Hagkaup hendir út Hrefnukjötinu.

Hrefna

Jæja Hagkaup hættir að selja Hrefnukjöt. Innkaupastjórinn hjá Hagkaup Sigurður Reynaldsson segir vandamálið vera að kjötið datt út af markaðnum í 15 - 20 ár, og nú sé komin ný kynslóð sem þekkir ekki svona kjöt.  Ekki held ég að allir gleymi kjötinu þó það hverfi í nokkur ár. Hefur kannski meðalaldurinn lækkað í landinu ? þekkir ekki kjötið segir Sigurður, það getur passað að yngsta fólkið okkar þekki það ekki. Er þá ekki bara að kynna kjötið fyrir unga fólkinu ?  Eða veit Sigurður ekki hvað markaðssetning er ?  Kannski er hagkaup aldrei með nýjungar í hillunum hjá sér.

Hrefnukjöt er alveg frábært hráefni. Það er í það minnsta NÁTTÚRUVÆNT ekki er búið að menga kjötið með allskonar aukaefnum.  Ekkert kjöt er betra fyrir þá sem vilja 100% ómengað kjöt.

Mér finnst lykta smá af pólitík af þessari yfirlýsingu hjá Hagkaup. Er Sigurður eða þeir sem eru yfir honum á móti Hrefnuveiðum ? Og vilji þar að leiðandi sína stuðning sinn í verki og taka hvalkjötið úr verslunum sínum ?

Ég skora á fólk að prufa Hrefnukjötið því það er alveg frábært kjöt og sérstaklega á grillið.  Það eru sem betur fer margar aðrar verslanir sem eru með kjötið til sölu. 


mbl.is Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það vantar bara að Hagkaup selji það á mannsæmandi verði.

Sigurjón, 17.6.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll sigurjón, gleðilega þjóðhátíð. Já það er málið.

Jens Sigurjónsson, 17.6.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband