23.1.2009 | 19:15
Ótrúlegt.
Ég vil ekki trúa því að Þorgerður Katrín verði Forsætisráðherra í fjarveru Geirs Haarde.
Fékk hún og Kristján eiginmaður hennar ekk niðurfellda ábyrgð á hlutabréfakaupum í Kaupþingi upp nokkur hundruð miljónir ?
Þorgerður er í mínum augum einn af holdgervingum spillingarinnar hér á landi, hún er mikill tækifærissinni og hefur aldrei virkað trúverðug.
Hún segist vilja sjá breytingu á ríkisstjórninni, ef hún hefði smá snefill af siðferðiskennd ætti hún að hafa vit á því að víkja til hliðar og láta ekki sjá sig í pólitík framar.
Mér finnst ansi spaugilegt hjá henni að vera að hugsa um að bjóða sig fram sem næsti formaður flokksins, hún er ekki lagi blessunin.
En vonandi sjá flokksmenn við því og hafna henni sem formannsefni og sem þingmanni flokksins, því hún á ekki heima á Alþingi Íslendinga.
Þorgerður: Ég er auðvitað slegin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já en, Jenni,,,Hún gæti verið skást,og með fallegustu skíta slóðina, hvar ætli Lalli Johns sé í pólitík ? Landsíma strákarnir(þú manst eftir harmleiknum um árið)farnir úr landi,Árni j reindar sterkur inni í myndinni...það er bara ekkert orðið eftir
Julius kristjansson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.