2.4.2009 | 15:38
Á fáránleikinn sér engin takmörk ?
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann. Sagði Jón Hreggviðsson, þessi orð sögupersónunnar eiga svo sannarlega vel við núna.
Nú virðis sem FME hafi loksins fundið sökudólga og nú skal koma hyskinu á bak við lás og slá sem allra fyrst.
Glæpamennirnir eru blaðamenn Morgunblaðsins þau Agnes Bragadóttir og Þorbjörn Þórðarson. Glæpirnir eru þeir að Agnes sagði þjóðinni SANNLEIKANN um spillinguna í grein sem hún skrifaði þann 23 nóv 2008. Greinin " Sjónarspil og sýndarleikir Glitnis og FL" fjallaði um félagið Stím. Glæpur Þorbjörns var grein sem var birt þann 7 mars síðastliðinn og nefnist "500 miljarðar til eiganda". Glæpurinn hjá þessum ágætu blaðamönnum er sá að koma sannleiks upplýsingum til þjóðarinnar um þá brjálæðislegu spillingu sem hér hefur átt sér stað.
Hver braut leynd og hver braut ekki leynd ?
Ég vil meina að glæpurinn er hjá Bönkunum og FME þessir aðilar brutu bankaleyndina. Hvernig þá ? Jú þeir leyndu almenningi, stjórnvöldum, innlendum og erlendum stofnunum um efnahagslegan styrk bankanna og ég tala nú ekki um siðferðið sem þar tíðkaðist. Þessar bankaleyndir hafa verndað auðhringa, spillta stjórnmála og embættismenn sem hafa rænt og svikið sína eigin þjóð og einnig nágranna þjóðir okkar.
Á fáránleikinn sér engin takmörk ?
Í staðinn fyrir að hrósa þessum blaðamönnum fyrir upplýsa þjóðina um skítinn, þá finnst FME best að senda þessa hugrökku blaðamenn austur fyrir fjall að búa til númeraplötur í nokkur ár á Hrauninu.
Þessir hugrökku blaðamenn eru í vinnu við að upplýsa okkur um hvað sé að gerast í þjóðfélaginu okkar og heiminum öllum. Og það er undarlegt samfélag sem sendir fólk í steininn fyrir að upplýsa um stórglæpi sem eru framdir í samfélaginu. Við verðum öll sem einn að standa vörð um réttlætið og passa upp á að sendiboðinn verði ekki hengdur eins og á að gera í þessu tilfelli. Hengjum frekar þann sem fremur glæpinn.
Það verður fróðlegt að sjá þessa svo kölluðu Hvítbók.
Brutu þau bankaleynd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Jenni minn
"Blaðamennirnir hafa frest til 8. apríl nk. til að koma á framfæri andmælum, skýringum eða sjónarmiðum áður en FME tekur ákvörðun um framhald málsins."
Er FME teknir við störfum af hæstarétt?
Þjóðin þarf að fá að vita allt sem á undan hefur gegnið fyrst þjóðin á að vera blórabögglar þessa liðs. Það ætti nú frekar að þakka þeim sem geta afhjúpað þá sem hafa unnið svo mikið tjón að þjóðin öll þarf að líða fyrir gjörðir þeirra.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2009 kl. 15:56
Sæl Rósa mín.
Mér finnst þetta mál alveg með eindæmum heimskulegt, ég hélt í minni fávisku að FME hefði nóg annað að gera en að eltast við blaðamenn.
Guð blessi Þig / Jenni
Jens Sigurjónsson, 2.4.2009 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.