24.6.2007 | 21:31
Súlustöðum lokað.
Þetta finnst mér vera mikið gleðiefni að þessi ósómi sé stöðvaður. mörgum kann að finnast nóg um boð og bönn, það finnst mér líka. En svona starfsemi á ekki að eiga sér stað hér á landi, mannsal og kynlífsþrælahald er eitthvað sem ég vil ekki vita af. Svo vitum við að eiturlyf og hóruhús eiga vel saman og margt annað sem ekki þykir siðsamlegt.
Er ekki eðlilegra og mikið skemmtilegra að fá að njóta selskapar við kvenfólk á þess að hella í þær ótakmarkað af kampavíni og borga þriðja aðila stórfé fyrir öll herleg heitin.
![]() |
Einkadansinn líður undir lok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 16:46
Farið varlega.
Núna er umferðin þung á þjóðvegum landsins, allir að koma heim eftir vonandi vel heppnað helgarfrí. En farið varlega og ekki láta næsta ökumann fara í taugarnar á ykkur því þá er fjandinn laus og slysin á næsta leiti.
Við höfum öll heyrt fréttir og sögur um ökumenn sem misst hafa vitið í umferðinni, flautað, rifið í hár sitt og sýnt alls kyns dónalega tilburði með fingurkveðjum og hótanir með hnefum og jafnvel berja stýri og mælaborð. þessir ökumenn sem eru í slíku hugarangri eru eins og tifandi tímasprengjur.
Látið ekki skapið fara með ykkur í ógöngur, þið eruð jafnvel með fjölskylduna ykkar í bílnum og í næstu bifreið er kannski hamingjusöm fjölskylda á ferð. Ekki eyðileggja líf ykkar og annarra vegna æsings við stýrið. Það er eins hættulegt að vera í vondu skapi við stýrið og að vera drukkin.
Ekki láta einhvern ökufant fara í skapið á þér, vertu honum frekar góð fyrirmynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 14:28
Jónsmessa.
Jónsmessudöggin.
Í dag er Jónsmessa messa Jóhannesar skýrara. Jónsmessunótt er ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins, þjóðtrúin segir að þá tali kýr og selir fari úr hömum sínum. Og Jónsmessudöggin þykir hafa mikinn mátt til lækninga og velta menn sér í henni allsberir. Vonandi hafa einhverjir fengið betri heilsu eftir nóttina, þar að segja ef menn hafa velgt sér upp úr dögginni.
Jóhannes skýrari og Jesús.
Jónsmessa er fæðingarhátíð Jóhannesar skýrara. Dagsetning Jónsmessu má rekja til ákvörðunar Rómarkirkjunnar að halda skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skýrara á fornum sólstöðuhátíðum, á stysta og lengsta degi ársins á norður hveli jarðar. Samkvæmt Bíblíunni fæddist Jóhannes um það bil sex mánuðum á undan Jesú. Að Jesú er fæddur í svartasta skammdeginu og sólarganginn tekur að lengjast er mjög táknrænt fyrir þá von sem Jesú færir mannkyninu samkvæmt kristinni trúfræði. Og þá er fæðing Jóhannesar mjög vel tímasett þegar sólargangur er lengstur.
Júlíus Sesar.
Þegar Júlíanska tímabilinu var komið á í Rómarveldi á 1. öld f. kr., héldu Rómverjar upp á 24. júní sem lengsta dag ársins. það tímabil lá til grundvallar ákvörðunar Rómarkirkjunnar nokkrum öldum síðar að messudag Jóhannesar skýrara bæri upp á þann dag. Menn vissu ekki þá að stjörnufræðin ætti eftir síðar eftir að færa sumarsólhvörf fram um þrjá daga, Jónsmessa ber því ekki upp á lengsta dag ársins frekar en Jólin þann stysta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 13:55
Áfram stelpur.
Til hamingju með daginn stelpur.
"Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur." Sagði George Orwell. Og það var alveg rétt hjá honum og þannig er það í dag og kemur til með að vera því miður um ókomin ár. Öll erum við borgarar á þessari jörð, Öll komin af sama blóði. En samt hötum við fólk því það fæddist í öðru landi og talar annað tungumál og kannski ekki með sömu skoðanir og við eða hefur ekki sama hörundslit og við. Vonandi kemur sá dagur að orðið jafnrétti standi undir nafni á öllum stöðum.
Það hlýtur að koma að því að samfélagið líti meira á höfuðið en kynferði, og meira á dugnað og vilja en nöfnin.
Áfram stelpur.
![]() |
Málum bæinn bleikan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2007 | 02:14
Omega farin að freista fólki eins og sá með hornin.
Omega selur blessun Guðs.
Það er ekkert smá vald sem sjónvarpstjóri Omega telur sig hafa. Hann lofar fólki nýjum bílum, nýju húsi, hærri bankainnistæðu semsagt gulli og grænum skógum ef þú gefur sjónvarpstöðinni pening. Þetta gerir hann í nafni Guðs. Dómkirkjuprestinum finnst þetta ósmekklegt og dapurlegt, það finnst mér líka.
"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munið finna. Knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða."Matteusarguðspjall 7:8 Þetta segir Jesús Kristur sjálfur. Hann talar ekkert um að við þurfum að borga þriðja aðila fyrir með peningum til að hlustað verði á bænir okkar í himnasölunum.
En Jesús Kristur varar okkur aftur á móti við svona vörgum sem þykjast vera spámenn, og segir. "Varist falsspámennina. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar." Matteusarguðspjall 7:15.
Mér finnst þetta svo mikil lákúra af sjónvarpstjóranum að senda út svona bréf, og selja blessun Guðs. Hann er að halda því fram að það sé nóg að moka peningum í Omega þá séu allir vegir færir. Nóg af lífsins gæðum. Selur hann ekki næst syndaaflausn þannig að maður verður öruggur með sæti hjá himnaríki. Nei maðurinn á að hafa vit á því að skammast sín og það allverulega. Við sem erum kristin vitum að svona gengur þetta ekki fyrir sig.
Ég hef heyrt um náunga sem bauð Jesú öll lífsins gæði. En hann var með horn og hala.
18.6.2007 | 15:42
Drottningin verður hótel.
Drottningin er ekkert smá skip.
Ekki svo galin hugmynd að gera skipið að hóteli og þá kannski einhvern vísi að safni um þetta sögufræga skip. En Dubai er heitiasti staðurinn í dag hjá ríka fólkinu svo þetta á örugglega eftir að reka sig flott hjá emírnum sem keypti skipið.
![]() |
Skemmtiferðaskipinu Queen Elizabeth 2 breytt í hótel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.6.2007 | 14:02
Viðbjóður þessi barnaklámhringur.
![]() |
Ekki vitað til þess að Íslendingar tengist barnaklámshring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 13:44
Gleðilega þjóðhátíð.
Afmælisbarnið.
Gleðilega þjóðhátíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.6.2007 | 18:26
Nokkrar góðar myndir.
Snemma beygist krókurinn.
Er hann skyldur flóðhest ?
Munum að hreinsa reykháfinn eftir Jólin, þetta eru jú einu sinni Jólasveinar.
Hafðu þetta hvolpurinn þinn.
Góð hugmynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.6.2007 | 13:25
Hagkaup hendir út Hrefnukjötinu.
Jæja Hagkaup hættir að selja Hrefnukjöt. Innkaupastjórinn hjá Hagkaup Sigurður Reynaldsson segir vandamálið vera að kjötið datt út af markaðnum í 15 - 20 ár, og nú sé komin ný kynslóð sem þekkir ekki svona kjöt. Ekki held ég að allir gleymi kjötinu þó það hverfi í nokkur ár. Hefur kannski meðalaldurinn lækkað í landinu ? þekkir ekki kjötið segir Sigurður, það getur passað að yngsta fólkið okkar þekki það ekki. Er þá ekki bara að kynna kjötið fyrir unga fólkinu ? Eða veit Sigurður ekki hvað markaðssetning er ? Kannski er hagkaup aldrei með nýjungar í hillunum hjá sér.
Hrefnukjöt er alveg frábært hráefni. Það er í það minnsta NÁTTÚRUVÆNT ekki er búið að menga kjötið með allskonar aukaefnum. Ekkert kjöt er betra fyrir þá sem vilja 100% ómengað kjöt.
Mér finnst lykta smá af pólitík af þessari yfirlýsingu hjá Hagkaup. Er Sigurður eða þeir sem eru yfir honum á móti Hrefnuveiðum ? Og vilji þar að leiðandi sína stuðning sinn í verki og taka hvalkjötið úr verslunum sínum ?
Ég skora á fólk að prufa Hrefnukjötið því það er alveg frábært kjöt og sérstaklega á grillið. Það eru sem betur fer margar aðrar verslanir sem eru með kjötið til sölu.
![]() |
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)