þjófnaðarkapitalismi Framsóknar.

75c1e7ac776de22aSigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sat fyrir svörum á morgunvaktinni á rás 1 í gær. Og var völlur á kalli eins og ævinlega, skemmtilegur karakter hann Simmi ég held að hann slái Ladda við í skemmtilegheitum.

Hann lýsti því yfir að hann væri alveg að missa þolinmæðina gagnvart minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Og taldi að það væri ekki heillavænleg að þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu eftir kosningar. (ekki alvitlaus).

Síðan baðst karlinn afsökunar fyrir hönd Framsóknarflokksins á því hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna.

Ég held að ef Framsóknarflokkurinn ætlar að fara að biðjast afsökunar á misgjörðum sínum gegnum tíðina þá entist þeim ekki dagurinn til þess.

En Sigmundur stígur fram og biðst afsökunar á þjófnaðarkapítalismanum sem Framsókn hefur haft að leiðarljósi undanfarin ár. GOTT OG VEL. Einkavæðing bankanna var rosalegur gjörningur og sennilega einn mesti glæpur Íslandsögunnar.Í þeim ljóta gjörningi lenti Kaupþing í höndunum á nokkrum Framsóknarhetjum. Finnur Gráðugi Ingólfsson var arkitekt spillingarhóps er kenndi sig við bókstafinn S, og höfðingi hópsins var og er Ólafur Tort Ólafsson. þessir töffarar fengu prímadonnuna Völu Sverris til liðs við sig því Vala var á þessum tíma Bankamálaráðherra, Já og Vala var betri en engin og ESS liðið fékk bankann á röngum forsendum.

En Sigmundur hvers vegna minnist þú ekkert á sjóð sem kallast Gift ? Þar fóru nokkrir frammámenn í Framsókn hamförum og stálu 30 miljörðum frá fólkinu í landinu.

Eins 90% íbúðarlánin sem flokkurinn barðist fyrir og kom í gegn, Þessi gjörningur varð til þess að einhver mesta þensla fyrr og síðar varð til í landinu, og margir hentu sér útí flottræfilshátt og við vitum nú hvernig staðan er.

Svo væri gaman að vita hvað Sigmundi finnst um ferlið þegar sumir eignuðust Kögun sem var eign ríkisins fyrir smáaura.

Eitt er víst að hann er djúpur drullupollurinn sem Framsóknarflokkurinn hefur búið til á undanförnum árum. Ég held að það verði aldrei nóg að biðjast afsökunar á þessum glæpum sem voru framdir það verður að draga gerendur til ábyrgðar og láta lög þessa lands dæma þá ranglátu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð samantekt hjá þér gott að rifja svona hluti upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Flottur pistill. Hvaða sjóður er þetta sem þú ert að tala um = Gift. Ertu að tala um Samvinnutryggingar sem Finnur Ingólfsson sölsaði undir sig og nú finnast engir peningar sem átti að greiða þeim sem höfðu verið í viðskiptum við Samvinnutryggingar. Þar var stolið.

Nýlega var Kristján Magnússon að reikna út virðisaukaskýrslu fyrir mákonu mína. Það var 50 kr. skekkja ríkinu í vil. Veistu að Astrid fékk bréf um þessa skekkju. Sennilega hefur bréfsefni, umslag og sendingarkostnaður verið svipaður og þessar skitnu krónur. Svona gerast hlutirnir hér á Fróni og það á gamla góða staðnum þínum.

Nóg að gera að moka snjó.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Ásthildur. það er verst að maður verður svo argur þegar maður hugsar um Framsóknarflokkinn og verk hans í gegnum tíðina.

Sæl og blessuð Rósa mín. Sjóðurinn Gift eru Samvinnutrygginga peningarnir. Nafnið Gift er ansi skondið því eins og þú veist þíðir það gjöf á ensku, ég held að Framsóknar liðið hafi haldið að þetta hafi verið gjöf. En í alvöru það hljóta einhverjir að fara í fangelsi fyrir þetta rán á Samvinnutryggingunum.

Hahahaha já þessu trúi ég 50 kr skuld er ekki liðin.

Rósa, vinur minn hérna úti kom í kaffi til mín og ég var að segja honum frá allri þessari spillingu sem hefur ríkt heima. Hann spurði mig "hvað eru þá ekki öll fangelsi full hjá ykkur ?" Nei sagði ég það hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar enn sem komið er. Þessi vinur minn missti andlitið, og sagði dapur í bragði " hafið þið engin lög eða stjórnaskrá sem þið lifið eftir ?" Jú jú sagði ég heldur kjánalegur. Fólk hérna úti heldur alltaf að maður sé að skrökva þegar maður er að segja þeim frá hvernig glæpirnir eru látnir afskiptalausir heima á Fróni.

Bestu kveður og Guð blessi ykkur.

Jens Sigurjónsson, 31.3.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband