Gott starf.

Þetta eru góðar fréttir, það veitir svo sannarlega ekki af svona starfsemi.

Ég vil hrósa Rauða Krossinum, Akureyrarbæ, Vinnumálastofnun og Menntamálaráðuneytinu

fyrir að hafa komið þessu á koppinn, þetta á eftir að hjálpa mörgum það er öruggt.

Öll svona starfsemi borgar sig margfalt til baka út í samfélagið.

Svipuð starfsemi er rekinn af lífeyrissjóðunum og heitir Janus endurhæfing ehf.

Þar er verið að hjálpa fólki sem hefur vegna slysa eða veikinda dottið út af vinnumarkaði

og að koma því til baka inní atvinnulífið.

Það er alltaf gaman þegar gott er gert.


mbl.is Fjölsmiðjan stofnuð á Akureyri fyrir ungt fólk á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar titill Chelsea í ár.

getNewsImg

Wembley Stadium.

Í dag var vígsluleikurinn á hinum nýja og glæsilega leikvangi Wembley í London.

Og ekki var það leiðinlegt að það yrði Chelsea sem hampaði fyrsta titlinum sem

vinnst á þessum glæsilega velli.

Þess má geta að árið 2000 var síðasti leikurinn á gamla Wembley og hvaða lið

annað en Chelsea vann síðasta titilinn á þeim velli sem var sami bikar og sá er vannst

í dag. Mjög gaman af þessu.

Chelsea er þá komið með tvo titla í hús á þessu tímabili sem er bara mjög gott.

Til hamingju Chelsea.


Hvernig verður næsta stjórn ?

Jæja hvernig kemur næsta stjórn til með að lýta út ?  Þetta er spurning dagsins.

Já fátt er meira spjallað um í dag en hverjir verði í næstu stjórn.

Sumir segja að samfylkingin verði með þrjár konur og þrjá karla í stjórninni.

En er ekki best að stilla upp hæfasta fólkinu í stjórnina óháð kyni ?

Svona vildi ég sjá þetta ef ég fengi einhverju ráðið.

Sjálfstæðisflokkur.

Forsætisráðherra. Geir H. Haarde

Fjármálaráðherra.Árni M. Mathiesen

Dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson

Sjávarútvegsráðherra. Einar K. Guðfinnsson

Iðnaðar/viðskiptaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson

Félagsmálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Samfylkingin.

Utanríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Heilbrigðisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson

Landbúnaðarráðherra. Össur Skarphéðinsson

Samgönguráðherra. Kristján L. Möller

Umhverfisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir

Menntamálaráðherra. Björgvin G. Sigurðsson

Og Sturla Böðvarsson verður forseti Þingsins.


Össur veigameiri en Ágúst.

bilde?Site=XZ&Date=20070518&Category=FRETTIR01&ArtNo=70518081&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=190&NoBorder=1

Hvar er Ágúst Ólafur ?

Ég var að velta því fyrir mér hve sterk er staðan sem Ágúst Ólafur Ágústsson hefur

innan Samfylkingarinnar ?

Þegar Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru byrjuð að spjalla saman í gær

þá mættu þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og herra

Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður samfylkingarinnar kl hálf þrjú í Ráðherrabústaðinn

til skrafs og halds fyrir sína formenn.

Er ekki undarlegt að Ingibjörg vilji frekar hafa Össur sér við hlið en Ágúst Ólaf Varaformann ?

Fær þá ekki Össur veigameira ráðuneyti ?

Fær Ágúst Ólafur kannski ekki ráðuneyti ?

Nei maður bara spyr.


Viðey að vakna ?

 1

Viðey

Þær ánægjulegu fréttir hafa nú borist að menningar og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar hafa

ráðið Hvalaskoðun ehf. til að taka við ferju og veitingarrekstri í Viðey.

Ekki veitti af að hressa aðeins upp á starfsemina í Viðey, sem hefur verið mjög léleg í mörg ár.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ekkert er gert til að auðvelda ferðamönnum og okkur

landanum að komast út í eyju, og þá líka af hverju ekki sé reynt að hressa upp á starfsemi í

eyjunni sem á jú nokkuð merka sögu.

En í sumar verður vonandi gaman því ferðir ferjunnar verða tíðar og á góðu verði einnig heyrði

ég að hægt sé að taka rútu úr miðbænum í sundahöfnina þaðan sem ferjan fer.

Svo sér Múlakaffi um að bjóða uppá þjóðlegan og góðan mat.

Það verður skemmtileg sumardagskrá í eyjunni í allt sumar, og vonandi mun fólk skella sér út í

eyju og njóta þess að vera í þessar perlu sem Viðey er.

 


Jónína og Nonni, bæ bæ

 

Jæja þá er framsókn dottið út.

Þá er framsókn ekki lengur með ráðarhag okkar landsmanna í höndum sínum.

En svona hefði þetta ekki þurft að fara.

Ef Jónína Bjartmarz hefði haft manndóm í sér og sagt af sér og dregið framboð sitt til baka

eftir málið umdeilda um ríkisborgararétt kærustu sonar hennar.

Þetta var mjög slæmt mál fyrir Jónínu og framsóknarflokkinn í heild, allt svona er slæmt

rétt fyrir kosningar.

Jón Sigurðsson gerði slæman leik að henda stjórnarformanni Landsvirkjunar úr stólnum.

Ég veit að þessi dæmi fóru ekki vel í marga framsóknarmenn, og jú kjósendur sögðu sitt álit.


Hraðakstur bifhjóla.

mo-motorbike

Það er alveg skelfilegt að sjá hvað margir ökumenn bifhjóla eru miklir ökufantar.

Á síðustu dögum hefur hjólum í umferðinni fjölgað mikið, þar sem hjóla konur og menn

eru að taka út fáka sína eftir veturinn. Auðvitað skil ég vel að það getur verið gaman

svona fyrst á vorin að gefa hjólunum hressilega inn og finna kraftinn og þjóta um

götur borgarinnar með vindinn í fangið.

En menn eru ekki aðeins að setja sjálfan sig í hættu nei heldur hina sem eru líka í umferðinni.

En auðvitað eru flestir ökumenn bifhjóla til fyrirmyndar í umferðinni en eins og ég sagði hér

fyrir ofan eru margir sem stunda glæfralegan akstur hérna á götum borgarinnar.

Allir eiga að vera vinir í umferðinni þá verður allt auðveldara og slysum fækkar til muna.

En fyrir alla muni dragið úr hraðanum.


Allir að kjósa.

islenski

Jæja þá er bara að skella sér á kjörstað og kjósa, já og þá vonandi rétt. WinkGrin

Og allir að kjósa.

 


mbl.is Búið að opna kjörstaði um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipað og hrun framsóknar.

"Á sandi byggði heimskur maður hús segir" í ritningunni.

Og svona getur farið ef ekki er vandað til verksins.

Svona leggst framsókn á hliðina, vegna auglýsinganna SPILLING SPILLING EKKERT STOP !


mbl.is Húsið fauk um koll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknardýrin í útrýmingarhættu.

414069A

Er þetta ekki sameiningar táknið fyrir dýr í útrýmingarhættu ?

Þann 9. maí . afhjúpaði Jónína Bjartmarz sýningarkassa í Leifsstöð um dýr í útrýmingarhættu.

Það eru víst ansi margar tegundir sem eiga það á hættu að verða útrýmt .

Sagt var að þetta væri hugsað til að fræða ferðamenn um tegundir sem ólöglegt er að flytja

inn og út úr landinu, og dýr sem óheimilt er að versla með.

.................

Það er bara svona er þá búið að skerða ferðafrelsi framsóknardýranna og líka bannað að selja

þau ?

Ég er svo sem ekkert hissa á því að þau séu að deyja út, það eru svo margir sem hafa ofnæmi

fyrir framsóknardýrum svo eru þessi dýr algerlega siðlaus og undirförul með afbrygðum.

En á 4. ára fresti koma alltaf nokkrir dýravinir framsóknardýrunum til hjálpar þannig að tegundin

tórir næstu 4. ár, og halda þá dýrin áfram að gera allt til bölvunar.

                                                     .....................

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband