18.3.2009 | 21:45
Skrópagemlingar.
Það er með ólíkindum að Forseti Alþingis þurfi að beina því til formanna þingflokkana að þeir hafi aga á sínu liði. Eru þetta smákrakkar eða hvað ?
Það er orðið ansi hart ef Forsetinn þarf að hafa kladda og skrá inn í upphafi þingfundar hvaða þingmenn eru mættir til starfa. En mér sýnist að hjá því verði ekki komist. Og svo ætti að birta á síðu Alþingis hvernig menn hafa mætt á þingfundi, þá getur þjóðin séð hverjir eru mestu skrópagemlingarnir.
Þetta hátterni þingmanna er mikil vanvirðing við þjóðina og hið háa Alþingi.
Þingmenn mæta illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Ef við mættum of seint í vinnuna þá var dregið af okkur þann tíma sem okkur vantaði. Það á að draga af þingmönnum kaup en þeir eru í vinnu hjá okkur öllum og við líðum ekki svona droll. Svo væri ráð að setja á mætingarbónus á þingmenn.
Mikið var gaman að skoða myndirnar sem þú tókst á bryggjunni. Iðar allt af lífi. Því miður hálf dauft hér. Hér sjást ekki stór skip svo vikum skiptir. Aftur á móti er grásleppuvertíð hafin og smá líf hérna rétt hjá mér.
Hitti pabba þinn inná Heilsugæslustöð í dag. Lá vel á honum eins og venjulega. Hann og pabbi voru í sömu erindagjörðum, blóðprufur og alles.
Fjör á blogginu.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2009 kl. 23:04
Sæl Rósa mín.
Ég er farinn að halda að margir þingmenn líti ekkert á Alþingi sem vinnustað heldur sem þægilegt frístundarheimili.
Já hérna iðar líf á bryggjunum alla daga.
Gott að það hafi legið vel á körlunum.
Guð blessi þig og þína.
KV/Jenni.
Jens Sigurjónsson, 18.3.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.