Risinn að fara á hausinn ?

327px-Eimskip.svg
 
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands halda áfram að lækka og lækka.
Þau hafa lækkað um 50% síðan á föstudaginn síðastliðinn. (12/9)
Frá áramótum hafa hlutabréfin í Eimskip lækkað um heil 85%
Núna er hluturinn 6 krónur en var fyrir ári síðan 40 krónur.
 
Markaðsverð félagsins er núna um 11 miljarðar króna.
En félagið skuldar rúma 150 miljarða króna.
 
Eimskipafélagið var í ábyrgð upp á aðeins  26 miljarða króna skuld hjá
XL leisure group sem fór á hausinn og ábyrgðin féll á Eimskip fyrir nokkrum dögum.
 
Svo er Eimskipafélagið í ábyrgð vegna skuldar flugfélagsins Atlanta,
En það eru bara 17 miljarðar krónur.
 
 
Er hægt að bjarga Eimskipafélaginu ?
 
Svo mikið  er víst, að það verður erfitt að halda ÓSKABARNINU á floti.
Hann verður félaginu dýr þessi flottræfilsháttur sem hefur einkennt stjórnendur
félagsins undan farin ár
Og ekki skammast þeir sín mikið þessir jarlar fyrir þau afrek sem þeir hafa skilð eftir sig.

 
 
Ekki frekar en greifi einn sem var stjórnarmaður hjá XL leisure group
sem fór á hausinn eins fyrr segir hér að ofan.
Þessi greifi sagði að þetta væri leiðinlegt en nú væri þetta búið,
og nú gæti hann slappað af með konunni og börnum.
Hann hefði sem betur fer náð að fjárfesta annarstaðar.
Ekki mikil iðrun þar á ferðinni.
1700 manns misstu vinnuna og miklar skuldir falla á ábyrgðaraðila.
 
 
Ég óttast því miður að Eimskipafélagið komi til með að draga mikið úr umsvifum sínum.
Og jafnvel vera lagt niður í núverandi mynd.
Og mikið af fólki komi til með að missa vinnuna.
Félag sem hefur fallið um heil 85% á einu ári, og er enn að falla.
Á ekki bjarta tíma framundan því miður.
 
En ég er hræddur um að fleiri fyrirtæki sem hafa farið heldur geyst undan farin ár
sé ekki í góðum málum í dag.
 
Sjá til að mynda fréttina um Kaupþing.
Kaupþing lánaði Sænskum sparifjáreigendum aðeins 14 miljarða króna.
Í bréfum Lehman bank með veði í bréfunum.
Og nú er Lehman farinn á hausinn og þetta fé er farið fyrir lítið.
 
Ég óttast að við komum til með að heyra mikið af fréttum sem þessari á næstunni.
 
En vonandi komast þessi fyrirtæki hjá því að lenda undir hamrinum.
 
2023
 
Ég held að stór hluti vandans hjá mörgum af þessum fyrirtækjum sé að,
þessi ungliða dýrkun var alsráðandi.
Ungt fólk með litla sem enga reynslu í stjórnun né rekstri fyrirtækja,
hvað þá með reynslu í mannlegum samskiptum.
þetta lið var dúkkað upp í dress eða jakkaföt, og sett í fremstu línu.
Og hver er árangurinn ?
Jú allt er á nyður leið.
 
 
 
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er sammála þér með ungliðana. Þeir hafa ekki migið í saltan sjó og vart lyft þyngri hlut en penna. Fara beint í flott embætti eftir skólagöngu, vissir um eigin ágæti en kunna ekkert þegar upp er staðið. En ekki vantar að þeir kunna að láta hlaða undir sig  peningum og hlunnindum.

Kveðjur af suður-ströndinni.

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.9.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Já þetta er búið að vera ljóta ruglið.

Jens Sigurjónsson, 17.9.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband