Þjóðin á að eiga síðasta orðið í þessu máli.

frelsarinn_862317
 
Þjóðin á að eiga  síðasta orðið í þessu blessaða Icesave máli.
 
Heilagur Steingrímur (frelsarinn) vældi um það fyrir síðustu kosningar að  þjóðin ætti að eiga síðasta orðið í stærstu málunum.
Það ætti nú ekki að dyljast neinum að hér er ekkert smá mál á ferðinni.
 
Nú hafa bæði stjórn og stjórnarandstæða sagt sína meiningu á málinu, þannig að núna er komið að þjóðinni að klára pakkann.
 
En boltinn er núna hjá Bessastaða bóndanum,
Og gaman verður að fylgjast með hvernig hann tekur á málinu þar sem 70% þjóðarinnar vill kjósa um málið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Skýr vilji þjóðarinnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Jenni minn

Ólafur Ragnar er nú gamall kommúnisti svo það er spurning hvort hann verður jójó fyrir sína félaga eða ætlar að sýna rögg og fara eftir vilja þjóðarinnar? Ég get nú ekki að því gert en ég er svartsýn um gjörðir hans. Aftur á móti fel ég Frelsara mínum að veita þessu landi fyrirgefningu, miskunn og lausn.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.12.2009 kl. 14:44

2 identicon

Sjáðu nú til Jenni,finnst þér rétt að Íslenskir kjósendur,sem áratug eftir áratug hafa kosið sér leiðtoga eins og Davíð Oddson og Haldór Ásgrímsson,hafi vitsmuni til að kjósa um þetta mál,þeir sem ættu að fá að kjósa um þetta eru innflitjendur og væntanleigir íbúar landsins,,kannski væru leikskólarnir vænlegustu kjörstaðirnir.

Júlíus kristjánsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Ég held nú bara að okkur sé nauðugur einn kostur að borga þessa blessaða reikninga nema við ætlum að gera okkur útræk hjá öllum vestrænum þjóðum! Ætlum við kannski í moldarkofabúskap aftur????

Ég óttast að ef kosið verður um þetta mál, verði áróður stjórnarandstöðunnar ofan á, fólk virðist ekki skilja alvöruna í þessu máli. Sannleikurinn er sá að við hreinlega verðum að borga þetta....það þýðir ekkert elsku mamma við stórþjóðirnar.

Ég treysti núverandi ríkisstjórn fullkomlega til að klára þetta mál...og það má líka hrósa henni fyrir að vera sú ríkisstjórn sem tekur við versta búi Íslandssögunnar eftir að Sjálfstæðisflokkurinn setti landið á hausinn með Dabba í broddi fylkingar í formi endalausrar spillingar.

Hvað viljið þið gera? Borga ekki og fá viðskiptabönn á okkur eða hvað????

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 12.12.2009 kl. 01:26

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Reikningurinn sem við eigum að borga er það stór að við ráðum ekki við hann. Ég hefði viljað sjá einhverja millilendingu. Ég óttast að ef við eigum að borga allan pakkann sem Útrásarvíkingar eiga í raun þá endum við öll í moldarkofum.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Sko...það er á hreinu að ef við ekki borgum fáum við alveg að finna fyrir því hjá öðrum þjóðum. Við erum hluti af alþjóðasamfélagi hvort sem okkur líkar betur eða verr. Svo skilst mér nú að eignir Landsbankans og þessara útrásarvíkinga slagi langt upp í borgunina. Það þarf náttúrulega að ganga að þessum mönnum og byrja á því að gera þá gjaldþrota, taka allar þeirra eignir sem eru ekkert smáræði! Svo þarf Eva Jolie að fá meiri aðstoð og frið til að vinna í þessum málum öllum. Við gefumst ekkert upp fyrr en við höfum komið þessum mönnum bak við lás og slá og tekið af þeim allt sem þeir eiga. Þegar allar þeirra eignir eru komnar, er ekki það mikið eftir að við getum ekki klofið það. Það er samt hundfúlt en bara eitthvað sem við verðum að gera!

Svo mæli ég með að við göngum í ESB og tökum upp evruna, krónan er handónýtur gjaldmiðill, ef við hefðum verið í ESB, hefðum við ekki farið svona illa út úr þessu! Ég er alveg steinhissa á að fólk sjái þetta ekki!

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 12.12.2009 kl. 13:24

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Það tekur nokkra mannsaldra að borga þennan reikning.

Jens Sigurjónsson, 12.12.2009 kl. 14:24

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Vona Adda mín að þú hafir rétt fyrir þér og ég er svo sammála þér að þarf líka að koma þessum mönnum á bak við lás og slá. Einnig þarf Eva Jolie miklu meiri aðstoð en stundum hefur mér fundist eins og stjórnvöld hafi nú bara sjálf tafið hennar starf.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 14:26

9 identicon

Ætlið þið virkilega,að setja þetta lið í lúxus fangelsi,og gefa þeim að éta  og frítt húsnæði,,,,því líkt dekur

Júlíus kristjánsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 16:12

10 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Júlli viltu senda þá í snöruna ?

Jens Sigurjónsson, 12.12.2009 kl. 20:08

11 identicon

Nei nei Jenni.Finnum einangrað byggðarlag sem þeir eru búnir að leggja í rús og auðn,heingjum á þá ólar með sendum,eins og þeir gera við perrana í Ameriku,gerum Haldór Asgeirss og Davíð að héraðstjórum.þarna verður þeim komið fyrir,í einangrun,og látnir bjarga sér sjálfir um mat.Í súld og þoku væri vænlegt að opna svæðið fyrir rjúpna,gæsa og hreindíraskittum.  Er þetta ekki ágæt lausn ?

Júlíus kristjánsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband