1.11.2008 | 23:01
Trölli og Geir.
Hér eru þeir félagar Trölli og Geir.
Það er ansi mikill svipur með þessum miklu félögum, eða hvað finnst ykkur ?
Þeir félagar hafa báðir mikinn vilja til að stela jólunum.
Og ég held svei mér þá að Geir sé með yfirhöndina í þeirri viðleitni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2008 | 22:01
Nígeríu bréfin.
Mér finnst að það hafi verið mikill mistök að yfirvöldum þessa lands að vera eitthvað að skipta sér að
þessum svo kölluðu Nígeríu bréfum, já og að banna viðskipti með þessi bréf.
Var nokkuð meiri áhætta að setja peninga í þessi bréf frekar en að fara með peningana í Íslensku
bankana og láta þá um að ávaxta þá ?
Siðgæðin hjá sölumönnum Nígeríu bréfanna og stjórnendum bankanna er í það minnsta það sama.
Var glæpur Nígeríumanna meiri en stjórnenda bankanna ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 17:15
Allir eru að gera það.
Allir eru að gera það !
En á mismunandi hátt .
1. Afgreiðslumenn gera það umbúðarlaust.
2. Augnlæknar gera það sýnilega.
3. Einstæðir gera það að skilnaði.
4. Flugmenn gera það í loftinu.
5. Kennarar gera það af kunnáttu.
6. Hermenn gera það í takt.
7. Grínistar gera það með glöðu geði.
9. Fréttamenn gera það stuttlega.
10. Gullsmiðir gera það fínlega.
11. Svæfingarlæknar gera það ómeðvitað.
12. Ljósmyndarar gera það í myrkri.
13. Íhaldsmenn gera það reglufast.
14. Prentarar gera það hástöfum.
15. Sérfræðingar gera það ítarlega.
16. Málfræðingar gera það að sögn.
17. Stærðfræðingar gera það hnitmiðað.
18. Iðnaðarmenn gera það faglega.
19. Göngugarpar gera það rösklega.
20. Hárgreiðslufólk gerir það snyrtilega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2008 | 18:55
Varðskipin bundin við bryggju.


![]() |
Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2008 | 16:53
Frjálslyndir að springa.

![]() |
Lýsa vantrausti á Kristin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.9.2008 | 01:55
Landhelgisgæslan í forustuhlutverki.
Landhelgisgæsla Íslands með Georg Kr. Lárusson
í broddi fylkingar hefur nú tekið við formensku
North Atlantic Coast Guard Forum.
Í þessum samtökum eru 20 strandgæslur við
Norður Atlantshaf.
Ég hef fulla trú á því að Georg og félagar munu
standa sig vel í þessu ábyrgðar mikla starfi.
Í ljósi stóraukinnar umferðar skipa um Norður
Atlantshaf í nágrenni við Ísland með olíu, gas og
önnur mengandi efni, stóreykst mengunarhætta í efnahagslögsögu Íslands.
Og það er eimmitt verkefni Georgs og félaga að stýra og móta stefnu þessara 20. strandgæsla.
Þá er meðal annars átt við mengunareftirlit, og þá örugglega auknu eftirliti með ferðum skipa með
spilliefni um borð. Einnig er veiðieftirlit, og björgunarstarf á hafinu meðal verkefnanna.
Norður Atlantshafið er eitt ef ekki erfiðasta hafsvæði jarðarinnar, svo ekki veitir af að hafa góða
strandgæslu ef eitthvað kemur uppá.
Og ég vona að undir forustu Íslendinganna verði samstarf aukið á sviði björgunar.
Ég vona að Landhelgisgæsla Íslands verði verðugir stjórnendur þessara samtaka.
![]() |
Ísland stjórnar öryggi á hafinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 18:32
Frjálslindir liðast í sundur.


![]() |
Miðstjórnin vill Jón sem þingflokksformann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.9.2008 | 17:05
Risinn að fara á hausinn ?


Bloggar | Breytt 17.9.2008 kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2008 | 17:27
Heyrnaskjól fyrir hvalinn.
Jæja þá hafa snillingarnir komist að því að hávaðinn
í heimshöfunum sé orðinn of mikill fyrir sjávarspendýrin
sem þar lifa.
Og alþjóðlegi dýraverndunarsjóðurinn, IFAW, vill að nú
að eitthvað verði gert þegar í stað til að vernda dýrin
áður en það verður of seint.
Stundum held ég að þetta lið sé svo langt frá því að
vera í lagi.
Það hefur sennilega aldrei verið eins mikið af hval í
höfunum eins og núna.
Hvað vilja þessir kumpánar að verði gert ????????
Banna alla skipa umferð ?
Kannski banna vélar og öll sónar tæki um borð í skip ?
Svo þá er tími seglskipanna kominn aftur ?
Þetta er farið að verða ansi leiðigjarnt þetta endalausa bull í þessum svokölluðum dýraverndarsinnum
Hvað verður næst ?
Of mikill háfaði í háloftunum þannig að það sé farið að valda fuglum vandræðum ?
Og að umferð flugvéla verði með öllu bönnuð ?
Þá er sennilega kominn tími fyrir loftbelginn.
![]() |
Of mikill hávaði í hafinu fyrir sjávarspendýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2008 | 19:49
Ekki amarleg laun fyrir ekkert.
Ja hérna ekki er öll vitleysan eins, hvað er í gangi ?
Nú er Baldur Guðnason fyrrverandi forstjóri
Eimskip komin í mál við félagið, hann vill meina að
félagið hafi ekki virt starfslokasamning við hann,
og skuldi sér 22 mánuði í laun eða um 140 miljónir
sem eru rúmlega 6,4 miljónir á mánuði.
Ekki amaleg laun fyrir að gera ekki neitt.
Ég veit ekki betur en að Eimskipafélagið sé rjúkandi rúst í dag, og hvernig skildi nú standa á því ?
Sennilega er ástæðan sú að það voru gjörsamlega óhæfir stjórnendur sem leiddu fyrirtækið á þær
villigötur sem félagið lenti í.
Svo koma þessir jarlar með buxurnar á hælunum og heimta ofur starfslokasamning.
Nú hefur Eimskip sent út þau boð að félagið sé að skoða málið ofan í kjölinn.
Svo það er nú einhver ástæða fyrir því að skrúfað var fyrir greiðslurnar til forstjórans fyrrverandi.
Ég ætla að vona að Eimskipa félagið rétti úr kútnum sem fyrst, og vona að félagið hafi gæfu til að
hafa góða stjórnendur innanborðs í framtíðinni sem hafa metnað og vit til að halda óskabarninu
á floti.
![]() |
Segir Eimskip skulda sér laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)