Fínt að vera gangster á Íslandi í dag.

stod2-logoÞað var hörmulegt að horfa á Ísland í dag á Stöð tvö í gær. Maður getur ekki með nokkru móti skilið hvað er í gangi  á þeim bænum.

Það virðist vera orðið fínt í þeirra augum að vera GANGSTER á Íslandi í dag miðað við glansmyndina sem dregin var upp af Björgólfi Thor Björgólfssyni í þættinum. Hreinsanirnar þær sem hafa gengið undanfarin misseri á starfsmannahaldi stöðvar tvö eru greinilega að virka og hljóta eigendurnir að vera mjög glaðir með árangurinn, nú eru þeim sem stærstu ábyrgðina bera á hruni efnahagskerfis Íslands ekki lengur gagnrýndir heldur hampað sem hetjum og dýrlingum.

Maðurinn á bak við Icesave orðin dýrlingur Smile er þetta Ísland í dag ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar ekki að við hér á Fróni kyssum á höndina (hendurnar) sem stal frá okkur. Held að Íslendingar séu voða fljótir að gleyma. Ég vil nú eiginlega sjá þessa menn dæmda fyrir stórfelldan þjófnað en í staðinn held ég að þeir sleppi með skrekkinn og séu þar að auki búnir að koma milljörðum undan. Maður verður alveg gáttaður á þessu!

Eins gott að Eva Jolie nái að sakfella þessa glæpamenn

Kveðja

Adda systir

Adda (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ Adda mín.

Já við skulum vona að hægt verði að setja þessa ribbalda í járn sem fyrst.

Bestu kveðjur / litli bróðir.

Jens Sigurjónsson, 1.4.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband