Frjálslindir liðast í sundur.

headmyndblogg3
 
Hvaða er eiginlega að gerast í Frjálslinda Flokknum ?
 
Miðstjórn flokksins vill að formaðurinn dragi sig út úr nefnd formanna stjórnmálaflokka á Alþingi
sem fjallar um eftirlaunaréttindi þingmanna.
 
Nýlega lýsti Sigurjón Þórðarson því yfir að hann hafi áhuga á því að verða næsti formaður flokksins,
og að hann færi þá gegn núverandi formanni í kosningum til formanns á næsta aðalfundi flokksins.
 
Og nú vill miðstjórnin að Kristinn H. Gunnarsson víki til hliðar sem formaður þingflokksins og að
Jón Magnússon taki við því embætti.
 
Jón Magnússon segir á vísir.is í dag um Kristinn.
"Ég tel eiginlega ekki koma til greina að hann haldi áfram sem þingflokksformaður."
 Jón segir á sama fréttamiðli að hann hafi gert Guðjóni þetta ljóst.
Og svo segir hann.
"Guðjón er enginn einræðisherra í þessum flokki".
 
 423320A
Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson.
 
Ætla þessir félagar að tæta flokkinn í sundur innbyrðis ?
 
 
Hversvegna er Kristinn ekki lengur nógu góður sem formaður þingflokksins ?
 
Er hann með völd sem einhverjum öðrum langar svo mikið í ?
Er það vegna þess að hann gekk ekki í takt við þessa félaga í innflytjendamálinu ?
 
Eitt ættu þessir félagar að gera sér grein fyrir að ef Kristinn og Guðjón verða hraktir úr flokknum
með handafli eins og gert var við Margréti forðum, þá verður þessi flokkur aldrei samur.
Sterkasta vígi flokksins er kjördæmi Guðjóns og Kristins.
Og ég tel nokkuð víst að atkvæðin sem eru á bak við þá Guðjón og Kristinn verða ekki notuð til
að virkja þá sem boluðu þeim burt.
 
Ef þessum innanflokks deilum fer ekki að linna, þá liðast flokkurinn í sundur, svo einfalt er það.
 
 
 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Miðstjórnin vill Jón sem þingflokksformann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Margrét ætlaði að hrekja Guðjón úr flokknum forðum hætti við það og snéri sér að Magnúsi Þór og tapaði þeim slag. Kristinn og Guðjón eru heldur ekki vinir, Guðjón veigrar sér bara við að stugga við Kristni.

Þóra Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Þóra.

Er nokkur vinur í þessum flokki ? Það virðast allir vera á móti öllum.

Enda er þessi flokkur búinn að tína uppruna sínum.

Sæll Viðar.

Hvað er verið að blanda Guðjóni inn í þetta ?

Ég get nú ekki annað séð að það er verið að tálga af Guðjóni völdunum.

Með mann eins og Jón Magnússon innanborðs verður aldrei friður.

Jens Sigurjónsson, 17.9.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Katrín

Þóra þú virðist aldeilis vita meira en margur annar.  En hitt veistu ekki að hér á Vestfjörðum varð til fylgi í kringum formanninn og þingflokksformann sem fleytti vonarstjörnu þinni Jóni Magnússyni á þing.  Án þess fylgis komið þið í Reykjavík ekki neinum manni á þing en kannski er það ekki markmiðið.  Sumir hafa það markmið að eyðileggja það sem aðrir hafa byggt upp og er drullupollurinn ágætur til slíks brúks. 

Katrín, 18.9.2008 kl. 00:15

4 identicon

Sæll Jens.

Í mínu ungdæmi var svona nokkuð kallað innanhúsdeilur með ívafi!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 03:59

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ég tek undir það sem þú segir Katrín.

Já Þórarinn þetta eru sannkallaðar innanhúsdeilur með ívafi 

Jens Sigurjónsson, 18.9.2008 kl. 04:12

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er engin að bola Guðjóni neitt. ekki trúa því sem sagt er. Hver segir hvað, hlustaðu á sögumanninn Jens. Ef þú ert klókur finnur þú sannleikann.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2008 kl. 23:45

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Þóra.

Vittu til hamagangurinn er bara rétt að byrja.

Jón Magnússon er enginn friðarpostuli svo mikið er víst.

Með þessa stráka Jón, Kristinn og Magnús Þór innanborðs og væntanlega fyrrverandi Borgarstjóra líka.

Verður aldrei friður innanhús, vittu til.

Jens Sigurjónsson, 19.9.2008 kl. 02:06

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Katrín: Það var mikið lán að koma Jóni Magnússyni inn á þing. Það tókst m.a. með góðu fylgi Sigurjóns í N.A. kjördæminu þrátt fyrir að Kristinn tapaði 695 atkvæðum af sameiginlegu fylgi þeirra Guðjóns og Sigurjóns. Það gildir um þig rétt eins og okkur öll að sannleikurinn verður ekki búinn til. Og þeim mun erfiðari er smíðin ef sú leiðindaskepna er bundin í opinberar kosningatölur.

En um Jón Magnússon og Nýtt afl. Það er afar erfitt að fylgjast ítrekað með lygi og hrakyrðum um fólkið sem þaðan kom inn í Frjálslynda flokkinn. Jens: Hvaðan koma þér fregnir af því að Jón Magnússon og félagar hans úr umræddum samtökum standi fyrir þeim óróa sem nú geisar innan Frjl. fl.?

Ég hef starfað mikið í flokksfélögunum í Reykjavík og mér er skylt að koma því á framfæri að þessi orð þín og annara í þínum miður geðslega hópi eru haugalygi! Mér er kunnugt að orðið haugalygi hefur afar sterka merkingu. En nú er komið að þér að standa við þínar gróusögur um það ágæta fólk sem hér er um að ræða. Og þú ert minni maður ef þú getur ekki fundið þessum orðum þínum stað. En líklega yrðir þú ósýnilegur ef þú smækkaðir. 

Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband