26.4.2009 | 21:58
Ofurframbjóðandi.
Góðar fréttir fyrir Ástþór.
Ofurframbjóðandinn Ástþór Magnússon ætti að vera kátur og glaður í bragði, því stjórnmálaspekingarnir vilja meina að það verði jafnvel þrjár kosningar á næsta ári. Sveitastjórnarkosningar, kosningar um Evrópu aðild og svo jafnvel Alþingiskosningar, já já það gæti orðið fjör hjá Ástþóri.
Það er ekkert orðið varið í kosningar ef Ástþór er ekki með svo mikið er víst.Hann er án efa einn okkar ástsælasti skemmtikraftur fyrr og síðar. Hann minnir mig oft á ofvaxið barn, já barn, hegðun hans minnir oft á ærslafullann krakka.
Athugasemdir
Sæll Jenni minn
Það var virkilega gaman að horfa á umræður leiðtogana fyrir kosningar og eins í kvöld þegar Ástþór kom með fullt af eplum og eina appelsínu með sér sem gjöf til sjónvarpsins. Appelsínan var fyrir það eina tækifæri sem Ástþór fékk hjá sjónvarpinu á meðan Borgarahreyfingin fékk fullt af tækifærum en ég veit ekki hvað eplin voru mörg. Ég vona að ég hafi skilið þetta sjó rétt. Svo fengu leiðtogarnir sér epli í lok þáttarins. Ekki veitir nú af að þeir fái einhvern matarbita eftir allt fjörið.
Ég man eftir þegar allir flokkar komu og voru með fund samtímis hér á Vopnafirði í denn. Það var oft fjör. Sverrir Hermannsson hélt uppi fjörinu og man ég eftir að ein kona fékk svo mikið hláturskast að hún forðað sér fram í gang í Félagsheimilinu. Þarna voru líka Halldór Ásgrímsson og Egill Jónsson.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:19
Hæ hæ Rósa mín.
Já það var oft fjör á framboðsfundunum heima á Vopna hérna á árum áður. Já Sverrir var ævinlega í bana stuði eins Helgi Seljan, Lúðvík Jósefsson, Villi á Brekku, Eysteinn Jónsson já og fleiri, já Rósa þá var fjör.
En Ástþór er engum líkur, stundum vorkenni ég honum hreinlega.
Guð blessi þig Rósa mín
Kveðja / Jenni
Jens Sigurjónsson, 26.4.2009 kl. 22:30
Sæll og blessaður
Hann bjargaði kvöldinu fyrir kosningar. Þetta var betri þáttur en Spaugstofan. Þegar hann sneri sér að stjórnmálamönnunum og spurði þá af hverju þeir væru ekki búnir að leysa þetta mál. Svo var hann erfiður fyrir stjórnendurna og Sigmar reyndi að benda honum á að hann væri stjórnandi þáttarins en Ástþór var kominn á fullt að stjórna. Þetta var alveg magnað.
En við vitum auðvita að hann er oft eins og barn í fullvöxnum líkama. Flott mynd sem þú fannst af honum. Hún lýsir honum alveg prýðilega.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.