1.5.2007 | 08:24
Framsókn = spilling
Þetta logo virðist vera orðið tákn spillingar
En og aftur er verið að saka framsóknarmenn um spillingu í kerfinu.
Allt virðist vera komið á annan endann í þjóðfélaginu út af fréttinni um að
kærasta sonar Jónínu Bjartmarz sem er frá Gvatemala hafi fengið ríkisborgararétt
án nokkurs vandamála þó svo hún hafi bara búið hér í nokkra mánuði.
Alþingi verður að láta fara yfir vinnubrögð nefndarinnar sem er undir forustu
Bjarna Benediktssonar, þetta virðist vera allt háð undir geðþótta nefndarinnar
hverjir fá ríkisborgararétt og hverjir fá hann ekki, samkvæmt fréttum kastljóss.
Nei svona vinnubrögð ganga ekki, það eiga allir að vera jafnir fyrir lögum í þessu landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 21:05
Chelsea vann fyrri leikinn.
Chelsea og Liverpool .
Joe Cole skoraði í kvöld.
Jæja þá er fyrri viðureign Chelsea og Liverpool í undanúrslitum meiistaradeildarinnar lokið.
Leikurinn fór fram á Stamford Bridge og laukn með sigri Chelsea 1-0.
Það var Joe Cole sem skoraði á 29 mín eftir magnaðan undirbúnig Didier Drogba.
Næsta viðureign er á næsta þriðjudag á Anfield.
Á laugardaginn spila liðin í deildinni og þá svo það er ekki mikil hvíld á milli leikja.
Chelsea mætir Bolton og Liverpool mætir Portsmouth.
Fyrir tveimur árum sló Liverpool Chelsea út í undanúrslitum meistaradeildarinnar
Fyrst var jafnt á stamford Bridge 0-0
en Liverpool vann á Anfield 1-0 með mjög umdeildu marki.
Vonandi verður þetta öfugt núna 1-0 á brúnni og 0-0 á anfield.
En nú er bara bíða og vona það besta.
Áfram Chelsea.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 21:50
Chelsea klúbburinn á Íslandi til fyrirmyndar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 23:36
Enski deildarbikarinn.
Carling Cup.
- Á sunnudaginn 15 febrúar verður úrslitarleikurinn í enska deildarbikarnum.
- Og verða það tvö lið frá London í þetta sinn eða Chelsea og Arsenal sem berjast.
- Hefst leikurinn kl 15:00 og verður spilað á Millennium stadium í Cardiff.
- Völlurinn tekur 74.000 þúsund manns í sæti og er fyrir löngu uppselt á leikinn.
- Er þetta seinasti úrslitaleikurinn á þessum velli í bili því Wembley er að taka við,
- Chelsea vann síðasta úrslitaleikinn á gamla Wembley og vonandi gera þeir það sama á
- Millennium stadium.
- Og auðvitað ætlar Chelsea að vinna fyrsta bikarinn á nýja Wembley þar að segja
- FA cup !!
- Þetta er 47 úrslitarleikur deildarbikarkeppninnar, og er þetta í fyrsta sinn sem bæði
- liðin eru frá London sem mætast í úrslitum.
- Þessi lið hafa mæst 164 sinnum frá upphafi, og hefur Arsenal unnið 67 sinnum,
- og Chelsea hafa sigrað 47 viðureignir, og jafnt hefur orðið 50 sinnum.
- Chelsea hefur unnið deildarbikarinn þrisvar sinnum.
- 1965 er þeir unnu Leicester City
- 1998 -------------Middlesbroug
- 2005--------------Liverpool
- Arsenal hafa unnið deildarbikarinn tvisvar sinnum.
- 1987 er þeir unnu Liverpool
- 1993 -------------Sheffield Wedensday
- Arsenal vann Chelsea síðast 21 febrúar 2004 var það á Stamford Bridge.
- En eftir þann leik hefur Chelsea ekki tapað á Brúnni.
- það er ekkert smá afrek.
- Jæja stuðningsmenn Chelsea mætið á Ölver á Sunnudaginn og horfum á
- leikinn saman og myndum góða stemmningu.
Áfram Chelsea.
Bloggar | Breytt 24.2.2007 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 09:15
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)