Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.4.2009 | 01:02
Mosdal vill einangrað haftarsamfélag.
Steingrímur Mosdal og Heilög Jóhanna lentu í orðaskaki á rúv í gærkvöldi, ekki byrjar ballið vel. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að ekki verði stjórn Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar langlíf.
Hvað er Steingrímur að flækja málið ? Þetta er sára einfalt. Farið í aðildarviðræður og leggið síðan kosti og galla þess að ganga í ESB á borðið og þjóðin fær að kjósa um hvor við förum inn eða ekki.
Ekki held ég að það yrði fýsilegt að búa á Íslandi á næstu árum ef Steingrímur yrði einráður Fróni. Úff Himin háir skattar, vaxtarbyrgði og verðtrygging sliga þjóðina, það yrði mikið atvinnuleysi svo mikið er víst, nú hér yrðu gjaldeyrishöft sem mun meðal annars valda því að við yrðum einangrað haftasamfélag, ég hef grun um að framtíðar sýn Steingríms felist í Eignarsýslufélagi Ríkisins. Já Steingrímur Mosdal er maður framtíðarinnar.
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.4.2009 | 03:53
Aumur leiðtogi.
Ég held því miður að Bjarni Benediktsson sé veikasti formaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi.
Ég hélt í alvöru að Bjarni myndi verða traustur leiðtogi í endureysnar starfi flokksins. En hann hefur aldeilis sýnt okkur að hann er gjörsamlega máttlaus sem formaður. Fyrir það fyrsta kemur hann mjög illa fyrir í fjölmiðlum, hann á mjög erfitt með að koma fyrir sig orði og virkar afar ótraustvekjandi og stundum hreinlega hlægilegur.
Til að mynda var hann spurður í kosningarþætti á Rúv hvað hann vildi að gert yrði í atinnumálunum, þá stundi hann upp úr sér að tvö álver yrðu góður kostur til að leysa vandan. Hahahahh Þarf ekki eitthvað meira ?
Síðan setti hann alveg upp á bak þegar hann sagði að það væri Aukaatriði sem skipti engu máli hvort þingmaður flokksins hafi orðið tvísaga um styrkjamálið eða ekki. Úffffff sem sagt allt í lagi að skrökva smá, jú því önnur úrlausnarefni, eru brýnni. Og styrkjamálið er til líkta leitt grafið og gleymt SORRY.
Og Bjarni taldi að áhugi fjölmiðla á styrkjamálinu óeðlilegan. Hhahahahaha hann getur verið alveg drep fyndinn kallinn.
Þetta er ekki glæsilegt lið sem er í forustu sveit flokksins í dag og mun flokkurinn gjalda þess í komandi kosningum.
Jónas Kristjánsson komst ansi vel að orði.
"Helstu foringja Sjálfstæðisflokksins rekur án stýris um gráu siðferðishöfin. Formaðurinn nýi kemur úr einu af frægum fyrirtækjum samráðs gegn almenningi, bensínbransanum. Varaformaðurinn fékk tugmilljón króna kúlulán út á andlitið á sér. Annar leiðtoginn í Reykjavík fékk milljarða innspýtingu í illa rekinn sjóð, hinn fræga sjóð 9 í Glitni. Hinn leiðtoginn í Reykjavík er margsaga um afskipti sín af tugmilljóna herfangi Flokksins úr FL Group og Landsbankanum. Frægasti frambjóðandi Flokksins á Suðurlandi er gamall tukthúslimur fyrir hirðusemi í opinberum rekstri. Samanlagt er þetta nokkuð sjúskaður flokkur."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)