Hraðakstur bifhjóla.

mo-motorbike

Það er alveg skelfilegt að sjá hvað margir ökumenn bifhjóla eru miklir ökufantar.

Á síðustu dögum hefur hjólum í umferðinni fjölgað mikið, þar sem hjóla konur og menn

eru að taka út fáka sína eftir veturinn. Auðvitað skil ég vel að það getur verið gaman

svona fyrst á vorin að gefa hjólunum hressilega inn og finna kraftinn og þjóta um

götur borgarinnar með vindinn í fangið.

En menn eru ekki aðeins að setja sjálfan sig í hættu nei heldur hina sem eru líka í umferðinni.

En auðvitað eru flestir ökumenn bifhjóla til fyrirmyndar í umferðinni en eins og ég sagði hér

fyrir ofan eru margir sem stunda glæfralegan akstur hérna á götum borgarinnar.

Allir eiga að vera vinir í umferðinni þá verður allt auðveldara og slysum fækkar til muna.

En fyrir alla muni dragið úr hraðanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Hilmisson

Ég er ekki hissa á því , að menn tjái sig um bifhjólin.  Málið er vitanlega að bifhjólin, eru í sjálfu sér oftast alveg í lagi , en ekki eins oft, þeir sem nota þau.  sama má segja um áfengann drykk og bissur, svo eitthvað sé nefnt.  En það hefur aldrei dulist að, þegar afl vélar sem drífur hjólið áfram, er farið að hlaupa á um og yfir 4. stafa tölu, þá bara gerist eitthvað inni í höfði ökumannsins. Eitthvað sem hljómar svona   ( Vald )  og maðurinn yfir höfuð, hefur ekki alltaf höndlað það þegar hann hefur fengið í hendur mikið vald.  Er vald þá hættulegt.  ?   Ég held ekki . það er bara maðurinn sem er hættulegur.  En þetta er nú sem betur fer breytilegt. Nauðsinlegt er að ná númerum, þegar allt ætlar um koll að keyra, athuga svo kæruleiðina.  þannig voru þau orð, Jens minn.   Vinar Kveðja

Högni Hilmisson, 16.5.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ég var nú að tala um ökumenn bifhjólanna ekki hjólin sjálf.

Jens Sigurjónsson, 17.5.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband