Húsið veldur svima.

477969A Skemmtileg frétt.

Þetta hús sem er til sýnis á þýsku eynni

Usedom veldur fólki svima.

Stólar, teppi og borð eru til að mynda fest

upp í loftið sem sagt allt á hvolfi.

Ég er ekki hissa á því að fólki sundli dálítið.

Það væri nú ekki gott að vakna inn í svona húsi

alveg gler timbraður eftir vel heppnað næturgaman.LoL

 


mbl.is Hús á hvolfi veldur svima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sluppum vel núna.

leoni20theresa
Leoni Theresa
 
Sem betur fer fór allt vel að lokum er olíuskipið Leoni Theresa strandaði í Sundunum á Ísafirði.
Engin mengun eða slys, þannig að þetta endaði semsagt vel.
 
En Leoni Theresa er bara lítið skip, en samt sem áður gæti orðið mikil mengun ef gat hefði komið
á skrokkinn og olía lekið í sjóinn.
 
Þannig að ef olíuhreinsunarstöð á vestfjörðum yrði að veruleika þá verða olíuskipin sem eiga leið
með strandlengjunni okkar talsvert mikið stærri.
Og þá er auðvitað miklu meiri hætta á stóru mengunarslysi.
 
10.31.07_01.tanker
Olíuskip að stærri gerðinni.
 Svona skip yrðu algeng hér við land.
 
 
En vonandi verður farið vel yfir allt hvað varðar siglingar þessara skipa hér strendur, ef af þessari hreinsunarstöð verður.
En það er nú eitthvað verið að vinna í þessum málum hvað varðar siglingar þessara stóru skipa
í landhelginni okkar, það veitir ekki af að herða eftirlitið með skipaferðum um landhelgina.
Því öryggið er aldrei of mikið í þessum efnum frekar en öðrum.
 
 
328981655_d4c06c1532
 
Vonandi verðum við ekki vitni að svona atburðum við landið okkar.
Nei setjum öryggið á oddinn og setjum strangar öryggis reglur um ferðir
skipa sem sigla um landhelgina okkar með hættulega farma.
 
 
 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Óvíst hvað olli bilun í olíuskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olían lækkar.

oil_barrel Það eru góðar fréttir að tunnan af olíu er komin
undir 100$.
Tunnan hefur lækkað um tæpa tvo dali frá því í gær, þetta eru frábærar fréttir.
Eina sem er leiðinlegt, er það að dollarinn hefur ekki verið svo hár á Íslandi síðan 2002, hann er núna rúmar 90 krónur.
Og því miður held ég að hann sé ekkert að fara að detta neitt niður á næstunni því miður.
Nei hann mun hækka eitthvað meira til viðbótar.
Evran er komin í 128 krónur, þetta er klikkun.
 
En það er engu að síður gott að olían er að falla.
 
Ætli olíufélögin á Íslandi muni eftir því að lækka hana ? Wink
 

mbl.is Olíuverð komið undir 100 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa.

Er ekki nokkur leið fyrir Íslendinga að öðlast festu og stöðuleika í húsnæðiskerfinu ?
 
Home-Equity-Loan
 
Er það furða þó maður velti þessu fyrir sér ? Sorgleg er sagan orðin, og virðist vera endalaus.
 
Stjórnmálaflokkarnir hafa í gegnum tíðina verið ansi borubrattir fyrir kosningar ekki vantar það
og lofað og lofað öllu fögru.
Upp úr miðri síðust öld kom Sjálfstæðisflokkurinn með ansi gott slagorð, sem hljóða svo.
EIGN FYRIR ALLA.
Með þessu vildi flokkurinn sína að hann ætlaði sér að berjast fyrir því að allar fjölskyldur gætu
eignast sína eigin íbúð og þyrftu ekki að vera leiguliðar.
En auðvitað var enginn fótur fyrir þessu slagorði frekar en öðrum eftir þetta.
Á þessum tíma voru lífeyrissjóðirnir nánast ekki til og mjög erfitt og varla hægt að fá opinbert lán
til húsnæðisbygginga.
En fólk á þessum tíma var duglegt við að byggja sjálft og lagði mikið á sig, þannig varð þeirra
eigin vinna stór þáttur í því að fólk gat eignast eigin íbúð.
 
En á áttunda áratugnum kom hin fræga óðaverðbólga. Allir vita hvernig það var ÚFFFF.
Á nýunda kom verðtrygging og frjálsir vextir. voru þá háir vextir og verðtryggingin að drepa fólk.
En á tíunda og fyrstu árum þessara aldar, fóru bankarnir að lána til 40. ára á lágum vöxtum.
Og efnahagsstöðuleiki til nokkurrar ára breytti myndinni, og fólk tók þessi lán og vildi trúa því
að nú væri tími festu og stöðuleika loksins genginn í garð, og bjartsýni var ríkjandi í þjóðfélaginu.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Ó nei og nei núna er staðan sú að það er sama hvernig fólk borgar af þessum lánum þau einungis
hækka og hækka.
Og umhverfið er orðið þannig að nú er ætlast til að fyrirvinnur fjölskyldunnar sé tvær.
Og ungt fólk og einstæðir foreldrar eiga ekki möguleika á að eignast eigin íbúð með góðu móti.
 
Og leigumarkaðurinn er orðinn ansi smart. Algengt verð á tveggja herbergja íbúð er 80 - 120 þús.
 
 
Við verðum að finna leiðir til að skapa festu og stöðuleika í húsnæðiskerfinu okkar.
Því miður virðist ekki vera vit eða áhugi hjá stjórnarflokkunum til þess að svo verði.
 
 

Múslímskar konur og blæjan.

 
 Hvers vegna eiga múslímskar konur að bera blæju ?
Nú er sagt að það standi ekkert í kóraninum
um að konur eigi að bera blæju.
 
niqab2
 
Íslömsk Kona með blæju.
 
Maður er að rekast á þessar konur allstaðar, og alltaf finnst mér jafn skrítið að þær skuli bera 
þessar blæjur.
Mér finnst svo leiðinlegt að geta ekki fengið að sjá þessar konur, og einhvernvegin finnst mér
að þeim hljóti að finnast þetta frekar leiðinlegt að þurfa að hylja sig svona.
 
Hvað segir Kóraninn.

Það er víst rétt að hvergi í kóraninum er konum skipað að bera blæju.
En það er texti sem oft er vitnað til varðandi blæjuna, og er hann að finna í 24. þætti kóransins
og 31. versi,  þar sem konum er boðið " að hverfa sjónum sínum burt frá freistingum og vernda
hreinleik sinn, að hylja sína prýði, nema þá sem sýnd er að eðlilegum hætti, að bregða blæju
yfir barm sinn og eigi sýna fegurð hans öðrum en eiginmanni sínum...".
Í 33. kafla, 60. versi, er konum líka ráðið til  "að sveipa þétt að sér skikkjum sínum."
 
 
En Hvað ?
 
Sú hefð að íslamskar konur beri blæju er yngri en trúin.  Engu að síður var þessi hefð til staðar,
að minnsta kosti í Sýrlandi og Mesópótamíu (nú Írak) löngu fyrir daga Múhameðs.
Í lögbók frá um 1100 f.kr. kemur fram að giftar konur og siðsamar dætur skuli blæju utandyra.
  Hidjab samheiti yfir slæður, blæjur og skikkjur, varð á 20. öld mikið til umræðu í mörgum
íslömskum samfélögum.  Í Egyptalandi varð til femínistahreyfing sem kom mörgum konum til að
varpa blæjunni fyrir róða og stjórnvöld sem aðhylltust vestræn sjónarmið, t.d. í Tyrklandi  og
Íran, hreinlega bönnuðu konum að bera slæður, þar eð þær væru merki þess að konur væru 
lægra settar.
 
2
Mismunandi skikkjur.
 
Með  fullri virðingu fyrir trúnni og hefðinni.
Finnst mér tími til kominn að múslímskar konur
fá að varpa af sér blæjunni.
Mér persónulega finnst þetta svo mikil niðurlæging fyrir konurnar.
 
 
Tilvitnanir í kóraninn eru sóttar í þýðingu
Helga Hálfdánarsdonar 1933.
 
 
 

Klukk.

Erlingur Þorsteinsson Klukkaði mig svo ég verð að svara spurningunum.
Og klukka fjóra aðra bloggara. Wink
 
 
1.  Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
 
Háseti
Kokkur
Stýrimaður
Skipstjóri.
 
2.  Fjórar bíó myndir sem ég held uppá.
 
Englar alheimsins
Holy Grail
Bravehart
Godfather
 
3.  Fjórir staðir sem ég hef búið á.
 
Vopnafjörður
Reykjavík
La Marina
Harbor Grace
 
4.  Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
 
Portúgal
Spánn
Danmörk
England
 
5.  fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.
 
Fréttir
Kastljós
Út og suður
Enski boltinn
 
6.  Síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður)
 
skip.is
mbl.is
visir.is
fotbolti.net
 
7.  Fernt matarkyns sem ég held uppá.
 
Ný Ýsa + nýjar kartöflur og smjör
Lambalæri + brúnaðar kartöflur, ORA grænar rauðkál og brún sósa
Skerpukjöt
Newfie Jiggs Dinner. (saltað nautakjöt,kjúklingur,gulrætur,rófur,hvítkál,kartöflur,sósa,og gular baunir)
 
8.  Fjórar bækur/blöð sem ég les oft.
 
The Navigator
Newsweek
Time
Lifandi vísindi
 
9.  fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
 
Breiðholts sundlauginni
Færeyjar
Vopnafjörður
Rúmið mitt  ( klukkan er orðin svo margt)
 
10.  Fjórir bloggarar sem ég klukka.
 
Siggi
Rúna
Guðsteinn Haukur
Guðný Anna
 
 

Svangir karlar - stórar konur

Leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann,
svo hefur löngum verið sagt.
 
Food_Guide
 
Í nýlegri rannsókn við Newcastle - háskóla í Englandi spurðu vísindamenn tvo hópa
karlkyns stúdenta nokkra spurninga og kom þá í ljós að svangir karlar sýndu meiri
áhuga á stórvöxnum konum en saddir karlar.
Dr. Martin Tovée telur að líklegasta ástæðan sé sú að svangir vilji helst komast í
félagskap við fólk sem ber það með sér að vera vel nært, því það fólk virðist greinilega
eiga auðvelt með að nálgast fæðu.
 
Þetta kallar maður mögnuð vísindi, stórmerkileg uppgötun.
GrinGrin

Ólafur ódýrari en Þorgerður.

4435_newsMain
Forsetahjónin.
 
Jæja þá er það víst komið á hreint hvað heildarkostnaður á ferð forsetahjónanna og forsetaritara á
Ólympíuleikanna í Peking var mikill.
Kostnaður ferðarinnar sem var stóð frá 18 - 26 ágúst var tæpar 2.8 miljónir.
 
En kostnaður við ferðir Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra ásamt maka sínum,ráðuneytisstjóra og maka nam hinsvegar tæpar fimm miljónir.
 
Þetta sínir svart á hvítu hvaða bruðl og óráðsía á sér stað í menntamálaráðuneytinu.
 
 
 

mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur og bílar.

0254
Er þetta virkilega svona ?
 
windowslivewriterdangerwomandrivers-19cwomen-drivers-104
Frúin á bryggjurúntinum.
 
women-drivers-2
Þessi fröken sýndi mikla leikni í að leggja bíl í stæði.
 
Woman_Driver978
Þessi dama hefur sýnt sérstaka færni.
 
 
women-drivers-01 Æi búin að festa bílinn.
 
wrx_n_female
Þessi hafði ekki góða reynslu af því að lána konu bílinn sinn.
 
Þetta er bara smá djók.
Konur eru afbragðs bílstjórar.
 

Einn ástsælasti sonur þjóðarinnar.

476857
 Herra Sigurbjörn Einarsson.
 
Með Herra Sigurbirni Einarssyni er genginn einn ástsælasti sonur sem Íslenska þjóðin hefur eignast.
 
Hans verður minnst sem öflugasta málsvara kristni og mannúðar á Íslandi.
Predikanirnar hans, sálmar og bænir hafa snert við hjörtum allra íslendinga í gegnum tíðina,
því enginn hefur boðað fagnaðarerindið hér á landi á svo einlægan hátt sem Herra Sigurbjörn.
Enda eru bænir, predikanir og sálmar hans fyrir löngu orðnar klassík.
 
Herra Sigurbjörn Einarsson fæddist árið 1911.
Hann giftist Magneu Þorkelsdóttur árið 1933.
Frú Magnea lést þann 10 apríl 2006.
Eignuðust þau 8. börn.
 
Herra Sigurbjörn tók við Breiðabólstaðarprestakalli 1.sept 1938 og vígðist hann sama ár.
Honum var veitt Hallgrímsprestakall í janúar 1941 og var þar til ársins 1944 þegar hann gerðist
dósent í guðfræði við Háskóla Íslands, og varð hann prófessor í Guðfræði við sama skóla árið 1949,
hann gegndi því starfi til 1959 er hann varð Biskup Íslands.
Og Biskup var hann til ársins 1981 eða í alls 22.ár.
 
Predikanir hans voru perlur, og eru fyrir löngu orðnar klassík.
Líkingar hans voru oft hnyttin og fyndin.
Eins og þess texti sem er í senn fyndinn og mjög djúpur.
 
"Líf flestra manna er líkast kirkjusvefni.
Þeir sofa þangað til sagt er "amen".
Þá hrökkva þeir upp. En þá er um
seinan að heyra, eilífðarboðskapinn og
taka á móti blessunin frá Drottni.
Þannig vaknar margur þá fyrst
þegar dauðinn nálgast og segir sitt
amen yfir lífi þeirra."
 
 
Fáir hafa verið eins öflugir málsvarar Íslenskrar tungu eins og Herra Sigurbjörn Einarsson var.
Enda má svo sannarlega segja að predikanir hans hafi verið málfarsundur því hann lék sér svo
faglega með Íslenskuna þannig að úr urðu meitlaðar og hlýjar setningar, sem allir vildu hlusta á.
 
Hann var líka öflugur á ritvellinum og liggur mikið eftir hann þar á bæ.
Sigurbjörn skrifaði mikið af fræðibókum til að mynda kennslurit um trúarbragðarögu og hann þýddi mikið af sálmum og trúarritum.
Þekkt rit eftir hann eru til að mynda Trúarbrögð mannkyns og Opinberun Jóhannesar.
Einnig gaf hann út fjölda bóka um hugvekjur og predikanir til að mynda bækurnar,
Meðan þín náð, Helgar og hátíðir, Konur og Kristur, Sárið og perlan.
Hann samdi og þýddi fjölda sálma í sálmabók þjóðkirkjunnar.
 
Ég er nokkuð viss um sjaldan eða aldrei hafi Íslenska þjóðin virt nokkur hjón eins mikið,
eins og hún virti og elskaði heiðurshjónin Herra Sigurbjörn Einarsson og frú Magneu Þorkelsdóttur.
Það geislaði af þeim hjónum mannelska, og ástúð og svo mikil hlýja.
 
Ég veit að það er tekið vel á móti honum í himnaríki, þeim stað sem hann hefur verið að segja
okkur frá alla sína tíð.
 
Blessuð sé minning Herra Sigurbjörns Einarssonar.
 
jesus-bible-14g
 
 
 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband