Upptyppingar.

 

 Upptpp_vika25

Upptyppingar og Herðubreið í baksýn.

Já núna skelfur jörðin við Upptyppinga, en sem betur fer er ekki talin hætta á ferðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

En það væri gaman að vita hver hugmyndin á bakvið nafnið er, bara svona til gamans, þá er ég aðallega að spá í orðið typpingur.

En landslagið við Upptyppinga er mjög fallegt.

Ég held að orðið typplingur merki toppur

En ég veit að typpi með ypsiloni merkir húnn á siglutré, sem sagt toppurinn á trénu.

 

penis_224895

Ef landslagið væri svona gæti ég skilið nafngiftina.


mbl.is 320 smáskjálftar við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ef landslagið væri eins og þú sýnir á neðri myndinni þá væri nafnið líklega ekki með ypsiloni. Finnst líklegt að það sé frekar dregið af toppi. Líklega skörpum topppum fjallanna, án þess að ég viti það með vissu. 

Haraldur Bjarnason, 2.3.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Haraldur.

Jú rétt er það typplingur er af toppur. Samanber orðið typplótt. þá getum við til dæmis það er typplótt í sjóinn´.

En typpi með ypsiloni kemur fyrir í máli og er þá húnn á siglutré þar að segja toppur.

Jens Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jens. Það er engin leti hjá þér í blogginu núna

 http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/386739/#comments

Manstu þegar Guðsteinn bloggvinur okkar var að blogga um Upptyppinga

Ég er með orðabækur hjá mér og ætla ég aðeins að skrifa um þetta fyndna orð.  Hvað á manni að detta í hug annað en það sem neðri myndin hjá þér sýnir

Upptyppingur = píramídi, e-ð sem hefur keilulag

typpingur = 1. kniplingaskraut, 2. smáúfinn sjór Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, Edda, Reykjavík 2002; Í nýjustu útgáfu frá Eddu,2007 eru engar viðbætur.

Í orðabók frá JVJ útgáfu. Reykjavík, 2005 finn ég ekki þessi orð, bara typptur.

-typptur sem er lýsingarorð = jökul-typptur, snæ-typptur; gull-typptur; silfur-typptur; hvít-typptur; græn-typptur; rauð-typptur, há-typptur; fagur-typptur; tví-typptur; upp-typptur.

Vona að einhverjir snillingar komi og skrifi eitthvað vitrænna en ég sveitapenninn eins og einn af bloggvinum mínum kallar mig og þess vegna er þetta þema á blogginu mínu og hjá honum fann ég líka þessa flottu mynd en þú veist alveg hvernig ég lít út þannig að þú lætur ekki plata þig.  Hér er vetrarveður, norðaustan og hríð.

Guð blessi þig og þína. Kveðja úr sveitinni fögru.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa. Nei nei nú er engin leti .

Ég hef heyrt til dæmis að það sé typplótt í sjóinn. Þá er átt við smá öldutoppar sjást.

Upptyppingar merkir sennilega toppar kannski Hátoppar.

Guð blessi þig.

Jens Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur. Það einmitt kom fram í orðabókinni "smáúfinn sjór" Sjórinn er meira en smá úfinn núna en þú veist að við erum hraustmenni og stöndum af okkur svona veður.  

Fórstu inná síðuna hjá Guðsteini til að rifja upp grínið sem þar var um Upptyppinga. 

typplóttur, týplóttur = (um sjó) smáúfinn, með topplaga bárum > Það er typplótt....

Það hefur nú örugglega blásið oft hraustlegra á þig á sjónum en þegar það er typplótt í sjóinn.

Ég var að kíkja og athuga hvort þú værir bloggvinur Ara en ég sá þig ekki þar í fljótu bragði. Á ekki að biðla til hans? Fyndin fréttin um ófærðina á Reynisfjalli.  Ari er svo fyndinn þegar hann er að skrifa um fréttirnar. Það er eins og hann hnusi upp ruglið í fréttamönnum mbl.is

Ég prufaði að senda e-mail í dag. Tókst það? 

Friðarkveðjur úr sveitinni þar sem norðaustan áttin blæs og nóg af ofankomu. Ekki núna en rétt áðan svo það er hörku fjör hér. Þegar ég skrifað 10:30 þá var hríð.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:22

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Erlingur. Á Vopnafirði  var drengur sem var kallaður Trölli í denn. Hann hefur oft veitt hákarl og þegar hákarlinn er tilbúinn til átu eftir að hafa verið kæstur, hengdur upp o.s.frv., það getur ekki verið sá Tröllaskítur-Hákarl sem þú átt við. Hákarl vel kæstur = nam, nam.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband