Aumur leiðtogi.

bjarniformÉg held því miður að Bjarni Benediktsson sé veikasti formaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi.

Ég hélt í alvöru að Bjarni myndi verða traustur leiðtogi í endureysnar starfi flokksins. En hann hefur aldeilis sýnt okkur að hann er gjörsamlega máttlaus sem formaður. Fyrir það fyrsta kemur hann mjög illa fyrir í fjölmiðlum, hann á mjög erfitt með að koma fyrir sig orði og virkar afar ótraustvekjandi og stundum hreinlega hlægilegur.

Til að mynda var hann spurður í kosningarþætti á Rúv hvað hann vildi að gert yrði í atinnumálunum, þá stundi hann upp úr sér að tvö álver yrðu góður kostur til að leysa vandan. Hahahahh Þarf ekki eitthvað meira ?

Síðan setti hann alveg upp á bak þegar hann sagði að það væri Aukaatriði sem skipti engu máli hvort þingmaður flokksins hafi orðið tvísaga um styrkjamálið eða ekki. Úffffff sem sagt allt í lagi að skrökva smá, jú því önnur úrlausnarefni, eru brýnni. Og styrkjamálið er til líkta leitt grafið og gleymt SORRY.

Og Bjarni taldi að áhugi fjölmiðla á styrkjamálinu óeðlilegan. Hhahahahaha hann getur verið alveg drep fyndinn kallinn.

Þetta er ekki glæsilegt lið sem er í forustu sveit flokksins í dag og mun flokkurinn gjalda þess í komandi kosningum.

Jónas Kristjánsson komst ansi vel að orði.

"Helstu foringja Sjálfstæðisflokksins rekur án stýris um gráu siðferðishöfin. Formaðurinn nýi kemur úr einu af frægum fyrirtækjum samráðs gegn almenningi, bensínbransanum. Varaformaðurinn fékk tugmilljón króna kúlulán út á andlitið á sér. Annar leiðtoginn í Reykjavík fékk milljarða innspýtingu í illa rekinn sjóð, hinn fræga sjóð 9 í Glitni. Hinn leiðtoginn í Reykjavík er margsaga um afskipti sín af tugmilljóna herfangi Flokksins úr FL Group og Landsbankanum. Frægasti frambjóðandi Flokksins á Suðurlandi er gamall tukthúslimur fyrir hirðusemi í opinberum rekstri. Samanlagt er þetta nokkuð sjúskaður flokkur."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll frændi

Get tekið undir að Bjarni ætti að taka betur á ræðumennskunni. Hins vegar finnst mér að í heildina hafi hann tekið mjög vel á þessu styrkjamáli. Hann tók ákvörðun um að skila þessum styrkjum, hann tók ákvörðun um að greina hverjir stóðu að þessum styrkjum og  hverjir bera ábyrgð á að taka á móti þeim. Leiðtogi verður ekki til á einum degi, en mér segir svo hugur að Bjarni verði einn farsælasti leiðtogi okkar á 21 öldinni.

Þetta styrkjamál var ekki lögbrot og það er mjög langsótt að kalla það mútur, þar sem það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hafnaði sameiningu REI og Geysis Green Energi. Á bak við þá ákvörðun stóð Geir Haarde.

Það sem brennur á okkar þjóðfélagi er að hér eru raunstýrivextir um 22%, sem þýðir að vextir á hlaupareikningum er 22%. Þú getur borið það saman við vextina hjá þér. Síðastliðna 2 daga hef ég heyrt í eigendum 4 fyrirtækja sem segja að þetta vaxtastig sé að keyra þeirra fyrirtæki í þrot. Það eru 18 þúsund atvinnulausir og allt bendir til þess að sú tala gæti farið í um 30 þúsund með haustinu, og hvað heyrist í ríkisstjórninni, ekkert. Síðan eru um 20 þúsund í framhaldsnámi, og ekki fyrirsjáanlegt að þeir fái vinnu. Loks þarf að skera í ríkiskerfinu, þar sem laun eru 70% útgjalda, sem þýðir niðurskurð og uppsagnir, ekki fær fólk vinnu þar. Hvar er aðgerðapakkinn. Fyrir máttlausa ríkisstjórn var það happafengur að fá þetta styrkjamál. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að þessi ríkistjórn hefði eytt öllum tíma sínum til þess að hanna atburðarás og verða í pólitískum leik, í stað þess að taka á vandanum.

Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2009 kl. 07:57

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jens hefur þú netfang sem ég get haft samband við þig ? Það er sambandi við myndir af Andvara á síðunni þinni .

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.4.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Heill og sæll frændi.

Það er alveg rétt að leiðtogi verður ekki til á einum degi, Bjarni var ekki nógu röggsamur í þessu máli, allar upplýsingar um málið voru komnar í fjölmiðla áður en Bjarni kom og tjáði sig. Hann var ekki nógu hreinskilinn í upphafi, það er það sem flokkurinn þarf í dag. Hann veit að Guðlaugur Þór er tvísaga í málinu, og hann á að taka það mjög alvarlega. Sennilega hefur Guðlaugi í það minnsta tekist með líginni að fækka þingmönum flokksins í Rv suður um 2 þingmenn og í Rv norður um aðra tvo. Styrkirnir voru kannski löglegir en siðferðislega eru þeir rangir, upphæðirnar eru fáránlegar. Ríkisstjórnin er einn brandari það veit ég og vinstristjórn af þessum kalíber bjargar ekki þjóðinni. Þess vegna er það sorglegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki vilja til að eflast og styrkjast. Það eru enn mörg skemmd epli í forustusveitinni og á meðan svo er hafna kjósendur flokknum og þar að leiðandi styrkst hann ekki né eflist. Ég var að vonast til að Landsfundurinn tæki á þessum málum, en sú von hrundi gjörsamlega þegar fundurinn samþykkti varaformanninn. En ég lifi enn í voninni að einn daginn höfum við öflugan og heiðarlegan Sjálfstæðisflokk.

Jens Sigurjónsson, 16.4.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband