22.4.2009 | 20:08
Veruleikafyrtur stjórmálamaður.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Kolbrún Halldórsdóttir sé einhver sá mesti kjáni sem hefur tekið sæti á hinu há Alþingi. Og hún sannaði þá kenningu mína svo rækilega í dag.
Hugsið ykkur hún heldur því fram að það sé óðagotsaðgerð að fara í olíuleit á Drekasvæðinu og það samræmist ekki skuldbindingum Íslands í umhverfismálum, og svo segir þessi vitringur að Ísland sé ekki í stakk búið til að verða olíuríki.
Kolbrún Halldórsdóttir er skýrasta dæmið fyrr og síðar um veruleikafyrtan stjórnmálamann.
Hvað er að þessu liði ? Hefur hún engan skilning á því hvað er í gangi á Íslandi í dag ? Veit hún ekki að það eru mörg þúsund Íslendingar atvinnulausir og að horfurnar eru afar slæmar á atvinnumarkaðinum ? Hefur hún ekki grænan grun um að skuldarstaða Íslands er ekkert til að hrópa húrra fyrir ?
Vonandi hefur þjóðin vit á því að halda fólki eins og Kolbrúnu sem allra lengst frá hinu háa Alþingi.
VG gegn olíuleit á Drekasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Anna Sigríður.
Olían er ekkert á leiðinni út á næstunni. Okkur veitir ekkert af því að tjalda til öllum þeim möguleikum sem við höfum, svo við getum lagað fjárhagsstöðu landsins. Olíu leit á Drekasvæðinu og ég tala nú ekki um ef við finnum olíu og gætum farið að vinna gas og olíu þá erum við í góðum málum. Jú það er alltaf hætta á mengun, en það er áhætta í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Jens Sigurjónsson, 22.4.2009 kl. 21:27
Sæll Jenni minn
Við þurfum að fá fólk á þing sem er ekki að leika eins og Kolbrún Halldórsdóttir leikkona. Vona að hún komist ekki á þing en hún féll niður um einhver sæti í sínu kjördæmi.
V-G virðast vera á móti öllu. Við höfum leyfi frá almættinu að nýta náttúruna. Við eigum að halda öllu í jafnvægi. Það gerum við ekki með því að veiða ekki hval sem skerðir aðra fiskistofna. Guð gaf okkur visku en því miður hafa margir alls ekki farið varlega eins og t.d. á fyrri síldarárunum þegar Norðmenn jusu upp smásíld og voru næstum búnir að eyða Norsk-íslenska síldarstofninum.
Ég held bara að ég skili auðu þó svo að Þorgerður Katrín hafi komið fram í auglýsingu í sjónvarpinu í kvöld og sagt okkur að nota kosningarréttinn. Ef ég get engum treyst af þessu liði þá er ég tilneytt að skila auðu, ekki satt?
Höskuldur frændi ætlar að kjósa sama og venjulega
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:32
Gleymdi einu, að sjálfsögðu leitum við af olíu og reynum að afla tekna fyrir landið svo við getum borgað okkar skuldir. Fjarstæða að halda öðru fram.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.