Þetta er til háborinnar skammar.

VG-RN-1-Katrin_Jakobsdottir_069

Vonandi verður þessi vitleysa sem Katrín var að leggja á borð ríkisstjórnarinnar aldrei samþykkt.

Þetta er ljóti dónaskapurinn við hinn almenna skattborgara landsins, að leggja það til á þessum þrengingar tímum að það verði fjölgað í liðinu sem hangir á spena ríkisins.

Það væri nær að leggja niður þessi listamannalaun á þessum erfiðu tímum sem nú eru.

Ég get ekki komið auga á nokkuð sem getur réttlætt það að þeir sem kalla sig listamenn fái sér meðferð hjá hinu opinbera á meðan hinn vinnandi maður borgar skatta og gjöld af sínum launum með von um að peningarnir verði notaðir skynsamlega þannig að við komumst sem fyrst út úr kreppunni.

Nei þá vill Kata auka peningaflæðið til listamanna. Sumir listamenn hafa verið áskrifendur af þessum launum í mörg ár, þetta fyrirkomulag er til háborinnar skammar.

 


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn

Alveg sammála. Listafólkið getur unnið eins og aðrir og peningana á að nota til að hjálpa þeim sem hafa misst vinnuna og eru í vandræðum. Hugsaðu þér öll börnin sem eiga núna atvinnulausa foreldra. Þeim líður illa en á sama tíma er verið að tala um að ausa peningum í list. 

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Já mér finnst skammarlegt að fara að útbýtta einhverjum bitlingum til listamanna þegar við höfum margt annað með peningana að gera.

Bestu kveðjur /Jenni

Jens Sigurjónsson, 6.3.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Karen María Jónsdóttir

Verkefnastaða listamanna hefur farið hríðversnandi á undanförnum misserum þar sem aðgangur að fjármagni er mjög takmarkað. Þetta gerir það að verkum að listamenn eiga mun erfiðara með að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu. Birtingarmyndin er atvinnuleysi.

Það gleymist einnig í umræðunni að geta þess að með fjölgun listamannalauna er einnig verið að fjárfesta í útflutningi í einum af okkar megnugustu atvinnuvegum.

Á meðan losunarkvótar eru að fyllast, fiskurinn í sjónum er að bregðast okkur og bankakerfið er hrunið þá eru það hugvit listamanna sem stendur eftir sem ein okkar sterkasta auðlind.

Bókmenntir, myndlist, tónlist, leiklist og hönnun (sem nú er verið að stofna nýjan jóð fyrir) er vara sem er vinsæl erlendis og er að færa þjóðinni gjaldeyristekjur á erfiðum tímum.

En það er ekki það eina. Mikilvægi lista þegar kemur að því að treysta samskipti milli þjóða og hlutdeild listarinnar í uppbyggingu viðskiptatenglsa eru einnig þekkt og viðurkennt fyrirbæri. 

Listamannalaun eru öflug leið fyrir ríkið til þess að kaupa ákveðna þjónustu sem tryggir að virkni ofangreindra þátta verði sem mest.

Bendi á orð Þorgerðar Katrínar á Kvikmyndaverðlaununum Eddunni núna fyrir jól þar sem hún sagði að þjóðin hefði sjaldan þurft eins mikið á listamönnunum okkar að halda eins og núna við endurreisn okkar út á við og til að byggja sjálfstraust okkar inn á við.

Nýr menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir er að byggja undir þjóðina á framsækinn og frumlegan hátt. Hún er áð nýta hér auðlind sem áður hefur verið vannýtt, auðlind sem á sama tíma er óþrjótandi. 

Karen María, danslistamaður

Karen María Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Karen.

Ég get ekki með nokkrum hætti komið auga á hvernig hinir svo kölluðu listamenn ætla að bjarga efnahag landsins.

Megnið af þessu liði eru ekkert annað en hreppsómagar sem nenna ekki að vinna, en þykjast vera að skapa einhverja list.

Ég hika ekki við að segja að það séu aðeins 10% í þessum hóp sem kallar sig listamen sem eru í raun listamenn, 90% eru ómagar.

Mér finnst ekki með nokkru móti hægt að réttlæta þessi listamannalaun. Sá sem vill vera listamaður á þá að taka ábyrgð á sér sjálfur en ekki vera upp á hinn almenna skattgreiðanda kominn.

Jens Sigurjónsson, 8.3.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband