4.2.2009 | 00:14
Vandræðagangur hjá stjórninni.
Ekki er byrjunin glæsileg hjá nýju stjórninni sem er undir verndarvæng Framsóknar. Ég held að Jóhanna og Össur eigi oft eftir að verða mæðuleg þessa rúma 80 daga sem stjórnin verður við völd.
Ráðherrar og þingmenn Framsóknar ekki samstíga í nokkrum málum.
Kolbrún Halldórsdóttir segir að álver á Bakka sé ekki á dagskrá og að það sé alveg út í hött að setja niður álver þar. En Össur segir hinsvegar að ákvæði stjórnarsáttmálans um engin ný álver, hafi hvorki árif á byggingu álvers í Helguvík, né undirbúnings álversins á Bakka.
Og í kjölfarið á þessu segist Birkir J. Jónsson þingmaður Framsóknar ekki styðja ríkisstjórn sem ekki vill álver á Bakka.
Steingrímur J. Sigfússon Sjávarútvegsráðherra er ósáttur við ákvörðun fyrirrennara síns um að heimila hvalveiðar, og vill hann skoða það mál og jafnvel breyta ákvörðun fyrrverandi ráðherra.
En þá kemur til skjalanna formaður þingflokks Framsóknar Siv Friðleifsdóttir og segist vera mjög ósátt við það ef Steingrímur breyti ákvörðum fyrrverandi ráðherra um að heimila hvalveiðarnar. Og sagðist Siv þá ætla að kalla eftir afdráttalausri afstöðu Þingsins til málsins, og segist hún vera viss að mikill meirihluti þingsins styðji hvalveiðar.
Ekki kom það mér á óvart að það yrðu vandræði strax í upphafi hjá þessari ríkisstjórn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.