Hér er Framsókn rétt lýst.

 

framsokn_an_textaHvað voru Framsóknarhöfðingjarnir að gala og gala um að Framsókn myndi styðja minnihluta stjórn Samfylkingar og VG ef Samfylkingin sliti samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn ?

Var engin alvara á bak við þessa yfirlýsingu Framsóknar ?

Nú vill Framsókn hafa hönd í bagga með hvað verður í stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar.

Þannig að þetta verður aldrei minnihluta stjórn, Framsóknarflokkurinn verður þriðja hjólið í þessari ríkisstjórn með enga ábyrgð að sjálfsögðu.

Ég hélt að Ingibjörg og Steingrímur vissu að það er og hefur aldrei verið hægt að treysta Framsóknaflokknum, þar á bæ eru bara tækifærissinnar og sérhagsmunapotarar og siðblindan alsráðandi.

 


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þeir hafa ekkert breyst.

Heidi Strand, 30.1.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, hér Framsóknarflokknum einmitt rétt lýst! 

Ábyrgðarfullur flokkur!

Það hefði verið glapræði að hleypa mönnum af stað með handónýtt plagg í efnahagsmálum og opin tékka á ríkissjóð. Það var nóg að upplifa afleiðingar verðbólgufjárlaga fyrir árið 2008 - sem Samfylkingin keyrði í gegn - en að hleypa mönnum af stað án þess að setja það niður fyrir sig hvernig vinna ætti að efnahagsmálunum á þessum tíma.

Þetta verður orðið gott á sunnudaginn þegar hagfræðingarnir og Framsóknarmennirnir hafa sett upp áætlun - og Samfylking og VG snyrt hana til.

Hallur Magnússon, 30.1.2009 kl. 19:57

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Hallur.

Einvern veginn lýst mér ekki á að Framsóknarmenn með Ragnar Árnason í broddi fylkingar komi með lausnir að vandanum.

Jens Sigurjónsson, 30.1.2009 kl. 20:14

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Og ég sem hélt að Sigmundur Davíð væri Jesú Kristur stjórnmálanna    (í alvörunni!!!)

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn

Og svo hafa vinstri menn aldrei getað unnið saman. það eru ekki margir dagar síðan að Skallagrímur talaði um að Samfylkingin væri óhæf í ríkisstjórn. Það er alveg dásamlegt að sjá hann og Jóhönnu í fréttum. Þau standa saman og hann er svo prúður við hliðina á henni. Mér dettur í hug að hann sé kjölturakkinn hennar.

Góða helgi og Guðs blessun

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:16

6 identicon

Hallur,,hefurðu verið að sulla í skemdu brennivíni ?

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:20

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Rúna ég er nokkuð viss um að Sigmundur lýtur sig sem frelsarann okkar.

Já Rósa finnst þér ekki Skallagrímur krúttlegur hjá Jóhönnu ?

Júlli ekki veit ég í hverju Hallur var sulla.

Jens Sigurjónsson, 31.1.2009 kl. 04:44

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni.

Að sjá Skallagrím við hliðina á Jóhönnu svona prúðan og ábyrgðarfullan vekur hlátur hjá mér en ég er með skítlegt eðli eins og Davíð Oddsson. Vona að þú hafir fengið skilaboðin frá mér. Vildi leyfa þér að fylgjast með.

Hér snjóaði í gærkvöldi en nú er stillt og fallegt veður.

Bíðum spennt eftir olíunni.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2009 kl. 14:30

9 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Jú ég fékk skilaboðin, takk fyrir að láta mig vita.

Það verður nú aldeilis glæsilegt ef olía finnst á Dreka svæðinu.

Jens Sigurjónsson, 31.1.2009 kl. 16:14

10 identicon

Mér líst mjög vel á þessa stjórn og held einhvern veginn að þau geti ráðið fram úr málum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur klúðrað í gegnum tíðina. Svo er ekki verra að fá konu í forsætisráðherrastól! Best þykir mér að það eru jöfn hlutföll kynja í nýju ríkisstjórninni, ég er bara bjartsýn á þetta.

Vona að enginn hugsandi maður kjósi Sjálfstæðismafíuna yfir okkur aftur!

Kveðja, Adda systir

Adda (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:49

11 Smámynd: Jón Finnbogason

Framsókn breytti ekki skilyrðum sínum, fyrir stuðningi sínum, frá 21. janúar. Væntingastjórnun í Samfylkingunni og Vinstri Grænum hefur hins vegar verið verulega ábótavant, það er ástæðan fyrir þessum misskilningi. Semsagt að við ætluðum að taka okkur stærri hlut í ríkisstjórninni.

Hroki og hleypidómar færa okkur ekki nær nýja og betra Íslandi. Hugsum með hausnum og öndum rólega.

Jón Finnbogason, 2.2.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband