Farsinn heldur áfram.

 
250px-R%C3%A1%C3%B0h%C3%BAs_Reykjav%C3%ADkur Ekki er öll vitleysan eins svo mikið er víst.
Nú stefnir allt í það að við fáum nýjan borgarstjóra.
Þá hafa verið fjórir borgarstjórar á launum síðastliðið
ár.
Vilhjálmur var búinn að vera rúmt ár þegar hann var
sleginn af í október á síðasta ári, Dagur var búinn að vera
þrjá mánuði þegar honum var velt úr sessi, og svo Ólafur
um sex mánuði eða eitthvað svoleiðis þá fellur hann.
Þessi farsi er með ólíkindum.
Á maður að hlæja eða gráta ?
Ég er ekki viss.
En eitt veit ég, þetta er eitt það allra heimskulegasta
leikrit sem ég hef séð.
Og rjóminn í vitleysunni er að Óskar ætlar að hoppa upp
í rúm hjá sjálfstæðisflokknum aftur, ekki hafa menn langtíma minni í borgarstjórninni.
Það sem þyrfti að gerast hjá sjálfstæðisflokknum er að henda út öllum þeim borgarfulltrúum
sem eru í stjórn núna.
flokkurinn hefur aldrei átt eins auman hóp af borgarfulltrúum og nú.
það er enginn og þá meina ég enginn sem hefur forustuhæfileika í þessum hóp, svo mikið er víst.
Þetta kjörtíma bil er búið að vera sjálfstæðisflokknum í Reykjavík til skammar.
Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn aftur í Reykjavík með þetta lið innanborðs.
 

mbl.is Hanna Birna og Óskar á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn og til lukku með you know.

Algjörlega sammála þessu sem þú skrifar. Þetta er lélegasta leikrit sem ég hef séð. Blessaður Óskar er sko búinn að hoppa uppí til Hönnu Birnu. Hvað ætli þetta barn verði lengi á leiðinni?  Tvær síðustu meðgöngur hafa verið mjög stuttar.

Allt þegar þrennt er og fullkomið í fjórða skipti. Kannski nást 9 mánuðir.

Vona að Reykvíkingar læri nú af reynslunni og velji almennilega í næsta prófkjöri í staðinn fyrir að velja lið sem er að þróast í apa.  Ákvað að láta illa í von um að faðir þinn sé ennþá hjá þér.

Samúðarkveðjur til Reykvíkinga

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Takk fyrir Rósa.

Þetta gekk allt mjög vel. Ég set inn myndir fljótlega.

Sá gamli er farinn heim. Honum leyst mjög vel á sig hér.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 14.8.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Gott að heyra og gaman að sjá myndir frá þessum góða degi.

Guð blessi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:21

4 identicon

Blessaður Jenni, mikið að ég næ að skrifa! Venjulega er fresturinn liðinn sem gefinn er þegar mér hugkvæmist að skrifa hér inn hehe...

Já, ég hef nú aldrei skilið fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn svona yfirhöfuð og reyndar heldur ekki þá sem kjósa Framsókn. Sjallarnir eru orðnir jafn sundurlyndir og þeir hafa alla tíð sakað vinstri flokkana um að vera. Og þessi farsi í borgarstjórn...ég segi bara að þetta eru hálfvitar upp til hópa og stjórnast af valdagræðgi og engu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn má sjálfum sér um kenna að hafa handónýtan mann frá Frjálslynda flokknum í borgarstjórastóli, mest furða að hann skyldi hafa tollað í sex mánuði. Borgarstjórn Reykjavíkur er engan veginn hæf í hlutverkið og með þessa flokka innanborðs verður hún það aldrei. Tel að þetta hafi gengið mun betur þegar Reykjavíkurlistinn var við völd.

Við í Kópavogi látum nægja að hafa þennan hlunk í bæjarstjórastóli og hann má þó eiga það að hann tollir þar þó ekki sé ég honum sammála með neitt eiginlega. En það er nú önnur saga.

Bið kærlega að heilsa mágkonu minni og látið endilega sjá ykkur ef þið dettið upp á land við tækifæri.

Adios.....Adda systir

Adda (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Nú ég er hætt að fylgjast með þessum fíflalátum.

Það eina sem ég hef um málið að segja, að mér hefur fundist illa farið með Ólaf. Hann er hafður að háði og spotti, lítið gert úr honum á alla lund. Ég sé ekki að hann hafi verið nokkuð verri en hin fíflin...og hana nú. 

Ég held að  riddarar hringborðsins, allir sem einn,  ættu að taka hatt sinn og staf, pakka niður í hvelli og láta aðra um málin.

ES: Taka skal fram að Ólafur er ekki minn maður í pólitík, hann á stuðning minn samt sem áður hvað þennan skrípaleik varðar..

Rúna Guðfinnsdóttir, 16.8.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband