Færsluflokkur: Bloggar

Olíuverðið er brjálæði.

607oil

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegt hámark í dag þegar tunnan fór í 108 dollara.

Þess má geta að verðið á olíunni hefur hækkað um heil 25% síðastliðin mánuð,

Og ekki er sagan öll því fjármálaspekingar spá því að hún muni hækka enn næstu daga.

Stjórar OPEC-ríkjanna hittust í Austurríki í síðustu viku nánar tiltekið í Vínarborg, og voru

þeir að sjálfsögðu ánægðir með gróðann í olíubransanum í dag.

En þeir segja að jafnvægi sé á eftirspurn og framboði svo ekki sé því um að kenna.

En það eru komin hættumerki á fjármálamörkuðum vegna þessa.

Ég veit ekki hvar þetta endar eiginlega, þetta er orðið algjört brjálæði þetta olíuverð.

Og það virðist ekkert vera neitt lát á þessum hækkunum.

Það er ekki orðið spennandi að fara á bensínstöðvarnar og fylla á tankinn nú til dags.

Hvað þá fyrir útgerðina að fylla á skipin sín.

Bíllinn er að verða mjög þungur hluti af rekstri heimilisins, Þannig að nú er ekkert annað gera

en að drífa alla í strætó.

bus_cartoon-732598


Björgunarþyrla með aðsetur á Akureyri.

TF_SYN_160707

Jæja núna er loksins kominn aðstaða á Akureyri fyrir Björgunarþyrlu.

Hingað til hefur ekki verið hægt að hafa þyrlu þar vegna þess að

aðstöðuna vantaði.

En núna er hún komin svo er þá nokkuð til fyrirstöðu að koma einni vélinni norður ?

Þetta er búið að vera til skammar hvað það hefur tekið langan tíma að

staðsetja björgunarþyrlu fyrir norðan, hún hefði átt að vera komin þangað

fyrir mörgum árum.

En betra er seint en aldrei, og vonandi fer eitthvað að ske í þessum málum.


Þarf enginn að taka ábyrgð ?

cartoon_money_01

Ég er búinn að vera að spá í það undanfarið, er fólk sem vinnur hjá því opinbera algerlega

ábyrgðarlaust gagnvart öllu sem það kann að gera þar ?

Hvernig stendur á því að enginn virðist vera ábyrgur fyrir því peninga sukki sem átti sér stað

við byggingu nýrrar stúku og skrifstofubyggingar knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli ?

Kjörnir borgarfulltrúar benda á hvorn annan og neita ábyrgð.

Það er verið að tala um heilar 600 miljónir fram úr áætlun og enginn ber ábyrgð.

Er hægt að treysta þessum kjörnu borgarfulltrúum sem haga sér svona ? Mitt svar er nei ?

Eins er þetta mál með Grímseyjarferjuna, verður enginn dreginn til ábyrgðar þar ?

Þetta er alveg stórkostlegt að menn geti  farið svo óvarlega með skattpeninga þessa lands,

án þess að bera nokkra ábyrgð.

Það hlýtur að vera krafa þegna þessa lands að sannleikurinn komi í ljós og menn beri ábyrgð

á gjörðum sínum. Þetta eru engir smá peningar sem er verið að tala um.

Bara í þessum tveimur dæmum erum við að tala um að 1 miljarð sem hefur flogið út um gluggann.

Og mönnum sem eiga að gæta skattpeningana okkar virðist vera nokkuð sama.

En þá kemur spurningin hver passar skattpeningana okkar ? það virðist engin gera það.

Það hefði verið hægt að gera mikið fyrir 1 miljarð það er ekki spurning.

Svo segja þessir aðilar alltaf " við verðum bara að læra af mistökunum." Það er gott að læra

en menn verða líka að taka ábyrgð á gjörðum sínum.

 


Er hvalkjötið umhverfisvænt ?

whale_cartoon

Jæja nú segir í skýrslu Norðurheimskautssamtakanna að neysla hvalkjöts valdi minni

losun gróðurhúsalofttegunda en neysla annars kjöts.

Það er til dæmis sagt í skýrslunni, "Það magn gróðurhúsalofttegunda sem ein nautakjöts-

máltíð losar jafnast á við átta hvalkjötsmáltíðir."

Ef þetta er staðreynd, er þá nokkuð annað fyrir fólk að ýta kjúklingakjöti, svínakjöti og svo

nautakjötinu til hliðar og borða hvalinn ef okkur er annt um plánetuna okkar ?

Jæja er þá ekki bara að riðhreinsa gömlu hvalskutlana og fara að veiða hval ?

Ekki verða svokallaðir náttúruverndarsinnar á móti því. Jú vilja ekki allir bjarga heiminum ?

En sennilega verða bændur ekki ánægðir ef allir verða farnir að elda hvalkjöt í stórum stíl.

funny_whale


Er ekki í lagi.

toon_hydro-soda-drinker

Margir verða ruglaðir með víni.

Þó svo maður hafi nú oft verið uppátektarsamur hér áður fyrr þegar maður fékk sér í glas,

þá datt manni nú aldrei í hug að taka vínið í nefið.

Ég held nú að aumingja stúlkan hafi bara verið búinn að fá sér fullmikið í tánna þetta kvöld.

Þannig að hún hafi bara ekki haft stjórn á því hvar sopinn lenti í grímunni hennar.

En allavega held ég að það hljóti að vera skemmtilegra að koma sopanum rétta leið. 

drinker

Skál.


mbl.is Winehouse tekur vodka í nefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarískir karlmenn farnir að taka til heima hjá sér.

libp1373

Það eru góðar fréttir að karlarnir í henni Ameríku sé loksins farnir að taka til heima hjá

sér, og farnir að minnka þessa karlrembu.

Og ekki er nú fréttin verri af sálfræðingnum Joshua Coleman sem taldi sig gera mikla uppgötun.

En hann er búinn að sjá það að ef hjón vinna saman á heimilinu og að ef karlinn er góður við

konuna sína og dekrar svolítið við hana, að þá líður henni vel og hamingjan verður meiri á heimilinu.

Já þeir eru ekki vitlausir sálfræðingarnir í henni Ameríku að fatta þetta.LoL

A-woman-wishes-for-no-housework,-cooking-and-cleaning


mbl.is Fleiri húsverk - meira kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjan orðin arfgeng.

happy-face

Jæja nú á hamingjan víst að erfast, ja hérna ekki er öll vitleysan eins í þessari veröld.

Ég held nú að hamingjan sé eitthvað sem maður ávinnur sér en er ekki meðfætt.

Hamingja er lífsviðhorf, að vera sáttur við sitt líf er hamingja.

En hamingjuna verður maður að finna innra með sér, hún finnst ekki í hlutum eða gjöfum.

Hamingjan sést ekki á eigum eða stöðu, nei aðeins maður sjálfur veit að maður er hamingjusamur.

Hamingjan sem slík erfist ekki það held ég að sé nokkuð öruggt.

Hamingja er ekki að fá það sem maður vill, heldur vilja það sem þú færð. Wink


mbl.is Hamingjan er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upptyppingar.

 

 Upptpp_vika25

Upptyppingar og Herðubreið í baksýn.

Já núna skelfur jörðin við Upptyppinga, en sem betur fer er ekki talin hætta á ferðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

En það væri gaman að vita hver hugmyndin á bakvið nafnið er, bara svona til gamans, þá er ég aðallega að spá í orðið typpingur.

En landslagið við Upptyppinga er mjög fallegt.

Ég held að orðið typplingur merki toppur

En ég veit að typpi með ypsiloni merkir húnn á siglutré, sem sagt toppurinn á trénu.

 

penis_224895

Ef landslagið væri svona gæti ég skilið nafngiftina.


mbl.is 320 smáskjálftar við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Latur að blogga.

H125

Vopnafjörður.

Jæja það verður nú að segjast að  maður er búinn að vera ansi latur við að blogga undanfarið.

En ég er búinn að njóta þess að vera í fríi undanfarna daga og tekið lífinu með ró.

Ég og Beverley fórum í stutta heimsókn til foreldra minna austur á Vopnafjörð, og alltaf er jafn

gaman að koma á sínar gömlu æskuslóðir og hitta ættingja og gamla vini.

akureyri_eyjafjordur

Akureyri.

Einnig stoppuðum við í nokkra daga á Akureyri, þar býr sonur minn, og áttum við mjög góðan

tíma saman eins og alltaf þegar við hittumst.

Á Akureyri búa líka tvær af systrum mínum, mjög gaman var að hitta þær og fjölskyldur þeirra.

 

Picture 307...Picture 396...Picture 390

Nú svo var stefnan sett á heimsborgina London, og myndirnar hér fyrir ofan tók ég í þeirri ferð.

Í London vorum við í nokkra daga, og vorum bara að njóta lífsins og slappa vel af.

En núna er fríið að verða búið í bili, en ég sigli frá Reykjavík fljótlega og er stefnan sett á

Newfoundland.

Picture 371....Picture 370...Picture 368

                  Ég                                               Ég og Bev                                 Beverley

 

 


À leidinni heim i torramatinn.

 

 

cabot_tower_and_st_johns

St.Johns

Nuna er èg i St.Johns og tar er ansi kalt nuna og svo snjoar i augnablikinu en tad

er ekki mikid. À sunnudaginn fer èg til Halifax og svo er stefnan sett heim. Ad visu

fer èg til London fyrst en tad verdur bara smà stopp tar nuna.

Tad verdur gott ad koma heim i torramatinn, hàkarl, surmatur og hangikjot Smile ekki slaemt.

Jaeja bid ad heilsa i bili.

halifax

Halifax


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband