9.5.2007 | 21:24
Enn gefur framsókn.
Þetta er hið besta mál að friðlýsa jörðina.
En skemmtileg tilviljun að það sé gert nokkrum dögum fyrir kosningar.
Ég vildi hafa kosningar tvisvar á ári, þá væri gaman að lifa í þessu landi.
![]() |
Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 16:17
Kosningarskrifstofur í ráðuneytunum.
Það er alveg með ólíkindum hvað framsóknar höfðingjarnir eru liprir með pennana upp á síðkastið.
Félagsmálaráðherra er búinn að skrifa upp fjóra stóra samninga á síðustu tveimur mánuðum.
Og samanlagður kostnaður þeirra hljóðar upp á 450 miljónir króna.
Á sama tíma í fyrra var enginn samningur gerður.
Heilbrigðisráðherra er aðeins fjörugri með pennann og er búinn að skrifa upp á sex stóra samninga
á síðustu tveimur mánuðum, og er samanlagður kostnaður þeirra 837 miljónir króna.
Á sama tíma í fyrra var enginn samningur gerður.
Þessi verkefni hjá ráðherrunum eru örugglega góð og gild það er ekki málið.
Heldur þessi einkennilega tímasetning á undirritun samninga og tilkynningum um hin góðu verk
ráðherrana. Væri nú ekki munur ef þetta væri frekar jafnt og þétt allt kjörtímabilið ?
Sumir segja að þeir séu að taka til í skúffunum, og fundið þar þessi ókláruðu verkefni.
Ekki virkar það traustvekjandi á mig að það þurfi alltaf hreingerningar á skrifstofum ráðuneytanna
fyrir kosningar, til að ráðherrarnir fylgi málum eftir og klári þau.
Nei svona eyðslufyllerí ráðherra rétt fyrir kosningar eiga ekki að eiga sér stað, þetta eru trúverðug
vinnubrögð það sjá allir í gegnum slíka pólitík. (skóflustungupólitík).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 20:35
Nú þarf Jón Gunnar að safna hári.
Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Jón Gunnar Ottósson var mjög undrandi þegar Listaháskóli Íslands
fékk lóð í Vatnsmýrinni, lóð sem hefur verið merkt Náttúrufræðistofnun í nokkur ár.
Hvað er eiginlega í gangi ? Þarf maður virkilega að hætta að skerða hár sitt til að fá óskir sínar
uppfylltar ?
Það sem er líka furðulegt við skilmálana er að Listaháskólinn má selja lóðina sem er talin vera um
900 miljóna króna virði.
Jæja jón þá er komið að þér að láta hárið vaxa.
![]() |
Hjálmar fór í klippingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 19:28
Framsókn er ekki kominn timi til brosa ?
Nei nei Nonni þú verður að brosa.
Ekki svona grimmur.
Hvernig er það eiginlega eru framsóknarmenn búnir að gleyma trixinu hjá Halldóri Ásgríms
sem hann notaði með miklum árangri í síðustu kosningum en það var hið fræga BROS.
Talið er víst að BROSIÐ hans Halldórs hafi reddað flokknum í síðustu kosningum.
Nú er útlitið ekki beint glæsilegt hjá flokknum miðað þær skoðanakannanir sem byrtar hafa
síðustu daga. Það er alveg á tæru að flokkurinn verður að gera eitthvað sniðugt.
Væri þá ekki tilvalið að láta Jón fara BROSA.
Það væri gaman að sjá hann BROSA, Þið munið hvað Halldór tók miklum breytingum þegar
hann tók upp á því að BROSA.
BROSIÐ kom Dóra áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 17:45
Í málaferlum því hann lifir.
Ég sá snildar frétt í dag, þar segir frá sextíu og tveggja ára Breta að nafni John Brandrick.
Hann hafði karl kvölin greinst með krabbamein í briskirtli sem er auðvitað ekki gott.
Og læknarnir sögðu honum að hann ætti aðeins sex mánuði eftir í þessari jarðvist.
Honum brá nokkuð að sjálfsögðu, en hann ákvað að lifa lífinu út í ystu æsar það sem væri
eftir að því. Svo hann sagði upp vinnunni, og tók út allt spariféð sitt og byrjaði fjörið.
En þegar peningarnir voru í þann veginn að klárast hefur læknirinn hans samband við hann
og segir honum að hann geti allt eins orðið 100 ára því æxlið hafi verið góðkynja.
Aumingja karlinn er núna kominn í mál við Breska heilbrigðiseftirlitið til að fá peningana
sína aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 14:49
Rasismi eða hvað ?
Þessar hreinsanir í dag finnst mér vera í takt við rasisma.
![]() |
Nítján Rúmenar fara úr landi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 14:15
Gæslan fær nýja flugvél.
Það var svo sannarlega kominn tími til að gamli góði Fokker Landhelgisgæslunnar fengi hvíld
frá störfum, enda komin vel til ára sinna.
En við fáum að vísu ekki nýju vélina fyrr en eftir tvö ár.
En það gerir ekkert til stóru frændur okkar Danir og Norðmenn ætla að passa okkur á meðan.
En samt til hamingju með kaupin á nýju vélinni.
Samt gaman að sjá hvað ráðherrar ríkistjórnarinnar eru að skrifa undir marga samninga núna á siðustu dögum fyrir kosningar.
![]() |
Samið um kaup á nýrri eftirlitsflugvél fyrir Landhelgisgæslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 11:51
Alcoa að eignast Alcan ?
Jæja nú er kannski að verða bara eitt stórt öflugt álfélag hér á klakanum.
Þeir hljóta að taka Grundartangann líka annað væri nú ekki hægt.
![]() |
Alcoa leggur fram yfirtökutilboð í Alcan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2007 | 11:16
Danir rotta sig saman.
Um 35 þúsund danir búa á suður Spáni.
Danska fríblaðið 24timer, birti í blaðinu nýja rannsókn sem sem Breskur félagsfræðingur að nafni
Karen O´Reilly, gerði um danska innflytjendur á suður Spáni þar sem 35 þúsund danir búa í dag.
Þar kemur fram að danir gera það nákvæmlega sama og þeir eru að gagrýna innflytjendur í
Danmörku fyrir að gera, þar að segja rotta sig saman og mynda lítil samfélög.
Karen sagði að mjög sláandi hve stór hluti danana á Spáni er úr öllum tengslum við samfélagið.
Og aðeins fimm prósent þeirra talar Spænsku.
Þeir virðast halda sig alveg útaf fyrir sig, eru með Danska kirkju, Danska leikskóla, Danska hjúkrun,
Danskar búðir, Danska útvarpstöð svona mætti lengi telja.
Þeir kjósa ekki í sveitastjórnar kostningum þó þeir eigi rétt á því, heldur mæta þeir á litla fundi
þar sem þeir ráða ráðum sínum.
Íslendingar á Spáni.
Á Costa Blanca svæðinu á Spáni eru margir Íslendingar, og er hegðun þeirra aleg eins og hjá
frændum okkar dana.
Íslendingarnir eru mest við og í borginni Torrevieja og svo í smábæ sem heitir La Marina.
Báðir staðirnir eru rétt sunnan við Alicante.
Íslendingarnir eru eins og danirnir mjög mikið sér og hittast vikulega á smá fundum þar sem
menn fara yfir hlutina, þar hjálpast menn að og skiftast á upplýsingum sem koma að gagni.
Á þessu svæði búa mikið að Bretum og Norðmönnun eru þeir með sín eigin samfélög
Semsagt kirkjur,tannlæknar,læknar,iðnaðarmenn,ferðaskrifstofur,leikskóla,skóla,útvarpsrásir,
dagblöð,bílasölur,verslanir að öllum gerðum,fasteignarsölur, og svo margt fleira.
Við Íslendingarnir höfum hallað okkur mikið að frændum okkar Norðmönnum á svæðinu og einnig
Bretum sem eru með þjónustu á öllu sem á þarf að halda.
Íslendingar í messu í Norskri kirkju í Torrevieja.
Þar hefur Íslenskur prestur messað í nokkum sinnum á ári.
Þetta er sennilega í öllum löndum heimsins að innflytjenur rotti sig saman og myndi smá samfélög.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 21:26
Engin megrun í dag.
Megrunarlaus dagur.
Vá loksins dagur fyrir mig hugsaði ég og brosti út að eyrum, og varð mjög kátur.
Jú ég var að enda við að kveikja á sjónvarpinu og koma mér fyrir í sófanum til að
horfa á fréttirnar, með rjúkandi pizzu,brauðstangir og auðvitað coke cola með.
En samt með smá móral yfir þessu fæði hjá mér þegar fréttin kom, þessi yndislega frétt.
"Í dag er megrunarlaus dagur." Sagði fréttaþulurinn, fyrst hélt ég að þulurinn væri að djóka.
Nei svo var ekki honum var víst alvara, ég hafði aldrei heyrt um þennan dag áður.
Þannig að ég borðaði pizzuna og drakk coke með, í dag er megrunarlaus dagur og ekki
ástæða til að vera með móral út í valið á fæðunni sem ég var að innbyrða.
Ég var svo glaður yfir deginum að ég ákvað að fá mér ís á eftir og hvað annað en duglega af
sósu líka.
Hefði ég bara vitað strax í morgun um þenna dag, vá vá þá hefði nú verið veisla í lagi.
Hver er svo að segja að aldrei komi ánægjulegar fréttir ?
Það var Mary Evans Young fyrrum sjálfsveltisjúklingur sem stofnaði international no diet day.
Það gerði hún árið 1992 til að vekja athygli á skaðlegum áhrifum á útlitsdýrkun.
Dagurinn hefur síðan verið alþjóðlegur baráttudagur, þetta er í annað sinn sem dagurinn er
haldinn hér á landi.
Eitt er víst að eftir ár ætla ég að vakna þennan dag og hugsa með mér SKÍTT MEÐ KÍLÓIN.
Eða bíddu nú við geri ég það kannski ekki bara alla daga ?
Eggert Ólafsson sagði eitt sinn: "Ef þú étur ekki smér eða það sem matur er dugur allur drepst í þér, danskur Íslendingur!
Saltkjöt og baunir túkall.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)