaráðherra sem hefur unnið gott verk fyrir íslenska þjóð. Enn það eru ekki allir sammála honum. Vegna þess að þeir hafa ekki kynnt sér verk sem Björn Bjarnason hefur unnið.

Varðandi þitt ráðherra val það verður þú að eiga það með þér. Enn í guðanna bænum reyndu ekki að taka þátt í að stunda einelti á hendur manna sem þú þekkir ekki.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.7.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ég get sagt þér Jóhann að mér líkar ekki við störf Björns og karakterinn, ég er ekki með neitt einelti á Björn lang í frá. Enn ég hlýt að meiga hafa þá skoðun að mér líkar ekki við manninn sem ráðherra. Þekki hann ekkert segir þú, ég þekki vel til hanns og hef verið í sama flokki og hann í fjölda ára.

Jens Sigurjónsson, 2.7.2007 kl. 14:55

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Svo er eitt Jóhann þú þarft ekkert að vera með lámargskröfur til mín, þvílíkur hroki í þér, ertu ekki alveg í lagi vinur minn ?

Jens Sigurjónsson, 2.7.2007 kl. 15:01

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jens.

Eitt vil taka fram við þig Björn Bjarnason er einn af traustu flokksmönnum Sjálfstæðismanna sem er flokksmaður. Enn það vill gleymast stundum hjá þér og öðrum hvað menn vinna heiðarlega að hlutunum. Fyrir utan að vera sjálfur Sjálfstæðismaður þá hef ég aldrei lagt það í vana minn að rífa fólk niður. Hitt er annað mál þér væri nær að gera athugasemdir við flokkstefnuna ef þér finnst hún ekki hafa staðið sig.

Varandi að hafa sína skoðun á málum. Eins og ég sagði að fjalla heiðarlega um málefnin þá verður tekið mark á því. Ekki stunda niðurrif á fólki eins og þú gerir með þessum skrifum þínum. Þá máttu búast við andstöðu manna sem hana líkar ekki.

Jens ég er ekkert að tala um lámark kröfur til þín. þetta er þitt blogg enn þú getur ekki ætlast til að þú getir stundað þá iðju að rífa fólk niður það líkar mér illa.

Varandi hroka. Ég tel mig vera mjög ljúfan og góðan mann að bera og hef aldrei sýnt hvorki þér né öðrum hroka. Enn eins og ég sagði þér ég svara fyrir mig þegar mér finnst menn ganga of langt í gagnrýni sinni um menn og málefnin.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.7.2007 kl. 15:50

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Svona eru stjórnmálin minn kæri..manni líkar við suma og aðra ekki. Ég er viss um að það er einhver stjórnmálamaður sem þér líkar allskostar ekki við en þekkir ekki neitt án þess að þú viljir meina að þú leggir í einelti, ekki satt? ?! Ég þoli ekki Valgerði Sverris og Ingibjörgu Sólrúnu...ég þekki þær ekki neitt, er ég þá að leggja þær í einelti?  Þær eru bara ekki stjórnmálamenn að mínu skapi. Fólkið vildi breytingar, fannst Björn búinn að vera nógu lengi, tími til kominn að hressa uppá Sjálfstæðisgengið!

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.7.2007 kl. 16:33

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

hvar er ég að rífa niður Björn ?

Björn er langt frá því að vera heilagur í mínum augum eins og þú virðist líta á hann.

Það get ég sagt þér Jóhann að Björn kom sterkur inn á þing á sínum tíma og með gott bakland en svo er ekki dag. hvers vegna ? Vinsældir hans hafa dalað mikið í ráðherratíð hans í Dómsmálum.

Mín skoðun er sú Jóhann minn hvort sem þér líka betur eða verr, ég vil ekki sjá Björn sem ráðherra.

Jens Sigurjónsson, 2.7.2007 kl. 16:36

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Rúna kemur með góðann punnkt.

Björn var góður í menntamálunum.

Jens Sigurjónsson, 2.7.2007 kl. 16:38

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll

Jens þar er mjög gott að ræða á málefnalegan hátt um hvað sem er. Rúna kemur þarna inn og gerir góð skil á sínum málflutningi.

Varðandi Björn Bjarnason þá tek ég undir hann var atburða Menntamálaráðherra enda geislaði af honum það sem hann gerði.

Varandi Dómsmálinn þá hefur hann unnið gríðarmikið verk og verið umdeildir fyrir það sem hann hefur framkvæmt. Eitt vil ég taka fram mér finnst sjálfur Ríkislögreglustjóri og fyrrverandi Ríkissaksóknari hafa eyðilagt frama Björns Bjarnasonar vegna slappleika í sínum mála tilbúnaði  þetta tala fáir um.

Björn Bjarnason hefði átt að segja þessum mönnum upp og efla þetta embætti sem um munar. Þjóðin verður að geta treyst Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknari með þau mál sem að höndum ber. Það þíðir ekkert að vera með mál til meðferðar sem standast ekki lög eða reglur eins og þessi mál sem eru búinn að vera í höndum Saksóknara og verið vísað fram og til baka.

Enda er þjóðin búinn að fá nóg af þessu fyrir utan austurinn á peningum í þennan tiltekna málaflokk.

Þess vegna er Björn Bjarnason undir smá sjá hjá mörgum. Þess vegna er Björn Bjarnason besti Dómsmálaráðherra sem um getur. Ég held að fólk ætti að kynna sér verkinn hans.

Síðan getum við tekið umræðuna um hvort ekki hefði átt að skipta öllum ráðherrum út eins og í Englandi á dögunum, nema þeim sem stóðu sig best sem ráðherrar.

Það mun koma upp síðar að  Forsætisráðherra sem mun stjórna ráðuneytunum og ráðherrum fyrir verkum. Þetta virkar fyrir mér eins og Skipstjóri sem ber ábyrgð á sínum hlutum. Hann stjórnar hvernig hann vil hafa þetta. Vilji menn ekki það þá er ráðherrum skipt út fyrir þann sem er hæfari að fara með mannavöld.

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson, 2.7.2007 kl. 17:31

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jens, ég held að Jóhann sé á einhverjum prósentum hjá Birni, en rétt hefur hann fyrir sér að eigi ekki að rakka menn niður sem maður þekkir ekki. En Jóhann, bentu þá á hvar Jens er sekur um það? Ég sé það hvergi í hans skrifum! Eða er kannski glæpur hjá ykkur í sjálfgræðisflokknum að hafa skoðun á persónum? Það er það eina sem ég hef séð Jens gera, hann tjáði skoðun sína, ekkert meira en það.

Annars er ég sammála Jens í flestu þessu, nema að ég hefði ekki viljað sjá Guðlaug Þór sem ráðherra, hann er allt of frjálslyndur - og óttast ég að hann einkavinavæði heilbrigðiskerfið !  

Þannig gerðu greinarmun á persónulegum skoðunum og níðsstarfssemi, hér er um ekkert níð að ræða! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband