9.3.2009 | 00:05
Ólína veikir listann.
Aumur er listi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Ég held að fólkið á Norðurlandinu verði ekkert yfir sig spennt að kjósa þennan lista. Með Guðbjart í forustunni og stelpurnar frá Ísafirði í 2 & 3 sæti listans.
Mín skoðun er sú að hin "geðgóða" Ólína sé mjög slæmur kandídat fyrir Samfylkinguna
Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert sennilega stuðningsmaður Samfylkingarinnar, ekki satt, og skrifar sem slíkur? Ólína studdi Austurvallarmótmælin mikið og er mikill stuðningsmaður tískuhugmyndarinnar um nýja stjórnarskrá. Er þetta tvennt slæmt?
Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 02:32
Ólína er nagli af þeim toga sem þjóðin þarf nú á þing. Það eru ekki liðleskjunar og gufur sem geta bjargað okkur heldur alvöru „fólk með vesen“ - raunverulegir „vandræðagemsar“.
Flokkseigendafélögin, auðvaldið og ríkisvaldið hafa í mörg ár sameinast um að best væri að á þing veldust tómar liðleskjur og öllu skipti að „fólk með vesen“ væri haldið í burtu - það hefur sannast okkar mesta böl. - Ólína er ef þeirri gerð sem við hefðum þurft að hafa sem flesta á þingi, bráðgreind kona með alvöru „vesen“ ef eitthvað stemmir ekki.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.3.2009 kl. 05:32
Sæll Helgi.
Kona með vesen segir þú, jú sennilega er það rétt hjá þér. En spurningin er hvaða vesen er á Ólínu ?
Jens Sigurjónsson, 9.3.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.