Færsluflokkur: Bloggar

Konur og bílar.

0254
Er þetta virkilega svona ?
 
windowslivewriterdangerwomandrivers-19cwomen-drivers-104
Frúin á bryggjurúntinum.
 
women-drivers-2
Þessi fröken sýndi mikla leikni í að leggja bíl í stæði.
 
Woman_Driver978
Þessi dama hefur sýnt sérstaka færni.
 
 
women-drivers-01 Æi búin að festa bílinn.
 
wrx_n_female
Þessi hafði ekki góða reynslu af því að lána konu bílinn sinn.
 
Þetta er bara smá djók.
Konur eru afbragðs bílstjórar.
 

Einn ástsælasti sonur þjóðarinnar.

476857
 Herra Sigurbjörn Einarsson.
 
Með Herra Sigurbirni Einarssyni er genginn einn ástsælasti sonur sem Íslenska þjóðin hefur eignast.
 
Hans verður minnst sem öflugasta málsvara kristni og mannúðar á Íslandi.
Predikanirnar hans, sálmar og bænir hafa snert við hjörtum allra íslendinga í gegnum tíðina,
því enginn hefur boðað fagnaðarerindið hér á landi á svo einlægan hátt sem Herra Sigurbjörn.
Enda eru bænir, predikanir og sálmar hans fyrir löngu orðnar klassík.
 
Herra Sigurbjörn Einarsson fæddist árið 1911.
Hann giftist Magneu Þorkelsdóttur árið 1933.
Frú Magnea lést þann 10 apríl 2006.
Eignuðust þau 8. börn.
 
Herra Sigurbjörn tók við Breiðabólstaðarprestakalli 1.sept 1938 og vígðist hann sama ár.
Honum var veitt Hallgrímsprestakall í janúar 1941 og var þar til ársins 1944 þegar hann gerðist
dósent í guðfræði við Háskóla Íslands, og varð hann prófessor í Guðfræði við sama skóla árið 1949,
hann gegndi því starfi til 1959 er hann varð Biskup Íslands.
Og Biskup var hann til ársins 1981 eða í alls 22.ár.
 
Predikanir hans voru perlur, og eru fyrir löngu orðnar klassík.
Líkingar hans voru oft hnyttin og fyndin.
Eins og þess texti sem er í senn fyndinn og mjög djúpur.
 
"Líf flestra manna er líkast kirkjusvefni.
Þeir sofa þangað til sagt er "amen".
Þá hrökkva þeir upp. En þá er um
seinan að heyra, eilífðarboðskapinn og
taka á móti blessunin frá Drottni.
Þannig vaknar margur þá fyrst
þegar dauðinn nálgast og segir sitt
amen yfir lífi þeirra."
 
 
Fáir hafa verið eins öflugir málsvarar Íslenskrar tungu eins og Herra Sigurbjörn Einarsson var.
Enda má svo sannarlega segja að predikanir hans hafi verið málfarsundur því hann lék sér svo
faglega með Íslenskuna þannig að úr urðu meitlaðar og hlýjar setningar, sem allir vildu hlusta á.
 
Hann var líka öflugur á ritvellinum og liggur mikið eftir hann þar á bæ.
Sigurbjörn skrifaði mikið af fræðibókum til að mynda kennslurit um trúarbragðarögu og hann þýddi mikið af sálmum og trúarritum.
Þekkt rit eftir hann eru til að mynda Trúarbrögð mannkyns og Opinberun Jóhannesar.
Einnig gaf hann út fjölda bóka um hugvekjur og predikanir til að mynda bækurnar,
Meðan þín náð, Helgar og hátíðir, Konur og Kristur, Sárið og perlan.
Hann samdi og þýddi fjölda sálma í sálmabók þjóðkirkjunnar.
 
Ég er nokkuð viss um sjaldan eða aldrei hafi Íslenska þjóðin virt nokkur hjón eins mikið,
eins og hún virti og elskaði heiðurshjónin Herra Sigurbjörn Einarsson og frú Magneu Þorkelsdóttur.
Það geislaði af þeim hjónum mannelska, og ástúð og svo mikil hlýja.
 
Ég veit að það er tekið vel á móti honum í himnaríki, þeim stað sem hann hefur verið að segja
okkur frá alla sína tíð.
 
Blessuð sé minning Herra Sigurbjörns Einarssonar.
 
jesus-bible-14g
 
 
 
 
 
 

Kínaferð Þorgerðar Katrínar.

tkg
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
 
Ferðin.
 
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skellti sér á Ólumpíuleikanna á dögunum ásamt fylgdarliði.
Með henni í för var eiginmaður hennar og ráðuneytisstjórinn og eiginkona hans.
Þetta fríða föruneyti fór ekki einu sinni til Kína, nei og nei heldur fór liðið tvisvar sinnum.
Fyrri ferðin var frá 5 -14 ágúst og kostaði skattgreiðendur um þrjár miljónir, en seinni ferðin
var frá 23 - 25 ágúst og kostaði litlar tvær miljónir. Og skal tekið fram að eiginkona ráðuneytisstjóra
var ekki með í þeirri ferð.
Fimm miljónir takk fyrir, það er ekkert smáræði.
Auðvitað er þetta ekki skemmtiferð nei ekki aldeilis og ráðherra og stjóri ráðuneytisins verða auðvitað að hafa dagpeninga.
Dagpeningar ráðherra eru 30,134 kr á dag svo ráðherrann hefur verið með um 390,000 í dagpeninga í þessum ferðum.
 
Ferð no 2.
 
Það er örugglega ekkert að því að ráðherra íþróttamála sé viðstaddur viðburði sem þessa.
En var nauðsynlegt að rjúka aftur til kína og eyða tveimur miljónum til viðbótar fyrir aðeins
tveggja daga ferð ?
Verður ekki að gæta smá hófsemi í þessum hlutum ?
Svo var Ólafur forseti og frú á staðnum sem fulltrúar þjóðarinnar.
Það verður nú fróðlegt að sjá hvað kostnaðurinn hjá forsetanum var hár.
Mér finnst þetta algjört bruðl og til skammar að fara svona með peninga skattgreiðenda.
Sá til að mynda var kostnaður flugfargjalda ráðherra og maka í seinni ferðinni um 1.3 milljónir.
Er eitthvað vit í þessu ?
Þetta er sóun á almannafé og ekkert annað.  
 
olimpic
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

myndir.

picture_426
 
Beverley og Jens
 
Jæja Þá eru komnar nokkrar myndir úr brúðkaupinu inn í albúmið, það koma fleiri síðar.

Gísli í skóla og borgin borgar.

height_300_upload_xd.is_images_IjqjzO
Gísli Marteinn Baldursson.
 
Það eru ekki allir eins heppnir og borgarfulltrúinn okkar hann Gísli Marteinn Baldursson .
Hann fer í haust í Edinborgarháskóla til að stunda nám í borgarfræðum.
Og lukkan hans er sú að hann er á launum hjá borginni á meðan, en hann segist ætla að
stunda þá vinnu sem hann var kosinn til að sinna samhliða náminu.
Duglegur er Gísli án efa, en ég efa að hann geti sinnt náminu og störfum sínum í borginni á
sama tíma.
Það verður fróðlegt að vita hvað ferðakostnaður hans verður hár í vetur, það verður feitur reikningur
því hann verður meira og minna á ferðinni ef hann ætlar sér að gera þetta með sóma.
Og auðvitað verður hann að borga farmiðana sjálfur hvað annað.
 
Nú var Gísli búinn að tala um að segja sig úr nefndum og ráðum á vegum borgarinnar.
En hann ætlar sér að vera í forsætisnefnd sem færir honum 108 þús á mánuði.
Gísli segir að þetta sé lítill nefnd og aðeins sé búið að kalla nefndina saman 5. sinnum á þessu ári,
ef svo er finnst mér 108 þús á mánuði fyrir litla sem enga vinnu ekki slæm laun.
Þannig að Gísli verður þá með um 325 þús í laun samanlagt á mán hjá borginni.
því hann hefur 216 þús sem borgarfulltrúi á nefndarsetu.
 
Það verður fróðlegt að fylgjast með í vetur hvernig þetta kemur til með að ganga upp hjá Gísla.
 
En auðvitað vita allir að þetta kemur aldrei til með að ganga upp hjá stráknum.
Ef hann ætlar að stunda nám þá stundar hann námið og fer úr vinnunni.
Að halda þessum blekkingarleik áfram er mjög heimskulegt af honum því allir sjá í gegnum þetta.
Það verður ekki látið líðast að hann verði í vinnu hjá borginni bara að nafninu til.
Ef hann ætlar að þiggja laun skal hann vinna fyrir þeim.
 
 
 
 

mbl.is Gísli Marteinn: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl og aftur rugl.

100_9912.preview
 Maður hlær sig alveg máttlausan, þegar maður les fréttir eins og þessa.
 
Nú á að gefa rósir gegn ruglinu.
 
Svo ætlar læknirinn og borgarfulltrúinn
Dagur B. Eggertsson að skrifa uppá rauða pillu fyrir borgarbúa sem væri ráð gegn ruglinu.
Ég held að það væri nóg að borgarfulltrúarnir (og þá meina ég alla)
tækju einhver lyf við ruglinu sem hefur átt sér stað í ráðhúsinu á þessu kjörtímabili.
 
Þetta er skemmtilegt rugl hjá Degi B.
og félögum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Rós og ráð gegn rugli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsinn heldur áfram.

 
250px-R%C3%A1%C3%B0h%C3%BAs_Reykjav%C3%ADkur Ekki er öll vitleysan eins svo mikið er víst.
Nú stefnir allt í það að við fáum nýjan borgarstjóra.
Þá hafa verið fjórir borgarstjórar á launum síðastliðið
ár.
Vilhjálmur var búinn að vera rúmt ár þegar hann var
sleginn af í október á síðasta ári, Dagur var búinn að vera
þrjá mánuði þegar honum var velt úr sessi, og svo Ólafur
um sex mánuði eða eitthvað svoleiðis þá fellur hann.
Þessi farsi er með ólíkindum.
Á maður að hlæja eða gráta ?
Ég er ekki viss.
En eitt veit ég, þetta er eitt það allra heimskulegasta
leikrit sem ég hef séð.
Og rjóminn í vitleysunni er að Óskar ætlar að hoppa upp
í rúm hjá sjálfstæðisflokknum aftur, ekki hafa menn langtíma minni í borgarstjórninni.
Það sem þyrfti að gerast hjá sjálfstæðisflokknum er að henda út öllum þeim borgarfulltrúum
sem eru í stjórn núna.
flokkurinn hefur aldrei átt eins auman hóp af borgarfulltrúum og nú.
það er enginn og þá meina ég enginn sem hefur forustuhæfileika í þessum hóp, svo mikið er víst.
Þetta kjörtíma bil er búið að vera sjálfstæðisflokknum í Reykjavík til skammar.
Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn aftur í Reykjavík með þetta lið innanborðs.
 

mbl.is Hanna Birna og Óskar á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agnes niðurlægir sjálfan sig.

 c_ordid_agnes_braga             arni_johnsen

                                                  

Árni Johnsen er enginn engill svo mikið er víst, hann hefur sagt ýmislegt misjafnt um

menn og málefni í gegnum tíðina.

En ég held að hann hafi aldrei verið eins grófur og Agnes var í morgunþættinum á bylgjunni,

Þar sem hún fór hamförum, og rakkaði Árna niður í svaðið með þvílíkum gífuryrðum að annað

eins hefur sennilega aldrei heyrst á öldum ljósvakans.

Þessi ummæli Agnesar um Árna eru alveg með ólíkindum.

Árni braut landslög eins og allir vita, en hann er búinn að taka út sína refsingu.

Mér er spurn talar Agnes svona um alla sem hafa misstígið sig í lífinu ?

Agnes dæmdi sjálfan sig mjög harkalega með þessum ummælum.

Hún ætlaði að niðurlægja Árna en tókst ekki betur en svo að niðurlægingin varð hennar.

 


mbl.is Árni stefnir Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl.

jakobfrimann

Jakob

Ég er ekki hissa á því að fólk vilji fá svör við nokkrum spurningum varðandi

ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar sem verkefnisstjóra miðborgar.

Satt að segja er ég alveg gáttaður á þessari ráðningu.

Og það eru spurningar sem ég vildi fá svör við líka.

Hvað hefur Jakob gert svo hann verðskuldi við þessa ráðningu heilar 860.000

krónur á mánuði í lámarkslaun ?

Þegar verkefnisstjóri upplýsingamála hjá borginni getur í mestalagi haft 368.000 kr

á mánuði fyrir 40 stunda vinnuviku og 12 ára starf ?

(en verkefnisstjórar eiga möguleika á 200.000 aukalega, en þá er um að ræða 40-50 stundir í yfirvinnu á mánuði)

Með þessari ráðningu hef ég endanlega misst allt álit á sjálfstæðismönnum í borgarstjórn og Ólafi.

 


mbl.is Spurt um ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafís.

Það var nóg af hafís á miðunum austur af Newfoundland í Apríl.

Hér eru nokkra myndir frá síðasta túr, fleiri myndir eru í albúminu.

Picture 767                  Picture 781

Landsins forni fjandi.                                               Stundum er veðrið fallegt.

Picture 642                 Picture 784

Verið að toga.                                                          Tveir fornir fjandar, ég og ísinn.

Picture 766                  Picture 764

Ansi þéttur á köflum.                                                  Nóg af honum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband