Álfur út úr hól.

Foringinn.

david-oddsson

Davíð Oddsson er ræðusnillingur svo mikið er víst og það verður ekki af honum tekið. Hann flutti alveg magnaða ræðu á landsfundi Sjálfstæðismanna um síðustu helgi, sú ræða á eftir að verða klassík er fram líða stundir. Hann sagði meðal annars að Jóhanna Sigurðar væri eins og álfur út úr hól, og líkti sjálfum sér við sjálfan Jesú Krist.

Kveðskapur frægasta flakkara Íslandsögunar meistara Sölva Helgasonar á vel við eftir ræðu Davíðs.

Ég er gull og gersemi,

gimsteinn elskuríkur,

ég er djásn og dýrmæti,

Drottni sjálfum líkur.

c_documents_and_settings_administrator_desktop_my_pictures_dabbi

Enn svona í alvöru, hver er eins og álfur út úr hól ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Ég vil fá stöðuna mína aftur. Mannfílan sem gegnir nú embætti finnst ekki einu sinni á google.com.

Sæll Jenni minn

Sumir hlægja ahahahaha Góður

Guð veri með okkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Rósa mín. Davíð er snillingur í því að stílfæra ræðu, það er allt í þessari ræðu, hún er full af hroka, fyrirlitningu, húmor og ég tala nú ekki um sjálfsdýrkunina.

Guð blessi þig / Jenni

Jens Sigurjónsson, 2.4.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góður ertu!   Þessi fótósjoppaða mynd er að verða jafn klassisk og ræðan kemur til með að verða í framtíðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2009 kl. 21:45

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Sammála. Maðurinn er fullur af hroka og sjálfsdýrkun. Framkoma hans gagnvart fólki sem hefur starfað með honum er ekki hægt að hrópa húrra yfir.  Myndirnar af honum eru lýsandi hann og hans innræti. Sammála Ólafi Ragnari en hann lét orð falla á Alþingi forum daga um vin sinn Davíð.

Margir í kringum mig sjá ekki sólina fyrir Davíð. Ég bara get ekki skilið það.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Já Ásthildur myndin er ansi góð.

Rósa mín, Davíð átti oft mjög góða spretti í pólitíkinni, en hann átti að hætta fyrr og alls ekki að fara í seðlabankann. Ef hann hefði hætt í pólitíkinni 1 - 2 árum áður en hann gerði, þá hefði sagan geymt hann sem einn mesta stórmálaskörung Íslandssögunnar.

Shalom/Jenni

Jens Sigurjónsson, 2.4.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband