'A skíðum skemmti ég mér tralla tralla.

210px-Straumur.svgBjörgólfur Thor Björgólfsson hefur lítið sést hér á landi síðan bankarnir hrundu í haust. Hann hefur víst samkvæmt fréttum verið að leika sér á skíðum í Aspen sem er dýrasta skíðasvæði í heimi, það dugar ekkert minna fyrir þessa höfðingja.

Straumur fjárfestingabanki sem var að mestu í eigu Björgólfs Thor fór á hliðina á mánudaginn, það vantaði 18 miljónir evra í kassann til að bjarga bankanum, en því miður fengust engir peningar og því fór sem fór.

En nú spyrja margir, hvers vegna kom ekki Björgólfur Thor með sitt eigið fé og bjargaði bankanum ?

Björgólfur Thor virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því þótt bankinn yrði gjaldþrota og þjóðin sæti uppi með enn eina skuldasúpuna eftir hann.

En gat Bjöggi eitthvað gert ?

Hann var jú nokkrum dögum áður búinn að selja sinn hlut í Pólska símafélaginu Netia fyrir 158 millur evra. Ekki neinir smá peningar það og einungis smá brot hefði dugað fyrir Straum til að halda velli.

En ekki vildi strákurinn koma með peninga í Straum og sína smá snefil af ábyrgð nei ó nei, en þá er spurningin hvað gerði hann við þessa aura sem hann fékk fyrir Netia ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn

Hvað getur Bjöggi gert að því þó hann sé sætur.....

Ömurlegt hvernig þessir Útrásarvíkingar haga sér. Ekki snefill af samvisku og hann sjálfsagt gerði ráð fyrir því að ríkið tæki yfir eins og venjulega þegar þarf að bjarga málum Útrásavíkinga.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.3.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband