12.12.2009 | 14:39
Ágætt nafn.
Jæja þá er búið að gefa tónlistarhúsinu við Reykjavíkurhöfn nafn, og varð nafnið Harpa fyrir valinu, einfalt og gott nafn.
Ég var þó að vonast eftir svolítið sterkara nafni, eins og til að mynda.
Hámenningarakademíutónlistarhús.
En kannski er Harpa bara vel við hæfi, jú spilaði ekki Neró á Hörpu er Róm brann ?
Athugasemdir
Sæll og blessaður Jenni minn.
Harpa er flott nafn, held að ég gæti ekki lært nafnið sem þú leggur til
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 14:44
Sammála þér Rósa, Harpa er mjög gott nafn.
Guð blessi þig og þína.
Bestu kveðjur Jenni.
Jens Sigurjónsson, 12.12.2009 kl. 14:58
Nei, reyndar gerði Neró það ekki, ef eitthvað er að marka rómverska sagnfræðinginn Tacitus sem var samtíðamaður keisarans. Neró var staddur í Antíum (rétt hjá Lazio) þegar bruninn stóð yfir.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:00
Gat hann ekki hafa spilað á Hörpuna í Antíum ?
Jens Sigurjónsson, 12.12.2009 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.