5.5.2007 | 21:22
Skipstjóraskóli fyrir stórskip.
Ég sá og heyrði í fréttunum í kvöld viðtal við Þorstein Már Baldvinsson forstjóra Samherja.
Hann kom með þá frábæru hugmynd að stofna skipstjóraskóla stórskipa og yrði skólinn
í samstarfi við Háskólann á Akureyri og og útgerða við Eyjafjörð.
Þetta er mjög góð og spennandi hugmynd í sjálfu sér, en hvað með Fjöltækniskólann ?
Ég undrast að Fjöltækniskólinn sýni þessu ekki meiri áhuga, því að ekki er að verða spennandi
fyrir unga menn að sækja stýrimannanám í dag ef menn ætla eingöngu að sigla hér við land.
Ekki er að verða um auðugann garð að gresja í fiskiskipaflotanum og ekki eru kaupskipin til
staðar.
Þannig að hugmynd Þorsteins er mjög góð, og vonandi verður hún að veruleika sem allra fyrst.
Og Akureyri er með Sjávarútvegsháskólann og þá er skipstjóraskóli stórskipa vel settur á Akureyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007 | 14:31
HVÍLDIN.
Hvíldin.
Í upphafi
Skapaði Guð heiminn
Og hvíldist
Þá skapaði Guð manninn og hvíldist.
Svo skaðaði Guð konuna.
Síðan þá hefur hvorki
Guð né maðurinn
Getað hvílst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 13:40
Gamla góða Naustið.
Gamla góða Naustið.
Maður fær nettan hroll þegar maður á leið hjá gamla góða Naustinu þessa dagana.
Það er víst búið að hreinsa allt út úr húsinu sem mynnir á gömlu tímana.
Og svo eru kýraugun horfin og komnir venjulegir gluggar í staðinn.
Og svo eru núna komnar Kínverskar skrautsúlur og annað kínverskt skraut utan á húsið.
Enda á víst að vera í húsinu Kantónskur matur.
Halló KÍNAMATUR í Naustinu er ekki í lagi með fólk í dag eða hvað ?
Ma ma ma maður fær bara nett áfall að horfa upp á þetta vera gerast.
Svo eru menn alveg miður sín út að húsunum sem brunnu á horni Lækjargötu og Austurstrætis
en það þetta er í góðu lagi að lúskra svona á gamla og góða Naustinu þar var engin menning.
Skamm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 14:31
Grímseyjarferja.
Enn eitt klúðrið.
Það er alveg ótrúlegt þetta mál með nýju Grímseyjarferjuna þetta er eiginlega bara sorglegt
mál allt saman.
Hvernig datt þessum snillingum í hug að festa kaup á þessari ferju sem er komin vel til ára
sinna og mjög illa farin ? Er bara vaðið á stað í villu og svima og ekkert spáð í hlutina ?
Svo verða allir svakalega hissa þegar kostnaðurinn við endurbæturnar verður nokkuð meiri
en menn héldu í upphafi.
Nei ég held að maður þurfi ekki nema smá skynsemi til að sjá að svona kaup borga sig ekki.
Kaupin á ferjunni voru gerð í lok árs 2005, og kostaði hún 102 miljónir króna og var hún í
mjög slæmu ástandi.
Í ársbyrjun 2007 reiknaði vegagerðin með því að allur kostnaður við endurgerð ferjunar
+ kaupverð yrði með öllu kr.350 miljónir. Og ferjan væri klár í siglingar 25 mai 2007.
En hvað nú er allt stopp og ekkert verið að vinna við ferjuna, hún er ekki nema hálf köruð
þanni að ekki siglir hún í sumar svo mikið er víst.
Afhverju er allt stopp ? Jú það er djúpstæður ágreiningur á milli verksala og verkaupa sem er
vegagerðin.
Kristján Möller þingmaður sagði nú í vikunni að kostnaðurinn við breytingarnar væri orðinn
500 miljónir króna, og enn vanti í það minnsta 100 miljónir til.
En meistari Sturla Böðvarsson segir þetta vera bull í Kristjáni þetta sé ekki svona slæmt.
En afhverju felldi meirihluti samgöngunefndar í morgun tillögu minnihlutans um að
Ríkisendurskoðandi verði látinn fara yfir fjárreiður er varða væntanlega Grímseyjarferju.
Þetta er enn einn skrípaleikurinn hjá Sturlu Böðvars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2007 | 10:32
Hlýnun jarðar.
Hlýnun jarðar.
Það er alveg ótrúlegt hvað þjóðir heims eru tregar að gera eitthvað í málunum.
Það verður að taka þetta mál föstum tökum strax.
Þetta á eftir að verða hrikalegt vandamál eftir ekki mörg á ef ekkert verður gert
vandamál sem verður þá kannski of seint að leysa.
Vesturlandaþjóðirnar eru að dudda sér við að lúskra saklausu fólki í nokkrum arabalöndum
á meðan þessi mesta ógn jarðarbúa vofir yfir okkur og ekkert er gert.
Vonandi fara höfðingar jarðarinnar að átta sig á alvarleika málsins og taki saman höndum
og reyni að finna einhverja lausn á málunum sem gæti minkað hlýnunina.
![]() |
Samkomulag náðist á loftslagsfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 00:44
Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng.
Jæja þá er búið að blása af framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng í bili.
Hefur allur undirbúningur verið stöðvaður.
Verkið átti að hefjast á þessu ári og ljúka í lok árs 2010 samkvæmt áætlun.
Stjórnarmenn Greiðrar leiðar segja verkefnið ekki njóta nægilegs stuðnings
stjórnvalda. Á nýliðnu þingi var samþykkt að 300 miljónir króna færu til
Gangnanna næstu þrjú árin.
Það er bara engan vegin nóg fjármagn til að fara af stað í þetta verkefni.
Reiknað er með að göngin sem eiga að verða rúmir 7 kílómetrar að lengd
kosti um 6 miljarða og átti að innheimta 5 miljarða í veggjaldi á 25 árum,
svipað og gert er í Hvalfjarðargöngum.
Greið leið er einkahlutafélag mest í eigu sveitafélaga á svæðinu og KEA.
Félagið hefur unnið mikið starf í undirbúningi fyrir framkvæmdirnar, og hefur
eitt 65 miljónum í verkið það sem af er. Stjórnarmenn félagsins segja að
ekki vanti mikið uppá peningahliðina svo hægt væri að byrja, en það
fjármagn sem þingið hefur lofað dugar ekki. Þannig að Greið leið sér ekki
ástæðu að hefjast handa við svo búið ástand.
Þessi göng munu ef þau verða gerð, hafa gríðarleg áhrif til góðs í þessum
landshluta.
Jæja það er ekki búið að kjósa og stóru orðin hjá stjórnarflokkunum eru
strax farin að dofna.
Það er ekki nóg að tala digurbarkarlega og lofa öllu fögru.
Nei það á að standa við orðin og láta verkin svo tala.
Vonandi hrökkva menn núna í gírinn og redda nokkrum aurum svo hægt
verði að halda áfram með verkið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 16:48
Gamlir kofar.
Er þetta ekki bara rugl að fara endurbyggja húsin við Austurstræti og Lækjargötu sem brunnu ?
Núna er tækifæri að byggja falleg hús sem passa við hin húsin sem eru til staðar í miðbænum
ekki fara að byggja láreist hús á þessu horni aftur.
Húsin eru brunnin og söguleg verðmæti með þeim og er það miður, en við sköpum þau ekki aftur.
Nei notum tækifærið og gerum þetta að fallegu horni í miðborginni okkar.
![]() |
Húsafriðunarnefnd fagnar ákvörðun um endurbyggingu húsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 09:32
Íslenskt ríkisfang.
Ekki orðið vandamál að fá Íslenskan ríkisborgararétt í dag.
Það er alveg með ólíkindum þetta mál með stúlkuna frá Gvatemala sem fékk Íslenskt ríkisfang.
Kerfið virðist hafa sett Íslandsmet í afgreiðslu umsóknar stúlkunnar svo mikið lá á.
Þetta tók aðeins tíu daga að afgreiða málið. Mál sem er eðlilegt að afgreiða á fimm til tólf
mánuðum, eins og segir á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.
Ferlið.
Skoðum aðeins ferlið á umsókninni sem fékk þessa snöggu afgreiðslu.
Stúlkan lagði inn umsóknina þann 6. mars.
Þá sendir dómsmálaráðuneytið umsóknina til útlendingastofnunnar og lögreglustjóra
á höfuðborgarsvæðinu til skoðunnar, sem svo senda aftur umsóknina til ráðuneytisins,
sem þá sendir umsóknina til alsherjarnefndar sem eftir blessun sína sendir hana til
Alþingis og þangað er umsóknin komin þann 14. mars og þann 16. mars er Alþingi
búið að afgreiða málið.
Já kerfið er farið að virka heldur betur. Bara að það virkaði svona vel á öllum stöðum.
Undirnefnd alsherjarnefndar.
Ekki virka þeir trúverðugir fulltrúar undirnefndar alsherjarnefndar.
Þeir kannast ekkert við tengsl stúlkunnar við Jónínu Bjartmarz.
Bíddu við eiga þeir ekki að kynna sér aðstæður umsækjenda hér á landi ?
Það eiga þeir jú að gera, og stúlkan er með lögheimili hjá Jónínu.
Guðjón Ólafur sagðist jú sennilega hafa séð stúlkuna með Jónínu.
Og Jónína segir sjálf að hún hafi leiðbeint stúlkunni í gegnum þetta sem er bara gott.
En vá vá engin kannast við tengslin.
Engin ástæða til flýtimeðferðar.
Nú segir í þessu blaði sem kastljós sýndi þjóðinni.
"Að stúlkan sé að fara til náms í Bretlandi og vera þar í næstu þrjú árin.
En koma heim til Íslands á sumrin til þess að vinna.
En það verði mikil fyrirhöfn fyrir hana að sækja um dvalarleyfi hér á landi eftir hverja önn."
Bíddu við.
Ríkisborgari frá Gvatemala þurfa ekki ferðamannaáritun hér,
Þeir eru innan þeirra landa sem hafa undanþágu á því að þurfa ferðamannáritun hér.
Hvað er þá málið með ástæðuna að hún sé með skert ferðafrelsi hingað ?
Lögfræðingur alþjóðahússins Margrét Steinarsdóttir segir samkvæmt fréttastofu útvarps.
Ekki þekkja dæmi þess að það taki bara nokkra daga að afgreiða umsóknir um
Íslenskt ríkisfang.
Ég vil samt bjóða þessa stúlku velkomna hingað til Íslands.
En því ver og miður angar allt málið af fyrirgreiðslu og spillingar pólutík.
Eru menn búnir að gleyma því þegar börn innflytjenda á Ísafirði var úthýst úr skóla ?
Hvar var þá Framsóknar fyrirgreiðslan þá ?
Nei það er ekki sama Jón(ína) og séra Jón(ína).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 07:49
Olía
Ósáttir við bensínlækkun.
Atlandsolía sakar gömlu olíufélögin um að gera atlögu að fyrirtækinu, með því að
lækka verð á eldsneyti næst bensínstöðvum fyrirtækisins.
Og á sama tíma lækki þeir ekkert á landsbyggðinni .
Nú er Atlansolía að láta lögfræðinga sína kanna réttarstöðu sína gagnvart þessu
máli segir í tilkynningu frá félaginu.
Er Atlandsolía virkilega ekki enn búið að átta sig á því að það er í harðri samkeppni
við hin félögin á þessum markaði.
Í staðin fyrir að væla og væla ættu menn frekar að spýta í lófana og sækja enn
harðar fram á við og herða á samkeppninni.
Nei Atlansolía virkar sem vælupúki í mínum augum með svona yfirlýsingum að
hinir séu svo vondir við þá og þeir séu lagðir í einelti.
Maður hélt að í svona fyrirtæki væri öflug markaðsdeild sem gerði sér grein
fyrir því að það yrði brattann að sækja gegn gömlu félögunum í þessum slag.
1.5.2007 | 09:05
1.mai
Til hamingju með 1.mai.
Fyrsti mai er alþjóðlegur dagur verkalýðshreyfingarinnar frá árinu 1889,
og var fyrsta kröfuganga á Íslandi farin árið 1923.
Árið 1955 tileinkaði páfastólinn verkamanninum Jósef trésmið
fóstra Jesú Krists þennan dag.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)