23.12.2007 | 17:59
Græðgi.
Mel B.
Kryddpían Mel B. sýndi svo sannarlega sitt innra eðli þegar hún kom fram á tónleikum
í London á dögunum.
Ég sá frétt á New of the world þar sem segir að Mel B hafi tekið 10.000 pund eða rúma
miljón kr fyrir að syngja tvö jólalög fyrir dauðvona börn.
Samkoma þessi var haldin í Selfridges í London, en það voru góðgerðarsamtökin
Make a wish foundation, en það eru samtök aðstandenda barna með ólæknandi sjúkdóma.
Formaður samtakana var mjög sár út í Mel B og sagði að listamenn tækju venjulega ekkert
fyrir að gleðja börnin fyrir jólin.
Ég missti allt álit á þessari manneskju eftir að hafa heyrt þessa frétt.
Það virðast engin takmörk vera á græðgi hennar svo mikið er víst, ég held að þetta verði
henni ekki til uppdráttar í framtíðinni.
Allavega er þetta frétt um harðbrjósta manneskju sem getur ekkert gefið af sér,
því ef hún getur ekki gefið af sér til dauðvona barna, hvað getur hún gefið þá ?
Hún er ekki með hinn eina og sanna jólaanda svo mikið er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2007 | 17:36
Skata.
Þorláksmessu skatan.
Ég sakna sennilega einna mest skötunnar á Þorláksmessu þessi jólin.
Það liggur við að maður finni ilminn af henni þegar maður les um skötuveislunnar
hérna á netinu.
Þetta er alveg frábær siður að smakka á skötu á Þorláksmessu, það er skemmtileg
stemning sem myndast, þegar slakað er á í jóla amstrinu og fjölskyldan kemur saman
og borðar skötu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 17:19
Rétt hjá Bjarna.
Ég er alveg sammála Bjarna Fel, Eiður Smári er ekki að valda leiðtogahlutverkinu.
Eiður Smári er frábær knattspyrnumaður og sennilega okkar besti í dag, en það
gerir hann samt ekki endilega að góðum leiðtoga á vellinum.
Ég tel að Hermann Hreiðarsson sé sá rétti í leiðtogahlutverkið.
Hemmi hefur allt til að bera til að vera góður fyrirliði.
![]() |
Bjarni Fel: Eiður veldur ekki leiðtogahlutverkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 16:58
Jól á Newfoundland.
Mikið skreytt fyrir jólin í Newfoundland.
Við eina smábátahöfnina.
Ég hef alltaf haldið að við Íslendingar séum einna harðastir í að skreyta fyrir jólin.
En hér á Newfoundlandi er skreytt mjög mikið. Og það er mikil jólastemmning hér.
Það er mikið um jólatónleika, og safnaðarlífið í kirkjunum er mjög mikið, hér virðist
almennt vera mikið líf kirkjum, og fólk virðist iðka trú sína af krafti.
Hér eru inni og útiskreytingar alveg svakalega fallegar og eru sumar göturnar
alveg stórkostlegar.
Þannig að hér er auðvellt að komast í gott jólaskap.
Annars er hér í dag 12 stiga frost og snjór þannig að ekki skemmir veðrið fyrir stemmningunni.
Hér koma nokkur falleg málverk og myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.12.2007 | 16:25
Kjarnakona.
Ég hitti slökkviliðstjórann í Harbor Grace að máli í gær, það er ekki frásögum færandi
nema það að stjórinn er kvenmaður.
Sonya Williams hefur verið í slökkviliðinu í mörg ár, en varð slökkviliðstjóri árið 2006.
Ég held að hún sé fyrsta konan í Canada sem gegnir starfi sökkuliðstjóra.
Það var mjög gaman að spjalla við hana, greinilega hörku kvenmaður þar á ferð.
Ég held að engin kona hafi gengt starfi slökkviliðstjóra heima á Íslandi, en ég er ekki viss.
Hér er Sonya (hún er í rauða jakkanum.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 15:33
Harma en afsaka ekkert.
Vá þeir harma það hvernig þeir fóru með Erlu Ósk.
Eitt er alveg 100% þeir harma ekkert á meðan þeir sjá ekki ástæðu til að biðjast
afsökunar á framferði sínu.
Það er að verða alveg óþolandi að koma til USA, það er litið á ferðamenn sem stórglæpamenn
þegar þeir koma í vegabréfa eftirlitið.
Ég held að Bandaríkjamenn séu alveg að missa sig í ruglinu. ( þetta er orðin geðveiki.)
Auðvitað skil ég hræðslu þeirra, enda ósköp eðlilegt að þeir reikini með að fólk vilji þeim illt.
Enda hafa þeir gert mörgum þjóðum heimsins mjög illt.
![]() |
Harma meðferðina á Erlu Ósk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 15:18
Boð og bönn.
Hver er ástæðan fyrir þessu banni ?
Hvaða tilgang hefur þetta eiginlega ?
Ísland er að verða alræmt lögregluríki.
Er ekki allt í lagi að fara að hægja aðeins á ?
![]() |
Skemmtanahald óheimilt á jóladag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2007 | 16:32
Réttindi samkynhneigðra fyrr á öldum.
Ég var að lesa blaðið Sagan Öll sem er frábært blað.
Þar segir að Allan Tulchin sagnfræðingur haldi því fram að í Frakklandi á miðöldum
hafi verið gerðir opinberir samningar, sem voru kallaðir "affrerement". sem má þýða "bræðralag"
Þennan samning gátu tveir einstaklingar af sama kyni gert.
Og samkvæmt samningnum lofuðu þeir að eyða lífinu saman.
Og nutu þeir þá sömu réttinda og hjón.
En Tulchin vill lóka meina að orðið "affrerement hafi verið notað um kynmök samkynhneigðra
á þessum tímum.
Jæja Frakkar hafa byrjað snemma að viðurkenna og virða samband samkynhneigðra.
Er ekki bara best að gera þetta svona og sleppa kirkjunni ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 15:42
Veðurteftur í Halifax.
Halifax.
Jæja ég er búinn að vera hérna á flugvellinum í Halifax veðurteftur í 8 tíma en við komumst á
stað eftir 5 tíma.
Þetta er búið að vera meira ferðarlagið hjá mér.
Lagði af stað frá Keflavík í gærmorgun, fór þá til London eftir 3 tíma stopp var flogið til Ottawa
þar var stoppað í 3 tíma og þá var lagt í hann til Toronto þar var stoppað í 2 tíma og ferðinni
heitið til st.Johns en þar var ekki hægt að lenda svo okkur var snúið til Halifax.
Það snjóar hressilega í st. Johns núna en er að byrja að stytta aðeins upp. Svo við förum eftir
5 tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 10:55
öryggisráð........
Er fólk alveg að missa sig í ruglinu ?
Öryggisráð Femínistafélags Íslands, Það er ekkert annað.
Ég verð að segja það að ég trompaðist úr hlátri þegar ég las þetta.
Þetta blessaða félag er orðið einn stór brandari.
Sjá þessar stelpur sem komu í silfur Egils, þvílíkt rugl.
Þetta eru orðnar svo miklar öfgar og vitleysa að það tekur engin mark
því sem kemur frá þessu félagi lengur.
Öryggisráð hahahahaha hvað verður næst hjá þeim ?
![]() |
Femínistafélagið kærir Vísa-klám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)